fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024

Óttar Guðmundsson

Óttar Guðmundsson skrifar: Fjórðungi bregður til fósturs

Óttar Guðmundsson skrifar: Fjórðungi bregður til fósturs

EyjanFastir pennar
20.01.2024

Þessa vikuna eru haldnir Læknadagar í Hörpu með fjölda málþinga og fyrirlestra um helstu nýjungar í læknisfræði. Erlendir vísindamenn skína skært í kappi við viðurkennda íslenska gáfumenn. Mikið hefur verið fjallað um ónæmiskerfið og umhverfisáhrif á sjúkdóma og þroska einstaklingsins. Reynt er að svara spurningunni hvort erfðir eða umhverfi ráði mestu um persónuleika og hamingju Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Endurtekningin

Óttar Guðmundsson skrifar: Endurtekningin

EyjanFastir pennar
13.01.2024

Sumarið 1962 heyrði ég fyrst lagið The House of the Rising Sun, með Erik Burdon og the Animals. Lagið hljómaði í sífellu allt árið og náði gífurlegum vinsældum. Síðan hefur Erik kallinn verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Ég hef fylgst með ferlinum enda er hann enn að syngja liðlega áttræður. Segja má að Erik hafi lifað á þessu eina lagi allt sitt líf. Hann Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Enn eitt árið

Óttar Guðmundsson skrifar: Enn eitt árið

EyjanFastir pennar
30.12.2023

Maðurinn hefur frá öndverðu sóst eftir eilífri æsku.  Í norrænni goðafræði gætti Iðunn forláta epla sem héldu guðunum síungum. Vergjarnar gyðjur lofuðu Ódysseifi ódauðleika ef hann vildi þýðast þær. Hinn vitri Ódysseifur lét þó ekki freistast heldur kaus að eldast og deyja á eðlilegan hátt í faðmi konu sinnar. Forseti Bandaríkjanna og helsti keppinautur hans Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Grindavík

Óttar Guðmundsson skrifar: Grindavík

EyjanFastir pennar
23.12.2023

Ég starfaði um nokkurt skeið sem heilsugæslulæknir í Grindavík. Um árabil kom ég til bæjarins á föstudagsmorgnum og sinnti heilsufari bæjarbúa. Grindvíkingar eru sérlega æðrulaust fólk enda hefur lífsbaráttan um aldir verið erfið. Haugabrim hefur löngum verið úti fyrir ströndum, grýtt lending og saltur stormur vælir í hrauninu kringum bæinn. Íbúarnir, stórhentir menn, svipmiklar konur Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Facebook-reiðin

Óttar Guðmundsson skrifar: Facebook-reiðin

EyjanFastir pennar
16.12.2023

Í miðaldalæknisfræðinni var oft litið á líkamann eins og ílát fullt af vökva; blóði, galli og slími. Sjúkdómar og alls kyns tilfinningar höfðu áhrif á jafnvægi vökvanna. Ein þessara geðhrifa sem höfðu mikil áhrif á l líkamlega heilsu var reiðin sem var talin búa í gallinu skv. Fóstbræðrasögu. Sagt er að það sjóði á einhverjum, menn froðufelli Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Kissinger

Óttar Guðmundsson skrifar: Kissinger

EyjanFastir pennar
02.12.2023

Ég var á ferðalagi í Viet Nam og Kambódíu á dögunum. Bæði löndin tilheyrðu nýlenduveldi Frakka sem biðu hernaðarlegan ósigur árið 1953 við Dien Bien Phu. Fljótlega eftir það tóku Bandaríkjamenn upp slaginn við frelsisöflin og þjóðernissinna í Viet Nam. Hver forsetinn á fætur öðrum lét leiða sig út í kviksyndi Vietnamstríðsins, Kennedy, Johnson, Nixon og Ford. Eftir því sem stríðið dróst á langinn fjölgaði stríðsglæpum Bandaríkjamanna. Á Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Djöfullinn sjálfur

Óttar Guðmundsson skrifar: Djöfullinn sjálfur

EyjanFastir pennar
25.11.2023

Kristnir menn hafa um aldir deilt um tilvist djöfulsins. Í miðaldakirkjunni velktist þó enginn í vafa um hinn illa sem var jafn sjálfsagður og Guð almáttugur. Í postillu Jóns Vídalíns er djöfullinn ákaflega fyrirferðarmikill. Sr. Hallgrímur segir í Passíusálmum sínum: Djöfullinn bíður búinn þar í bálið vill draga sálirnar. Smám saman hefur athyglin beinst frá Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Megranir

Óttar Guðmundsson skrifar: Megranir

EyjanFastir pennar
18.11.2023

Með vaxandi aldri og vanheilsu hef ég bætt á mig aukakílóum. Jakkaföt og skyrtur sem einu sinni pössuðu ágætlega eru orðin nokkrum númerum of lítil. Þetta veldur mér stundum hugarangri og bræðisköstum. Mér finnst erfitt að horfa í spegilinn en erfiðast er þó að ofþyngd kallar yfir mig ótrúlegan fjölda af megrunarsérfræðingum. Þeir eru ófeimnir Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Naglaskömm

Óttar Guðmundsson skrifar: Naglaskömm

EyjanFastir pennar
11.11.2023

Jóhanna kona mín keypti fjögur nagladekk undir bílinn á dögunum enda sér hún um slík verk á heimilinu. Ég vinn úti á landi einn dag í viku og henni fannst öruggast að ég væri á nöglum í þeim ferðum. Þetta höfum við alltaf gert og farið óhrædd út á flughálan Krýsuvíkurveginn eða illa færa Holtavörðuheiði. Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Ísrael

Óttar Guðmundsson skrifar: Ísrael

EyjanFastir pennar
04.11.2023

Íslendingar eru heitir áhugamenn um enska fótboltann. Flestir eiga sér uppáhaldslið sem þeir fylgja í gegnum súrt og sætt. Forsætisráðherrann klæðist rauðum búningi Liverpool þegar mikið liggur við. Margir þjóðkunnir einstaklingar hafa fylgt Manchester United að málum frá flugslysinu hræðilega í München 1958. Sannur stuðningsmaður heldur alltaf tryggð við liðið sitt þótt hann þoli ekki Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af