Óttar Guðmundsson skrifar: Tölvulæknar
EyjanFastir pennarTölvutæknin fyrir löngu búin að skáka mannshuganum. Tölvan hefur afburða minni, mikla ályktunarhæfni og ótrúlega rökhyggju. Hún hefur aðgang að endalausu gagnamagni og getur dregið saman aðalatriði flókinnar umræðu á sekúndubroti. Það eina sem tölvan kann ekki eru mannleg samskipti. Gamall vinur minn hefur gengið lengi milli lækna vegna þrálátra veikinda. Honum hefur verið stungið Lesa meira
Óttar Guðmundsson skrifar: Ég lifði af!
EyjanFastir pennarÍ nútímasamfélagi er reynt að skapa sem öruggast umhverfi fyrir börn. Óteljandi öryggis- og eineltissérfræðingar ásamt uppeldisfræðingum eru stöðugt spurðir álits um ýmiss konar vafaatriði í sambandi við barnauppeldi. Allir eru sammála um það að börn skuli alin upp í bómull svo að þau geti ekki farið sér að voða. Foreldrar eiga að vaka yfir Lesa meira
Óttar Guðmundsson skrifar: Spáglaðir jarðfræðingar
EyjanFastir pennarGamall vinur minn í blaðamannastétt sá einu sinni um stjörnuspá dagblaðs í forföllum. Hann var fljótur að tileinka sér almennt og loðið orðalag sem þýddi að viðkomandi spá gat þýtt hvað sem var. Um áramót eru dregnar fram spávölvur fjölmiðla sem segja fyrir um komandi ár á ákaflega óljósan hátt. Slíka spá má eiginlega túlka Lesa meira
Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús
EyjanFastir pennarRagnheiður Brynjólfsdóttir biskupsdóttir lést árið 1663 liðlega tvítug að aldri. Banamein hennar voru berklar og sorg. Öll þjóðin þekkti sögu þessarar óhamingjusömu stúlku sem eignaðist barn í lausaleik með ungum presti sem átti að kenna henni latínu. Skömmu áður en hún andaðist sendi Hallgrímur Pétursson sálmaskáld henni nýorta passíusálma sína og sálminn um Dauðans óvissan Lesa meira
Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
EyjanFastir pennarÉg hef alltaf öfundað þá félaga mína sem hafa siglt árekstralaust í gegnum lífið. Sumir fundu réttan maka í menntaskóla, giftust og eignuðust friðsælt og hamingjuríkt líf með sumarbústað og svörtum jeppa. Mitt líf einkenndist af uppákomum, hvatvísi og margs konar skyndiákvörðunum sem ekki voru allar til blessunar. Mér gekk illa að hafa alla góða Lesa meira
Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?
EyjanFastir pennarÉg hitti nýlega konu sem var í öngum sínum vegna þess að hún hafði sagt við son sinn að hann væri rétthentur en hún sjálf örvhent. Sonurinn sagði að hún væri með þessum ummælum að smána eða „sjeima“ hendur þeirra beggja. „Það er ekkert rétt við að nota hægri höndina meira en hina!“ sagði hann Lesa meira
Óttar Guðmundsson skrifar: Veröld sem var
EyjanFastir pennarStórir hópar Íslendinga heimsækja Færeyjar á hverju sumri til að taka þátt í Ólafsvöku. Eyjarskeggjar klæðast þjóðbúningum og þyrpast út á götur og torg, læsa saman höndum og dansa færeyska dansa. Forsöngvari leiðir sönginn og dansinn en allir taka undir í viðlaginu. Þórshöfn er sérlega yndisleg borg þar sem gömlu húsin hafa verið varðveitt og Lesa meira
Óttar Guðmundsson skrifar: Kakalaskáli
EyjanFastir pennarMargir af merkustu atburðum Sturlungu gerðust í ríki Ásbirninga í Skagafirði. Árið 1246 var háð mannskæðasta orrusta þessara tíma að Haugsnesi þar sem Þórður kakali frændi minn atti kappi við Brand Kolbeinsson og hafði frækinn sigur. Um eitt þúsund manns mættust í Haugsnesbardaga og yfir eitt hundrað féllu. Nokkrum árum síðar 1253 gerðust nokkrir Sturlungar Lesa meira
Óttar Guðmundsson skrifar: Töfrar amfetamíns
EyjanFastir pennarÁ sjöunda áratug liðinnar aldar sungu The Rolling Stones um róandi lyf í laginu: „Hjálparhella mömmu.“ (Mother´s little helper.) Í textanum tíunda þeir erfiðleika daglegs lífs og þá blessun sem litlar gular róandi pillur séu. Mamma kemst í gegnum daginn fyrir tilstilli lyfjanna en það er reyndar dýru verði keypt. Lífið hefur ekki orðið auðveldara Lesa meira
Óttar Guðmundsson skrifar: Móðgaða fólkið
EyjanFastir pennarÁ dögunum birtist í einhverjum vefmiðlum frásögn um stöðumælavörð sem svaraði ökumanni fullum hálsi. Bíl var lagt ólöglega og vörðurinn ætlaði að sekta bíleigandann sem sætti sig ekki við það. Í orðaskaki sagði stöðumælavörðurinn eitthvað sem ökumanninum mislíkaði. Hann var fljótur að hafa samband við vefmiðla og stöðumælasjóð. Bílstjórinn varð þolandi í málinu og mikill Lesa meira