fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024

Óttar Guðmundsson

Óttar Guðmundsson skrifar: Kakalaskáli

Óttar Guðmundsson skrifar: Kakalaskáli

EyjanFastir pennar
30.03.2024

Margir af merkustu atburðum Sturlungu gerðust í ríki Ásbirninga í Skagafirði. Árið 1246 var háð mannskæðasta orrusta þessara tíma að Haugsnesi þar sem Þórður kakali frændi minn atti kappi við Brand Kolbeinsson og hafði frækinn sigur. Um eitt þúsund manns mættust í Haugsnesbardaga og yfir eitt hundrað féllu. Nokkrum árum síðar 1253 gerðust nokkrir Sturlungar Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Töfrar amfetamíns

Óttar Guðmundsson skrifar: Töfrar amfetamíns

EyjanFastir pennar
23.03.2024

Á sjöunda áratug liðinnar aldar sungu The Rolling Stones um róandi lyf í laginu: „Hjálparhella mömmu.“ (Mother´s little helper.) Í textanum tíunda þeir erfiðleika daglegs lífs og þá blessun sem litlar gular róandi pillur séu. Mamma kemst í gegnum daginn fyrir tilstilli lyfjanna en það er reyndar dýru verði keypt. Lífið hefur ekki orðið auðveldara Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Móðgaða fólkið

Óttar Guðmundsson skrifar: Móðgaða fólkið

EyjanFastir pennar
16.03.2024

Á dögunum birtist í einhverjum vefmiðlum frásögn um stöðumælavörð sem svaraði ökumanni fullum hálsi. Bíl var lagt ólöglega og vörðurinn ætlaði að sekta bíleigandann sem sætti sig ekki við það. Í orðaskaki sagði stöðumælavörðurinn eitthvað sem ökumanninum mislíkaði. Hann var fljótur að hafa samband við vefmiðla og stöðumælasjóð. Bílstjórinn varð þolandi í málinu og mikill Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Pólitísk ólund

Óttar Guðmundsson skrifar: Pólitísk ólund

EyjanFastir pennar
09.03.2024

Mikil óeining er ríkjandi á stjórnarheimilinu. Vinstri grænir kenna Sjálfstæðismönnum um ófarir sínar í skoðanakönnunum. Sjálfstæðismenn kenna VG á móti um öll vandamálin í útlendingamálum, orkumálum og vaxtamálum. Framsóknarflokkurinn er eins og skilnaðarbarn í óhamingjusömu hjónabandi og siglir bil beggja í þögulli meðvirkni. Stjórnarflokkarnir halda uppi öflugri stjórnarandstöðu með þessari stöðugu ólund. Leiðtogar og óbreyttir Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Breiðfjörð og Megas

Óttar Guðmundsson skrifar: Breiðfjörð og Megas

EyjanFastir pennar
02.03.2024

Sigurður Breiðfjörð var þekktasta og vinsælasta skáld landsins framan af 19du öldinni. Hann var bæði kvensamur og drykkfelldur og lenti iðulega í útistöðum við lögin. Eins og margra alkóhólista er siður hirti hann ekki um álit samborgara sinna. Sigurður kvæntist og sleit hjónabandinu en fékk aldrei formlegan skilnað. Löngu seinna gekk hann í annað hjónaband og hafði gert sig Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Netverjar með hugsjón

Óttar Guðmundsson skrifar: Netverjar með hugsjón

EyjanFastir pennar
24.02.2024

Ég hef lengi fylgst með umræðunni á Facebook og öðrum netmiðlum. Ótrúlega mikið af æstu fólki  lifir og hrærist í tölvuheimum með sterkar skoðanir á öllu sem gerist. Tíminn með öllum sínum takmörkunum er ekki til í heimi þessa fólks sem les og skrifar á öllum tímum sólarhringsins. Ekkert mál er svo ómerkilegt að það Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Sökudólgaleit

Óttar Guðmundsson skrifar: Sökudólgaleit

EyjanFastir pennar
17.02.2024

Ísland er eitt frægasta eldfjallasvæði heims. Alls konar eldfjöll á víð og dreif um landið hafa gosið reglulega síðustu 1200 árin með tilheyrandi hraunrennsli og öskufalli. Bjarni Thorarensen gerir þetta að umtalsefni í frægu erfiljóði: Ísalands óhamingju verður allt að vopni eldur úr iðrum þess ár úr fjöllum breiðum byggðum eyða. Frægustu eldgos liðinna áratuga sem ógnuðu innviðum og eyddu byggðum voru í Vestmannaeyjum, Eyjafjallajökli og Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Vandlátir þingmenn

Óttar Guðmundsson skrifar: Vandlátir þingmenn

EyjanFastir pennar
10.02.2024

Þingmenn hafa um árabil kvartað hástöfum yfir lélegri vinnuaðstöðu, launum og virðingarleysi Alþingis. Stór stuðlabergshöll var í kjölfarið reist í Vonarstræti steinsnar frá Alþingishúsinu og fékk nafnið Smiðjan. Kostnaður hljóp á einhverjum milljörðum eins og jafnan þegar ríkissjóður borgar brúsann. Kotrosknir þingmenn fluttu inn í húsið og þjóðin hélt að allir væru nú loksins glaðir. Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Öldrunargúlag Kópavogs

Óttar Guðmundsson skrifar: Öldrunargúlag Kópavogs

EyjanFastir pennar
03.02.2024

Í Grettis sögu er fjallað um Þorstein Drómund, hálfbróður Grettis. Hann fór alla leið suður í Miklagarð  (Istanbul) til að drepa Þorbjörn öngul banamann bróður síns. Drómundi var kastað í fangelsi en tókst að syngja sig úr prísundinni. Hann tók saman við gifta konu, Spes að nafni og bjó með henni. í nokkur ár. Þau settust að lokum í helgan stein Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Júróvisjón

Óttar Guðmundsson skrifar: Júróvisjón

EyjanFastir pennar
27.01.2024

Í Íslendingasögum er víða getið um útlenda berserki sem höfðingjar fluttu til landsins. Í Eyrbyggja sögu er sagt frá Svíunum Leikni og Halla sem Vermundur mjóvi í Bjarnarhöfn tók með sér til landsins. Þessir menn voru svo miklir kappar að Vermundur taldi sig eiga sigur vísan í valdatafli á Snæfellsnesi með þá í sínu liði. Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af