fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024

Óttar Guðmundsson

Óttar Guðmundsson skrifar: 23. september 1241

Óttar Guðmundsson skrifar: 23. september 1241

EyjanFastir pennar
28.09.2024

Fyrir nokkrum árum fór ég með aldurhniginn sænskan sagnfræðiprófessor að Reykholti. Þegar hann virti fyrir sér fjallasýnina báru tilfinningar hann ofurliði. „Þetta er landslagið sem Snorri sá þegar hann kom út á morgnana,“ sagði hann milli ekkasoganna. Snorri Sturluson, frændi minn, hefur ávallt verið mikils metinn í útlöndum. Á miðöldum var hann kallaður Heródótus eða Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Lögfræðingar og lögfræðiálit

Óttar Guðmundsson skrifar: Lögfræðingar og lögfræðiálit

EyjanFastir pennar
21.09.2024

Einn fremsti lögfræðingur í sögu landsins, Njáll Þorgeirsson á Bergþórshvoli sagði í frægri ævisögu sinni þessi fleygu orð: „Allt orkar tvímælis sem gert er.“ Það eru tvær eða fleiri hliðar á hverju máli. Lögmenn eru sérfræðingar að finna og skilgreina þessar ólíku skoðanir sem hina einu réttu. Í yfirstandandi deilum innan ríkissaksóknaraembættisins og útlendingamála eru Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Skoðanakannana-æði

Óttar Guðmundsson skrifar: Skoðanakannana-æði

EyjanFastir pennar
14.09.2024

Fréttastofur fjölmiðla eru sérlega hrifnar af alls konar skoðana- og viðhorfskönnunum. Einu sinni var spurt um fylgi við einstaka stjórnmálaflokka en tímarnir eru breyttir. Neysluvenjur fólks er tíundaðar og skilgreindar, líðan fullorðinna og unglinga, hamingjustuðull heilla samfélaga og afstaða til ýmiss konar mála. Allt er þetta tilreitt af tölvuforritum og tengt öðrum breytum í sömu Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Kirkjuræningjar

Óttar Guðmundsson skrifar: Kirkjuræningjar

EyjanFastir pennar
07.09.2024

Á dögunum fundust merkileg hnífapör frá Alþingishátíðinni 1930 í Frímúrarahúsinu. Slegið var upp blaðamannafundi og þessir dýrgripir afhentir Þjóðminjasafni. Upplagður og brosmildur starfsmaður safnsins hvatti fólk til að leita í fórum sínum að svipuðum hnífapörum sem enn þá væru á heimilum og gefa safninu. En hvað verður um hnífapörin frægu? Þjóðminjasafnið nýtir sér risavaxið geymsluhúsnæði Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: „Multifunktional og multikultural“

Óttar Guðmundsson skrifar: „Multifunktional og multikultural“

EyjanFastir pennar
31.08.2024

Margir hafa fagnað greinargerð Kirkjugarða Reykjavíkur þar sem hlutverk garðanna eru endurskilgreind. Ég hef lengi beðið eftir því að hefðbundnu yfirbragði kirkjugarða yrði breytt í samræmi við ríkjandi menningarstrauma á samfélaginu. Auðvitað þarf að samhæfa jarðarfarir á „multifunktional og multikultural“ hátt eins og íslenskufræðingarnir í stjórn kirkjugarða segja svo smekklega. Ég hef saknað þjóðlegra jarðarfara Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Full í vinnunni

Óttar Guðmundsson skrifar: Full í vinnunni

EyjanFastir pennar
24.08.2024

Skelegg baráttukona í þingflokki vinstri grænna hefur gagnrýnt drykkjuskap samþingmanna sinna í sambandi við þinglokin í vor. Menn héngu á kránni kneyfandi öl meðan síðustu fundir stóðu yfir. Einhverjir héldu meira að segja ódauðlegar ræður eftir góða heimsókn á barinn. Fáir hafa tekið undir orð þingkonunnar eða krafist þess að viðkomandi þingmenn væru látnir sæta Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjartað mitt

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjartað mitt

EyjanFastir pennar
17.08.2024

Góði dátinn Svejk í sögu Miroslav Hasek endaði gjarnan samræður á þessum orðum: „Og sjálfur er ég ekki vel góður.“ Engin skýring var þó gefin á þessum óræðu veikindum. Síðustu 2-3 árin hef verið í alls konar rannsóknum í flottustu og dýrustu tækjum landsins vegna óþæginda frá hjarta. Lengi vel fannst engin skýring en nú Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Grátandi ferðaþjónusta

Óttar Guðmundsson skrifar: Grátandi ferðaþjónusta

EyjanFastir pennar
10.08.2024

Í Ljósvíkingi Halldórs Laxness kynnist Ólafur Kárason öðrum sveitarómaga, Jósef að nafni. Einhverju sinni heyrði Ólafur þennan gamla mann gráta beisklega vegna óréttlætis heimsins. Laxness segir í þessu samhengi að “grátur gamalla manna sé sá einni sanni grátur.” Sigurður Breiðfjörð talaði um táraprúða menn en Jónas Hallgrímsson vildi kalla þá þá grátfagra. En fleiri gráta Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Æstir lýsendur

Óttar Guðmundsson skrifar: Æstir lýsendur

EyjanFastir pennar
03.08.2024

Ólympíuleikarnir standa yfir þessa dagana í Parísarborg. Íslenska sveitin er fámenn og ólíkleg til einhverra afreka. Árangur Íslendinga á ólympíuleikum er vandræðalega lélegur að frátöldu þrístökki Vilhjálms Einarssonar í Melbourne 1956. Síðan hefur allt verið á niðurleið. RÚV sinnir þó keppninni af myndarskap og er öll önnur dagskrá í skötulíki. Gamalt fólk sem miðað hefur Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Rafmagnsbíll, nei takk

Óttar Guðmundsson skrifar: Rafmagnsbíll, nei takk

EyjanFastir pennar
27.07.2024

Bílaumboðin birta þessa dagana sölutölur nýrra bíla. Öllum til furðu eru helstu tíðindin hrun í sölu rafmagnsbíla. Sjálfur skil ég vel að fólk afþakki rafmagnsbílana. Fyrir ári síðan ákváðum við hjónin að kaupa rafknúinn bíl til að vera umhverfis- og vinstri græn og kynntumst um leið drægnikvíðanum í sinni verstu mynd. Drægni- eða hleðslukvíði einkennist Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af