Óhugnanlegar niðurstöður – Gleypir 44 kíló af örplasti á dag
PressanSteypireyðar finna svo sannarlega fyrir hinum mikla magni plasts sem er að finna í heimshöfunum. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar þá innbyrðir hver steypireyður að meðtalali 43,6 kíló af örplasti á dag, eða tíu milljónir stykkja. Örplast er út um allt, bæði á landi og í sjónum. Það hefur fundist í dýrum sem og í lungum Lesa meira
Fundu örplast í brjóstamjólk
PressanÍ fyrsta sinn í sögunni hefur örplast fundist í brjóstamjólk. Vísindamenn hafa miklar áhyggjur af þessu og hugsanlegum heilsufarsafleiðingum á kornabörn. Kornabörn eru sérstaklega viðkvæm fyrir efnamengun. The Guardian segir að vísindamenn segi að mikil þörf sé á frekari rannsóknum en leggi um leið áherslu á að brjóstagjöf sé enn besta aðferðin við að næra kornabörn. Brjóstamjólkursýni voru tekin úr Lesa meira
Skelfileg uppgötvun í fylgju fjögurra kvenna
PressanÍ fyrsta sinn hafa vísindamenn fundið örplast í fylgjum barnshafandi kvenna. Fylgjurnar sjá til þess að móðir og barn geti skipst á lífsnauðsynlegum næringarefnum og vernda barnið á meðan það er í móðurkviði. Ítalskir vísindamenn fundu örplast í fylgjum fjögurra kvenna. Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Fram kemur að konurnar höfðu, ásamt tveimur til viðbótar, Lesa meira
Telja að rúmlega 14 milljónir tonna af plasti séu á hafsbotni
PressanTalið er að 14 milljónir tonna af plasti liggi á botni heimshafanna. Enn meira magn er á þurru landi. Þetta eru niðurstöður nýrrar greiningar. The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að talið sé að 14 milljónir tonna, hið minnsta, af plasti liggi á botni heimshafanna og er þá miðað við plast sem er minna en 5 Lesa meira
Kanadamenn ætla að banna notkun einnota plasts
PressanKanadísk stjórnvöld hyggjast banna alla notkun einnota plasts fyrir lok næsta árs. Þetta á til dæmis við um poka, sogrör, plast sem heldur bjórdósum saman í kippu og hnífapör. Einnig verður bannað að selja matarílát úr plasti sem er erfitt að endurvinna. Þetta er liður í áætlun um að ekkert plastrusl falli til í landinu Lesa meira