Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?
EyjanStjórnmálafræðingar hafa bent á að það gæti nú gerst í fyrst skipti í alþingiskosningum á Íslandi að taktísk hugsun kjósenda ráði miklu um úrslitin. Þetta gerðist í forsetakosningum hér á landi sl. sumar þegar þeir sem gátu ekki hugsað sér að Katrín Jakobsdóttir hlyti kosningu lögðu mat á það hvaða frambjóðandi gæti unnið hana. Halla Lesa meira
Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
EyjanMeðal helstu tíðinda kosningabaráttunnar er að nú hefur Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, stigið fram eftir sjö ára hljóða og prúða samleið með Sjálfstæðisflokknum og Vinstri grænum og ráðist gegn samstarfsmönnum sínum með beittri gagnrýni. Þetta vekur athygli vegna þess að Framsókn hefur látið flest yfir sig ganga í þessu samstarfi á vettvangi vinstri stjórnar Lesa meira
Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanÞegar Stefán Einar Stefánsson, starfsmaður Morgunblaðsins, réðist heiftarlega á Þórð Snæ Júlíusson í þættinum Dagmálum með uppljóstrunum vegna 20 ára gamalla bloggfærslna hans sem voru allt í senn dónalegar, vanhugsaðar og heimskulegar, hefur hann örugglega ekki ætlað að hjálpa Samfylkingunni við atkvæðaöflun á lokaspretti kosningabaráttunnar. Nú hefur það hins vegar gerst að vegna uppljóstrana Stefáns Lesa meira
Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins
EyjanMikil umræða hefur spunnist um traust og trúverðugleika stjórnmálaflokka eftir að vandræðamál kom upp hjá Samfylkingunni vegna Þórðar Snæs Júlíussonar sem kostar hann þingsæti og hjá Sjálfstæðisflokki vegna ákvörðunar formanns flokksins að hleypa Jóni Gunnarssyni tímabundið inn í matvælaráðuneytið að því er virðist til að hræra í hvalveiðileyfamálinu. Orðið á götunni er að ekki gangi Lesa meira
Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?
EyjanSkrímsladeild Sjálfstæðisflokksins ekur sér af gleði yfir örlögum Þórðar Snæs Júlíussonar og Samfylkingarinnar vegna klúðursins sem framboð Þórðar reyndist vera. Hann varð uppvís að skrifum á netinu sem voru bæði dónaleg, ljót og báru vott um stæka kvenfyrirlitningu. Ekki er slíkt til að hjálpa þegar komið er út í kosningabaráttu. Ljótt innræti Þórðar var afhjúpað Lesa meira
Orðið á götunni: Trúverðugleikinn horfinn – spilling og kvenfyrirlitning – eru einhverjar afleiðingar?
EyjanÞví er haldið fram að trúverðugleiki og traust sé forsenda þess að menn geti þrifist og náð árangri í stjórnmálum. Ár og jafnvel áratugi getur tekið að vinna sér traust kjósenda og öðlast trúverðugleika – sem unnt er að glutra niður á andartaki með mistökum og klúðri. Orðið á götunni er að trúverðugleiki þeirra Jóns Lesa meira
Orðið á götunni: Flokkur liðinna tíma brýst um
EyjanÁ miðopnu Morgunblaðsins í gær birtist grein eftir Guðna Ágústsson til stuðnings hans gamla valdaflokki, Framsóknarflokknum, sem nú mælist með 5,8 prósenta fylgi og fjóra þingmenn í þremur skoðanakönnunum Morgunblaðsins í röð. Sú var tíð að Framsóknarflokkurinn náði fylgi fjórðungs kjósenda og hafði mikil áhrif í landsstjórninni. Það var á þeim tímum þegar Guðni var Lesa meira
Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka
EyjanFarsinn í kringum Jón Gunnarsson tekur á sig nýjar myndir daglega. Flokkurinn hans ýtti honum út úr vonarsæti á lista sínum í Kraganum og lét hann víkja fyrir varaformanni flokksins sem lagt hafði á flótta úr kjördæmi sínu í norðvestri eftir að bakland hennar hvarf. Jón reyndist þá ekki nógu stór til að taka tapinu Lesa meira
Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli
EyjanSjálfstæðisflokkurinn er með heilsíðuauglýsingu í Bændablaðinu þar sem segir orðrétt: HÖLDUM ÁFRAM AÐ LÆKKA VEXTI – X-D. Þetta er vægast sagt kyndugt í ljósi þess að vextir hafa farið hækkandi í tíð vinstri stjórnar Katrínar Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssonar þar sem stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið á annað ár hvorki meira né minna en 9,25 Lesa meira
Orðið á götunni: Stefnir í „taktískar“ kosningar eins og í forsetakosningunum í sumar?
EyjanEiríkur Bergmann, stjórnmálaprófessor, varpaði því nýlega fram hvort kjósendur ættu eftir að kjósa „taktískt“ í komandi þingkosningum rétt eins og í forsetakosningunum síðasta sumar en þá gerðist það að fólk tók að velja sér frambjóðendur eftir möguleikum þeirra sem leiddi til þess að ýmsir frambjóðendur fengu sáralítið fylgi, mun minna en nam fjölda þeirra meðmælenda Lesa meira