Orðið á götunni: Klúður byrjað hjá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki – verður Miðflokkurinn stærstur?
EyjanOrðið á götunni er að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hafi nú þegar gert þrenn alvarleg mistök við upphaf kosningabaráttunnar. Flokkurinn gæti misst það forskot sem hann hefur haft í skoðanakönnunum í meira en heilt ár vegna klúðurs formannsins. Margt bendir til þess að reynsluleysi Kristrúnar í stjórnmálum sé þegar farið að segja til sín og Lesa meira
Orðið á götunni: Dýrkeypt mistök Samfylkingarinnar
EyjanOrðið á götunni er að það hafi verið mikil mistök hjá Samfylkingunni að stilla sósíalistanum Þórði Snæ Júlíussyni upp í þriðja sæti á lista í Reykjavík. Það gæti leitt til þess að flokkurinn næði einungis tveimur þingmönnum þar. Samfylkingin hefur verið á flugi í skoðanakönnunum en mistök í uppstillingum lista gætu orðið dýrkeypt. Orðið á Lesa meira
Orðið á götunni: Panik í Valhöll – reynt að sannfæra Jón um að taka „baráttusætið“
EyjanOrðið á götunni er að andrúmsloftið í Valhöll sé fremur drungalegt þessa dagana. Sjálfstæðismenn, og raunar fleiri, áttu von á því að flokkurinn tæki góðan kipp upp á við í skoðanakönnunum í kjölfar þess að Bjarni Benediktsson sleit ríkisstjórninni og boðaði til kosningar. Almennt var talið að lítið fylgi flokksins í skoðanakönnunum að undanförnu stafaði Lesa meira
Orðið á götunni: Slagur hjá Miðflokknum í Suðurkjördæmi – Samherjatengsl nefnd til sögunnar
EyjanOrðið á götunni er að valdabarátta að tjaldabaki hjá Miðflokknum í Suðurkjördæmi stigmagnist. Þar sækist Tómas Ellert Tómasson, vinsæll byggingarverkfræðingur, eftir oddvitasæti er sagður mæta harðri andstöðu frá fylgismönnum Karls Gauta Hjaltasonar, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum og fyrrverandi þingmanni Miðflokksins. Orðið á götunni er að slagurinn standi um það hvort flokkurinn muni fara aftur til fortíðar Lesa meira
Orðið á götunni: Blóðbað í Sjálfstæðisflokknum – níu af sautján þingmönnum fallnir eða í fallhættu
EyjanTrúlega hafa aldrei orðið önnur eins umskipti á þingflokki Sjálfstæðisflokksins eins og núna. Þingflokkurinn hefur talið sautján fulltrúa en níu þeirra eru annað hvort fallnir út eða í bráðri fallhættu. Einungis átta af núverandi þingmönnum hafa vissu fyrir því að eiga afturkvæmt til setu á Alþingi eftir kosningarnar í lok næsta mánaðar. Orðið á götunni Lesa meira
Orðið á götunni: Uppgjöf Sigurðar Inga – óvíst að veðmálið með Höllu Hrund gangi upp
EyjanÞað kom nokkuð á óvart þegar tilkynnt var fyrir helgi að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefði ákveðið að gefa eftir oddvitasæti flokksins í Suðurkjördæmi; fara sjálfur í annað sæti listans en fá Höllu Hrund Logadóttur, orkumálastjóra og fyrrverandi forsetaframbjóðanda, til að leiða lista flokksins. Staða Framsóknar er ekki burðug þessa dagana. Samkvæmt skoðanakönnunum fær Lesa meira
Orðið á götunni: Allt í háalofti hjá sjálfstæðismönnum nema í Reykjavík – þar er logn
EyjanOrðið á götunni er að aldrei þessu vant ríki friður og sátt um uppstillingu á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eftir að tillaga stjórnar varðar, fulltrúaráðs flokksins í Reykjavík um uppstillingu í stað prófkjörs var samþykkt með stuðningi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, en þau tvö hafa leitt lista í sitt hvoru Reykjavíkurkjördæminu og Lesa meira
Orðið á götunni: Svandís málar sig og flokkinn út í horn – afleikur aldarinnar
EyjanOrðið á götunni er að eftir að hafa stýrt Vinstri grænum í rúma viku sem formaður hafi Svandís Svavarsdóttir afrekað það að mála sig og flokkinn út í horn í íslenskum stjórnmálum. Pólitískur afleikur aldarinnar að margra mati. Svandís hóf formannsferil sinn með hótunum gagnvart samstarfsflokkunum í ríkisstjórn til sjö ára og lét setja inn Lesa meira
Orðið á götunni: Framboð Þórdísar Kolbrúnar í Kraganum löngu ákveðið – hluti af stærra plotti
EyjanAthygli vakti að í Morgunblaðinu í morgun lýsti Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi, því yfir að hún íhugi alvarlega að bjóða sig fram í Suðvesturkjördæmi í komandi þingkosningum. Orðið á götunni er að Þórdís Kolbrún standi frammi fyrir djúpstæðum vanda hvað framboðsmál varðar. Hún þykir lítt hafa sinnt Lesa meira
Orðið á götunni: Áslaug Arna lét Gallup kanna stöðuna varðandi formennsku í flokknum
EyjanOrðið á götunni er að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og stuðningsmenn hennar hafi seint í september keypt spurningu í spurningavagni Gallup. Spurningin var eftirfarandi: Hvern eftirfarandi viltu sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins? Síðan birtust fjögur nöfn í stafrófsröð: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Guðrún Hafsteinsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Þrátt fyrir Lesa meira