Hvað gera nú sjómenn?
Orðið á götunni er að þótt samkomulag hafi náðst í deilu sjómanna og útvegsmanna fari því fjarri að málið hafi endanlega verið til lykta leitt. Eftir er að sjá úrslit úr atkvæðagreiðslu sjómanna og að fenginni reynslu er betra að fagna ekki um of fyrirfram. Kostirnir í stöðunni eru tveir: A. Sjómenn samþykkja samninga í Lesa meira
Engin bréf að fá
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair og formaður Samtaka atvinnulífsins Orðið á götunni er að staðan sé nokkuð undarleg þegar kemur að hlutabréfum í Icelandair Group og gengi þeirra í Kauphöll Íslands. Kunnara er en frá þurfi að segja, að bréf í Icelandair hafi fallið mikið í verði upp á síðkastið og spenna fyrir komandi aðalfundi félagsins, Lesa meira
Enginn kvóti fyrir Costco
Orðið á götunni er að allnokkur spenna sé fyrir komu Costco til Íslands. Og ekki að ástæðulausu, þetta er risavaxið fyrirtæki sem væntanlega mun veita þeim sem fyrir eru á íslenskum smásölumarkaði verðuga samkeppni. Kaupmenn bera sig mannalega og segjast fagna samkeppni! En svo virðist sem talsmenn og hagsmunagæsluaðilar verslunarinnar hafi ekki setið auðum höndum. Lesa meira
Vestmannaeyingar þurfa sálfræðing!
Fólk um allt land á það til að slasast og veikjast og þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Og það sem meira er, konur á landsbyggðinni verða barnshafandi til jafns á við þær sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Náttúran gerir víst engan greinarmun eftir búsetu. Í ágætri grein eftir bæjarstjórann í Vestmannaeyjum í Fréttablaðinu á dögunum, fer Lesa meira
Det danske kongehus
Benedikt Jóhannesson. Orðið á götunni er að ef Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar hefði orðið utanríkisráðherra, gætu danskir fjölmiðlar hafa spurt hann heldur óvenjulegra spurninga þessa dagana í tengslum við opinbera heimsókn forseta Íslands. Höfðingslund Dana er nefnilega ekki sjálfgefin, segir í fyrirsögn á mbl.is, miðvikudaginn 25. janúar. Er þar vísað til orða forseta Íslands þegar hann Lesa meira
Fagmaður á ferð
Orðið á götunni er að ekki hefði getað fengið betri staðfesting á fagmennsku Sigurðar Más Jónssonar, blaðafulltrúa ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og síðar Sigurðar Inga Jóhannessonar, en með tilkynningu forsætisráðuneytisins í morgun. Hún hljóðaði svo: „Ríkisstjórnin samþykki í morgun tillögu forsætisráðherra um að Sigurður Már Jónsson, blaðamaður, gegni áfram stöðu fjölmiðlafulltrúa ríkisstjórnarinnar. Sigurður Már er Lesa meira
„Með tilheyrandi plotti“
Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands. Orðið á götunni er að Benedikt Jóhannesson nýr fjármálaráðherra hafi ekki gert forseta Íslands neinn greiða með því að skýra frá einkafundi þeirra fyrir átta mánuðum á vefsíðu sinni. Eins og Eyjan segir frá í frétt í dag, fjallar Benedikt um fyrsta ríkisráðsfund sinn á vefsvæði sínu og segir meðal annars: Lesa meira
Samfelldur lífróður
Orðið á götunni er að samfelldur lífróður blasi við hjá ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sem tekur formlega við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag. Það er vægast sagt óvenjuleg staða, því oftast fá nýir stjórnarherrar einhverjar vikur í hveitibrauðsdaga til að koma sér inn í hlutina áður en fjölmiðlar og stjórnarandstaðan byrja með sitt aðhald. Lesa meira
Við förum í róður þótt fleyið sé lekt
Orðið á götunni er að skrítin stemning sé kringum myndun hægri stjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Flestir eru sammála um að fátt annað sé í stöðunni en að flokkarnir þrír myndi ríkisstjórn, þótt meirihlutinn yrði aðeins einn þingmaður, en sannarlega verður ekki sagt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu spenntir fyrir verkefninu, eins og Eyjan benti Lesa meira
Hvernig stjórn verður mynduð?
Orðið á götunni er að Bjarni Benediktsson verði væntanlega forsætisráðherra á allra næstu dögum, en spurningin er: Í hvaða ríkisstjórn? Verður það svokölluð hægristjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar eða það sem kallað hefur verið þjóðleg íhaldsstjórn Vinstri grænna, framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Undir áramót fóru þeir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar Lesa meira