Fagmaður á ferð
Orðið á götunni er að ekki hefði getað fengið betri staðfesting á fagmennsku Sigurðar Más Jónssonar, blaðafulltrúa ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og síðar Sigurðar Inga Jóhannessonar, en með tilkynningu forsætisráðuneytisins í morgun. Hún hljóðaði svo: „Ríkisstjórnin samþykki í morgun tillögu forsætisráðherra um að Sigurður Már Jónsson, blaðamaður, gegni áfram stöðu fjölmiðlafulltrúa ríkisstjórnarinnar. Sigurður Már er Lesa meira
„Með tilheyrandi plotti“
Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands. Orðið á götunni er að Benedikt Jóhannesson nýr fjármálaráðherra hafi ekki gert forseta Íslands neinn greiða með því að skýra frá einkafundi þeirra fyrir átta mánuðum á vefsíðu sinni. Eins og Eyjan segir frá í frétt í dag, fjallar Benedikt um fyrsta ríkisráðsfund sinn á vefsvæði sínu og segir meðal annars: Lesa meira
Samfelldur lífróður
Orðið á götunni er að samfelldur lífróður blasi við hjá ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sem tekur formlega við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag. Það er vægast sagt óvenjuleg staða, því oftast fá nýir stjórnarherrar einhverjar vikur í hveitibrauðsdaga til að koma sér inn í hlutina áður en fjölmiðlar og stjórnarandstaðan byrja með sitt aðhald. Lesa meira
Við förum í róður þótt fleyið sé lekt
Orðið á götunni er að skrítin stemning sé kringum myndun hægri stjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Flestir eru sammála um að fátt annað sé í stöðunni en að flokkarnir þrír myndi ríkisstjórn, þótt meirihlutinn yrði aðeins einn þingmaður, en sannarlega verður ekki sagt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu spenntir fyrir verkefninu, eins og Eyjan benti Lesa meira
Hvernig stjórn verður mynduð?
Orðið á götunni er að Bjarni Benediktsson verði væntanlega forsætisráðherra á allra næstu dögum, en spurningin er: Í hvaða ríkisstjórn? Verður það svokölluð hægristjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar eða það sem kallað hefur verið þjóðleg íhaldsstjórn Vinstri grænna, framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Undir áramót fóru þeir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar Lesa meira
Áhrifamikil Liv
Orðið á götunni er að Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, hljóti að vera orðin ein áhrifamesta manneskjan í íslensku viðskiptalífi. Árið 2016 hefur verið henni einkar farsælt, enda hefur tímaritið Frjáls verslun útnefnt hana mann ársins í íslensku atvinnulífi. Ekki aðeins getur Liv státað af góðum rekstri símafélagsins Nova, sem selt var á sextán milljarða króna Lesa meira
Maður sátta
Orðið á götunni er að Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi ekki unnið lítið afrek sem formaður fjárlaganefndar undanfarnar vikur. Fjárlög voru afgreidd á Alþingi í gærkvöldi og þing kemur ekki saman aftur fyrr en undir lok janúar, en í fyrsta sinn þurfti að vinna frumvarpið þvert á flokka í þinglegri meðferð. Og það var gert, Lesa meira
Bústin og sælleg
Orðið á götunni er að Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar hafi afhent Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, sögu Alþýðuflokksins, Úr fjötrum og rósarvönd, í tilefni af aldarafmæli Framsóknarflokksins í dag. Hafði Logi á orði, er hann afhenti bókina, að bæði Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin hafi farið í hraustlegan megrunarkúr í síðustu kosningum, en það væri Lesa meira
Alltaf í boltanum
Guðni Bergsson. Orðið á götunni er að framboð lögmannsins og landsliðsfyrirliðans fyrrverandi Guðna Bergssonar hleypi óvæntri spennu í kjörið um formannsembættið í Knattspyrnusambandi Íslands á næsta ári. Fyrir á fleti er Geir Þorsteinsson sem verið hefur formaður og þar á undan framkvæmdastjóri KSÍ í tuttugu ár, eða frá því hann hætti sem framkvæmdastjóri Knattspyrnudeildar KR. Lesa meira
Tveir flokkar
Orðið á götunni er að eitt sé öðru fremur ljóst eftir vendingar síðustu daga í íslenskum stjórnmálum og það er sú staðreynd, að Vinstri grænir eru sem stjórnmálaflokkur klofinn í herðar niður. Katrín Jakobsdóttir er í reynd formaður yfir tveimur flokkum, íhaldsömum landsbyggðarflokki og róttækum þéttbýlisflokki. Þetta kemur ef til vill ýmsum nokkuð á óvart, Lesa meira