Orðið á götunni: Þingmaður Samherja vill verða varaformaður
EyjanEftir því sem best verður séð ætla sægreifar sér að bjóða þingmann Samherja, Jens Garðar Helgason, fram sem varaformann í Sjálfstæðisflokknum takist þeim að fá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur kjörna formann flokksins. Áslaug er dóttir Sigurbjörns Magnússonar, sem gegnir formennsku hjá útgáfufélagi Morgunblaðsins í umboði Guðbjargar Matthíasdóttur, aðaleiganda Ísfélagsins í Vestmannaeyjum. Þannig eru áform íslenskra sægreifa Lesa meira
Orðið á götunni: Forysta Sjálfstæðisflokksins flúin af hólmi – stefnir í blóðugan formannsslag milli Guðlaugs Þórs og Áslaugar Örnu
EyjanFráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þordís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, gerði sér ljóst að hún ætti engan möguleika á að vinna formannskosningar í flokknum. Bakland hennar reyndist vera veikt og hún valdi rétt með því að gefa ekki kost á sér. Bæði formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins renna nú af hólmi samtímis, gefast upp. Margir munu sakna Þórdísar úr Lesa meira
Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanEnn og aftur birtir Morgunblaðið furðugrein eftir Guðna Ágústsson á miðopnu við hliðina á leiðara reiða og ósátta mannsins. Það fer þá vel á því að þessi skrítnu skrif séu hlið við hlið. Guðni á í miklu basli við að horfast í augu við þá staðreynd að flokkur hans Framsókn hefur skroppið saman úr 17 Lesa meira
Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi
EyjanSveitarstjórnarkosningar fara fram eftir 17 mánuði. Stjórnmálaflokkarnir eru þegar farnir að gjóa augum á þessa staðreynd. Margt bendir til þess að mikil uppstokkun verði á framboðslistum flokkanna sem nú eiga fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur, Jafnvel algerar hreinsanir hjá sumum flokkanna. Dagur B. Eggertsson víkur nú af vettvangi og munar um minna. Hann hefur verið yfirburðamaður Lesa meira
Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg
EyjanBjarni Benediktsson leiddi Sjálfstæðisflokkinn til ósigurs í alþingiskosningunum í lok nóvember. Flokkurinn hlaut minnsta fylgi í nær aldarlangri sögu flokksins. Í kosningunum 2021 fékk flokkurinn 24,4 prósent en í nóvember komu 19,4 prósent upp úr kjörkössunum. Þannig tapaði flokkurinn fimmtungi fylgis síns á einu kjörtímabili. Orðið á götunni er að ekki sé hægt að túlka Lesa meira
Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?
EyjanRaunalegt er að fylgjast með framkomu þeirra stjórnmálamanna sem töpuðu kosningunum en komu þó fulltrúum inn á Alþingi. Eftir að þeir þurftu að horfast í augu við þá staðreynd að stjórnarandstöðuflokkunum tókst að mynda ríkisstjórn fyrir síðustu jól hefur talsmáti þeirra einkennst af svekkelsi, jafnvægisleysi og reiði. Nú blasir við þeim sjálfum að sitja í Lesa meira
Orðið á götunni: Stöðvið bruðlið, segir þjóðin
EyjanSparnaðarráðin streyma nú inn til ríkisstjórnarinnar í hundraða- og þúsundatali eftir að ríkisstjórnin óskaði eftir aðstoð almennings um góð sparnaðarráð á samráðsgátt stjórnvalda. Orðið á götunni er að meðal innsendra ráða séu mörg góð ráð sem skynsamlegt væri fyrir ríkisstjórnina að taka alvarlega og hrinda í framkvæmd. Mannréttindastofnun á að hefja starfsemi nú í byrjun Lesa meira
Orðið á götunni 2024: Átakaár en bjart fram undan um áramót
EyjanÍ byrjun árs var umræðan um mögulegan eftirmann Guðna Th. Jóhannessonar í forsetaembætti í algleymingi eftir óvænta tilkynningu forsetans í nýársávarpi sínu um að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Strax 2. janúar var orðið á götunni að þrjú nöfn kæmu sterklega til greina. Þetta væru Dagur B. Eggertsson, þá fráfarandi borgarstjóri, Ólafur Jóhann Ólafsson, Lesa meira
Orðið á götunni: Baktjaldamakk og hræðsla við landsfund
EyjanÓhætt er að segja að fátt gleðji forystu og flokkseigendafélag Sjálfstæðisflokksins um þessar mundir. Vinstri stjórn Bjarna Benediktssonar með VG og Framsókn galt afhroð í þingkosningum um síðustu mánaðarmót og fylgi flokksins mældist hið minnsta í gervallri sögu flokksins sem spannar nær heila öld. Niðurstaðan, 19,4 prósent, er reiðarslag og fylgið hefur fallið um nær Lesa meira
Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
EyjanFastir pennarUpp í hugann kemur gamalt og gott slagorð frá Bylgjunni sem hljóðaði þannig: MEIRI MÚSIKK – MINNA MAS. Þetta vel heppnaða vígorð var nánast stefnuyfirlýsing frá Bylgjunni til að svara gagnrýni um að þeir sem stýrðu tónlistarþáttum á útvarpsstöðinni ættu að minka röfl og innihaldslítið tal inn á milli laga en láta músikkina hljóma þeim Lesa meira