Sameinaðir stöndum VR
Ragnar Þór Ingólfsson. Orðið á götunni er að Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Þórarinn Ævarsson, framkvæmdarstjóri Ikea, séu að skoða fleti á mögulegu samstarfi um byggingu leiguhúsnæðis, sem myndi sameina áhugamál þeirra beggja um ódýrt leiguhúsnæði til handa alþýðu landsins. Ragnar Þór hefur talað gegn græðgisvæðingu húsnæðismarkaðarins og vill í krafti VR geta boðið Lesa meira
Verst varðveitta leyndarmálið
Orðið á götunni er að aksturspeningamál ónefnda þingmannsins sé eitt verst varðveitta leyndarmálið í dag. Þingmaðurinn sem á í hlut heitir Ásmundur Friðriksson og samkvæmt upplýsingum þingsins fékk hann um 4,6 milljónir í endurgreiðslur á síðasta ári. Margir hafa hneykslast á þessu og benda á að þingmenn fái ýmsar aðrar sporslur, þó ekki sé verið Lesa meira
Sjálfkjörinn sagnfræðingur
Orðið á götunni er að lítið sem ekkert verði barist bak við tjöldin hjá innstu koppum í búri Vinstri grænna á næstunni, þegar valinn verður af ritnefnd, sagnfræðingur til að rita sögu hreyfingarinnar sem verður 20 ára á næsta ári. Fjölmargir rithöfundar og sagnfræðingar hafa lagt baráttunni lið á þessum árum og því hefðu margir Lesa meira
Oddvitaorðrómur
Orðið á götunni er að Miðflokkurinn leiti nú logandi ljósi að verðugum oddvita og öðrum frambjóðendum í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Flokkurinn stofnaði nýlega félag í borginni og ætlar sér stóra hluti þar, enda Miðflokksformaðurinn mikill áhugamaður um borgarmenningu og borgarskipulag. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, sem er borgarfulltrúi fyrir Framsókn og flugvallarvini, þrátt fyrir að hafa Lesa meira
Borgarfulltrúablús
Orðið á götunni er að kjör borgarfulltrúa séu ekki jafn slæm og sumir vilja af láta. Hefur það verið nefnt sem ástæða fyrir því að ekki nógu margir frambærilegir einstaklingar séu í boði í komandi borgarstjórnarkosningum. 633 þúsund krónur kunna ekki að hljóma mjög há tala en þá er ekki tekið með í reikninginn 25% Lesa meira
Klofningur í Vestmannaeyjum
Orðið á götunni er að hluti Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum sé að íhuga sérframboð gegn Elliða Vignissyni bæjarstjóra og samherjum hans. Vakin hefur verið athygli á því að Elliði beitti sér ekki fyrir því að það yrði haldið prófkjör í Vestmannaeyjum í fyrsta sinn í 28 ár, þvert á móti er segja andstæðingar hans að Elliði Lesa meira
Prótókollstjórinn Hanna Birna
Orðið á götunni er að þörfin á samskiptareglustjóra hafi verið áþreifanleg á dögunum. Samskiptareglustjóri er annað orð yfir starfsheitið prótókollstjóri, en einn slíkur starfar í utanríkisráðuneytinu. Hann sér meðal annars um að halda í heiðri allskyns venjum og samskiptareglum og er sérfræðingur í að raða háttsettum gestum til borðs. Haldið var veglegt heimsþing WPL samtakanna Lesa meira
Möguleg magalending
Orðið á götunni er að Björgólfur Thor Björgólfsson, fyrrum eigandi Landsbankans, muni taka yfir flugfélagið WOW fyrr en síðar á þessu ári. Björgúlfur er sagður hafa ábyrgst 10 milljarða króna lán til Skúla Mogensen, en flugfélag hans er sagt standa á brauðfótum vegna fjárfestinga undanfarið, bæði á nýjum flugvélum sem og uppbyggingu hótels á Kársnesi Lesa meira
Prinsipp eða peningar
Orðið á götunni er að Frjáls verslun gæti hafa gefið út sitt síðasta tekjublað. Í október síðastliðnum keypti Myllusetur, sem gefur út Viðskiptablaðið og Fiskifréttir, tímaritið af börnum Benedikts Jóhannessonar fyrrverandi fjármálaráðherra sem gaf út tímaritið áður en hann reyndi fyrir sér í stjórnmálum. Tekjublað Frjálsrar verslunar er án efa það mest lesna af tölublöðum Lesa meira
Jónshús
Orðið á götunni er að á jólahlaðborði 365 á dögunum, hafi Jón Ásgeir Jóhannesson talað af sér. Forsaga málsins er sú, að á sínum tíma, gaf þáverandi forstjóri Norðurljósa, Jón Ólafsson, starfsmannafélaginu veglegan sumarbústað, starfsmönnum sínum til ánægju og yndisauka. Var húsið nefnt Jónshús og gegnir því nafni enn. Eignarhald hússins við eigendaskipti og alla Lesa meira