fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025

Orðið á götunni

Sigmundur skapar óvin

Sigmundur skapar óvin

05.10.2017

Orðið á götunni er að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsvarsmaður Miðflokksins sé búinn að velja sér óvin til að hamast á út kosningabaráttuna – bankana. Sigmundur Davíð er ekki frambjóðandi sem reynir að ná breiðri skírskotun með því að hafa skoðun á öllum málefnum. Þess í stað finnur hann sér örfá mál sem aðrir stjórnmálamenn hafa Lesa meira

Átök í Valhöll

Átök í Valhöll

25.09.2017

Orðið á götunni er að harkalega sé tekist á að tjaldabaki í Valhöll, höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins. Gífurlegur hiti varð kringum landsþing SUS á dögunum og ganga alvarlegar ásakanir og hótanir um kærumál á víxl. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari flokksins og nú varaformaður, beitti sér mjög harkalega á þinginu og ríkir mikil reiði í hennar garð hjá fjölmörgum Lesa meira

Sótt að Sigmundi og Gunnari

Sótt að Sigmundi og Gunnari

20.09.2017

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Orðið á götunni er að innanflokksátökin í Framsóknarflokknum haldi áfram sem aldrei fyrr. Lítill tími er til stefnu fram að kosningum og því er líklegast að stilla þurfi upp á alla framboðslista, þar sem ekki er tími fyrir prófkjör eða tvöföld kjördæmisþing til að kjósa framboðslista, eins og gert hefur verið undanfarin Lesa meira

Að vera eða vera ekki geislavirkur

Að vera eða vera ekki geislavirkur

15.09.2017

Orðið á götunni er að Sjálfstæðisflokkurinn logi stafnanna á milli eftir tíðindi gærkvöldsins, þar sem Björt framtíð ákvað á stjórnarfundi að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Blöð voru farin í prentun, flestir farnir að sofa þegar svofellt skeyti var sent til fjölmiðla af hálfu stjórnarformanns Bjartrar framtíðar: „Stjórn Bjartrar framtíðar hefur ákveðið að slíta samstarfi við ríkisstjórn Bjarna Lesa meira

Hafna afarkostum Viðreisnar

Hafna afarkostum Viðreisnar

31.08.2017

Orðið á götunni er að alvarleg staða í sauðfjárrækt sé farin að valda miklum titringi í ríkisstjórnarsamstarfinu. Viðtal landshlutablaðsins Vesturlands við Harald Benediktsson, formann fjárlaganefndar og fv. formann Bændasamtakanna, sýnir gremju hans og margra fleiri sjálfstæðismanna með aðgerðaleysi Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur landbúnaðarráðherra og ekki bætir úr skák að í Valhöll telja menn Viðreisn reyna að Lesa meira

Hætta á að flokkurinn þurrkist út

Hætta á að flokkurinn þurrkist út

22.08.2017

Gísli Kr. Björnsson, formaður Varðar. Orðið á götunni er að hart sé tekist á innan Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um fyrirkomulag á vali á framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Vörður, full­trúaráð sjálf­stæðis­fé­lag­anna í Reykja­vík, hef­ur samþykkt til­lögu um val á fram­boðslista flokks­ins í Reykja­vík til borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­anna næsta vor. Til­lag­an kveður á um að haldið sé opið Lesa meira

Fer Davíð í borgina?

Fer Davíð í borgina?

10.08.2017

Davíð Oddsson, fv. borgarstjóri og forsætisráðherra. Orðið á götunni er að sífellt fleiri sjálfstæðismenn í Reykjavík horfi til ritstjóra Morgunblaðsins í örvæntingarfullri leit sinni að kandídat sem geti leitt flokkinn í komandi borgarstjórnarkosningum og fellt meirihluta Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Eyðimerkurganga Sjálfstæðisflokksins í borginni er orðin æði löng og Reykjavík er sannarlega ekki lengur það krúnudjásn Lesa meira

Skattahækkanir

Skattahækkanir

14.07.2017

Orðið á götunni er að stemningin hafi verið orðin heldur súr innan Sjálfstæðisflokksins með stjórnarsamstarfið og yfirlýsingar tveggja ráðherra Viðreisnar, sem boða beinar skattahækkanir, hafi gert ástandið miklu verra. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra boðaði í vikunni að tollar og gjöld á díselolíu verði hækkuð til að jafna stöðu þess eldsneytisgjafa gagnvart bensíni. Auðvitað datt honum ekki Lesa meira

Stjórnskipulegt uppnám

Stjórnskipulegt uppnám

06.07.2017

Orðið á götunni er að hinn geysivinsæli forseti okkar hafi sannarlega fundið fyrir því undanfarna daga, að það geti verið kalt á toppnum. Hann hefur á stuttum tíma blandast inn í tvö ákaflega umdeild mál, annars vegar uppreist æru fyrir lögmann sem dæmdur hefur verið fyrir ítrekað barnaníð, og hins vegar með því að skrifa Lesa meira

Þjóðarsálin

Þjóðarsálin

23.06.2017

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar. Orðið á götunni er að ríkisstjórnin hefði getað sparað sér ómælda orku með því að beita aðeins ofurlítilli almennri skynsemi áður en farið var í að kynna hugmyndir tveggja starfshópa um aðgerðir gegn skattsvikum í gær. Tillögurnar vöktu strax mikla athygli, enda tilkynnti Benedikt Jóhannesson glaðbeittur að þeim yrði Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af