fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Orðið á götunni

Sjálfkjörinn sagnfræðingur

Sjálfkjörinn sagnfræðingur

06.02.2018

Orðið á götunni er að lítið sem ekkert verði barist bak við tjöldin hjá innstu koppum í búri Vinstri grænna á næstunni, þegar valinn verður af ritnefnd, sagnfræðingur til að rita sögu hreyfingarinnar sem verður 20 ára á næsta ári. Fjölmargir rithöfundar og sagnfræðingar hafa lagt baráttunni lið á þessum árum og því hefðu margir Lesa meira

Oddvitaorðrómur

Oddvitaorðrómur

25.01.2018

Orðið á götunni er að Miðflokkurinn leiti nú logandi ljósi að verðugum oddvita og öðrum frambjóðendum í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Flokkurinn stofnaði nýlega félag í borginni og ætlar sér stóra hluti þar, enda Miðflokksformaðurinn mikill áhugamaður um borgarmenningu og borgarskipulag. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, sem er borgarfulltrúi fyrir Framsókn og flugvallarvini, þrátt fyrir að hafa Lesa meira

Borgarfulltrúablús

Borgarfulltrúablús

17.01.2018

Orðið á götunni er að kjör borgarfulltrúa séu ekki jafn slæm og sumir vilja af láta. Hefur það verið nefnt sem ástæða fyrir því að ekki nógu margir frambærilegir einstaklingar séu í boði í komandi borgarstjórnarkosningum. 633 þúsund krónur kunna ekki að hljóma mjög há tala en þá er ekki tekið með í reikninginn 25% Lesa meira

Klofningur í Vestmannaeyjum

Klofningur í Vestmannaeyjum

13.01.2018

Orðið á götunni er að hluti Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum sé að íhuga sérframboð gegn Elliða Vignissyni bæjarstjóra og samherjum hans. Vakin hefur verið athygli á því að Elliði beitti sér ekki fyrir því að það yrði haldið prófkjör í Vestmannaeyjum í fyrsta sinn í 28 ár, þvert á móti er segja andstæðingar hans að Elliði Lesa meira

Prótókollstjórinn Hanna Birna

Prótókollstjórinn Hanna Birna

11.01.2018

Orðið á götunni er að þörfin á samskiptareglustjóra hafi verið áþreifanleg á dögunum. Samskiptareglustjóri er annað orð yfir starfsheitið prótókollstjóri, en einn slíkur starfar í utanríkisráðuneytinu. Hann sér meðal annars um að halda í heiðri allskyns venjum og samskiptareglum og er sérfræðingur í að raða háttsettum gestum til borðs. Haldið var veglegt heimsþing WPL samtakanna Lesa meira

Möguleg magalending

Möguleg magalending

03.01.2018

Orðið á götunni er að Björgólfur Thor Björgólfsson, fyrrum eigandi Landsbankans, muni taka yfir flugfélagið WOW fyrr en síðar á þessu ári. Björgúlfur er sagður hafa ábyrgst 10 milljarða króna lán til Skúla Mogensen, en flugfélag hans er sagt standa á brauðfótum vegna fjárfestinga undanfarið, bæði á nýjum flugvélum sem og uppbyggingu hótels á Kársnesi Lesa meira

Prinsipp eða peningar

Prinsipp eða peningar

29.12.2017

Orðið á götunni er að Frjáls verslun gæti hafa gefið út sitt síðasta tekjublað. Í október síðastliðnum keypti Myllusetur, sem gefur út Viðskiptablaðið og Fiskifréttir, tímaritið af börnum Benedikts Jóhannessonar fyrrverandi fjármálaráðherra sem gaf út tímaritið áður en hann reyndi fyrir sér í stjórnmálum. Tekjublað Frjálsrar verslunar er án efa það mest lesna af tölublöðum Lesa meira

Jónshús

Jónshús

20.12.2017

Orðið á götunni er að á jólahlaðborði 365 á dögunum, hafi Jón Ásgeir Jóhannesson talað af sér. Forsaga málsins er sú, að á sínum tíma, gaf þáverandi forstjóri Norðurljósa, Jón Ólafsson, starfsmannafélaginu veglegan sumarbústað, starfsmönnum sínum til ánægju og yndisauka. Var húsið nefnt Jónshús og gegnir því nafni enn. Eignarhald hússins við eigendaskipti og alla Lesa meira

Orðuveitingar

Orðuveitingar

05.12.2017

Orðið á götunni er að Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrum forsætisráðherra, muni loksins þiggja Fálkaorðuna um næstu áramót úr hendi Forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar. Jóhanna hefur verið mikið í umræðunni undanfarið, gaf nýverið út ævisögu sína auk þess sem heimildarmynd um hana var sýnd á RÚV á dögunum. Jóhanna hefur afþakkað Fálkaorðuna þrívegis og má leiða Lesa meira

Hrókeringar

Hrókeringar

30.11.2017

Orðið á götunni er að til greina komi að hrókera ráðherrastólum á kjörtímabilinu. Ljóst er að ákvörðunin um að fá Guðmund Inga Guðbrandsson í umhverfisráðuneytið var tekin í flýti til að lægja öldurnar í þingflokki Vinstri grænna. Ef Mummi, eins og hann er kallaður, verður til vandræða verður því hæglega hægt að fjarlægja hann úr Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af