Orðið á götunni: Bingi á þingi
EyjanBjörn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og fjölmiðlamaður, eygir nú sæti á Alþingi í næstu kosningum. Ekki fyrir sinn gamla flokk heldur Miðflokkinn. „Þetta er málið með fyrrverandi stjórnmálamenn. Þeir geta alltaf snúið aftur…“ sagði Björn Ingi nýverið í færslu á samfélagsmiðlum. Tilefnið var að David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, væri að snúa óvænt aftur Lesa meira
Orðið á götunni: Stefán eygir oddvitasætið fyrir norðan fyrir næstu kosningar
EyjanÓhætt er að segja að Stefán Eiríksson hafi í útvarpsþættinum Bítinu í morgun undirbúið jarðveginn og sáð fræjum, eða jafn vel kartöflum, fyrir væntanlegt framboð til Alþingis 2025. Eygir hann auðvelt oddvitasæti fyrir norðan og ráðherrastól. „Maður veit aldrei hvað gerist þegar ég hætti í þessu starfi,“ sagði Stefán sem á um eitt og hálft Lesa meira
Orðið á götunni: Lifa Vinstri græn af brotthvarf Katrínar?
EyjanSamkvæmt orðinu á götunni hefur Katrín Jakobsdóttir ákveðið að bjóða sig ekki oftar fram til setu á Alþingi Íslendinga. Hún hefur nú gegnt starfi þingmanns frá árinu 2007 og var ráðherra menntamála í hinni óvinsælu vinstri stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur frá 2009 til 2013. Lítið fór fyrir Katrínu í þeirri ríkisstjórn enda sagði Steingrímur Sigfússon, þáverandi Lesa meira
Orðið á götunni: Þjálfarakapall í KR
EyjanOrðið á götunni er að KR-inga dreymi um að fá Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks, til að taka við þjálfun liðsins. Stjórn félagsins ákvað að láta einn dáðasta son félagsins, Rúnar Kristinsson, fara og leitar að eftirmanni hans. Ákvörðunin um að henda Rúnari út úr Frostaskjólinu fer ekki vel í alla þá sem halda með Lesa meira
Litaleikir Hannesar
EyjanNýútkomnar æviminningar Helga Magnússonar, Lífið í lit, eftir sagnfræðinginn Björn Jón Bragason hafa heldur betur hrist upp í þjóðfélagsumræðunni. Í bókinni rifjar Helgi upp sögu af Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni sem fékk styrk frá Samtökum iðnaðarins til að gera heimildarmynd um umhverfisvæna atvinnustarfsemi. Helgi, sem var formaður, veitti Hannesi eina milljón króna. Myndin átti að heita Græna hagkerfið Lesa meira
Dýr myndi Hafliði allur
Orðið á götunni er að Síminn hafi greitt 1,8 milljarða króna fyrir sýningarréttinn á Enska boltanum – Premier league – og gildir samningurinn til þriggja ára. Kostnaður við útsendingar hér heima, til dæmis gervihnettir og starfsmannahald í kringum útsendingar, er ekki innifalinn. Þetta þykir hraustleg greiðsla og vandséð hvernig Síminn ætlar að ná þessum peningum Lesa meira
Katrín í hers höndum
Orðið á götunni er að leiðtogafundur Norðurlanda og Indlands í Svíþjóð, sem Katrín Jakobsdóttir sótti fyrir Íslands hönd, hafi reynst forsætisráðherra vor óþægilegur ljár í þúfu. Ekki nóg með að Katrín hafi þurft að ferðast í almennu farrými á leiðinni til Stokkhólms, heldur reyndist óvæntur leynigestur um borð, sjálfur Sogns-strokufanginn Sindri Þór Stefánsson. Engum sögum Lesa meira
Af samherjum
Orðið á götunni er að siðferðið í stjórnmálum á Íslandi fari batnandi með degi hverjum. Hvort bankahrun, GRECO skýrsla, eða fjölmiðlar hafi þar eitthvað að segja skal ósagt látið, en gaman er að gleðjast yfir litlum áfangasigrum í þessum efnum. Líkt og fjallað hefur verið um í fréttum eru tengsl Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og Lesa meira
Ykkur er ekki boðið
Orðið á götunni er að ekki hafi öllum af þeim 14 framboðum sem ætla sér að bjóða fram í Reykjavík í næstu borgarstjórnarkosningum, verið boðið á málþing sem Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur standa fyrir á laugardaginn í Spennustöðinni, hvar spurningum íbúa verður svarað af frambjóðendum. Alls tíu flokkar hafa boðað komu fulltrúa síns flokks á málþingið, Lesa meira
Minnisblað á morðfjár
Orðið á götunni er að samningurinn sem Fjármála- og efnahagsráðuneytið gerði við Íslandsvininn Michael Ridley, fyrrum yfirmann fjárfestingabankastarfssemi JP Morgan, sé afar hagkvæmur, þó aðallega fyrir Michael Ridley. Tilkynningin um störf hans var birt þann 3. apríl og eru áætluð starfslok 15. maí. Ridley mun sinna ráðgjafastörfum sem tengjast endurskipulagningu fjármálakerfisins, efndum stöðuleikasamkomulaga og öðrum Lesa meira