Orðið á götunni: Armslengd Sjálfstæðisflokksins
EyjanOrðið á götunni er að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hafi hlaupið á sig er hún lýsti því yfir á facebook að ekki verði af kaupum Landsbankans á tryggingafélaginu TM af Kviku banka með sínu samþykki nema með í pakkanum fylgi sala á hlut ríkisins í Landsbankanum. Katrín Jakobsdóttir hefur þegar sagt á Alþingi, í kjölfar Lesa meira
Orðið á götunni: Katrín getur ekki sýnt það ábyrgðarleysi að yfirgefa sökkvandi skip
EyjanOrðið á götunni er að blindur metnaður Katrínar Jakobsdóttur valdi því að hún hefur gælt við hugmyndina um að hlaupa undan ábyrgð sinni sem formaður Vinstri grænna sem berjast nú við mikið fylgistap og þann möguleika að þurrkast út af Alþingi. Hana langar mikið í forsetaembættið en hún veit eins og allir að skipstjóri er Lesa meira
Orðið á götunni: Hefur þetta fólk enga sómakennd?
EyjanOrðið á götunni er að Sigríður Andersen, sem nú hefur sótt um starf ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins, komi ekki til greina og verði sér einungis til enn frekari minnkunar með því að sækja um. Ljóst er að hæfir embættismenn eru meðal umsækjenda, fólk sem útilokað er að ganga fram hjá – ef allt er með felldu. Landsmenn eru Lesa meira
Orðið á götunni: Afleikur formanns VR?
EyjanOrðið á götunni hermir að með undirritun samninga svonefndrar Breiðfylkingar og Samtaka atvinnulífsins í gær, hafi þau Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, komist í frægðarhöll verkalýðsforingja. Enginn vafi leikur á að samningarnir marka tímamót og eru alvöru atlaga að verðbólgu og ofurvöxtum. Sumir taka svo djúpt í árinni að nefna þessa Lesa meira
Orðið á götunni: Dapur brandari Guðmundar Inga um forsetaembættið
EyjanOrðið á götunni er að Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks Fólksins, hafi hitt á að flytja á Alþingi lélegasta brandara seinni tíma þegar hann spurði Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formann 4,7 prósent flokksins VG, hvort hún hygðist bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þingheimur hló – og einnig Katrín þótt henni sé vart hlátur Lesa meira
Orðið á götunni: Ópólitíkin í Júróvisjón svo ráðandi að það jaðrar við pólitík
EyjanOrðið á götunni er að spennan vegna söngvakeppninnar og Júróvisjón sé nú áþreifanleg. Undirbúningur Íslendinga undir pólitískustu ópólitísku söngvakeppni veraldar, og jafnvel þótt víðar væri leitað, stendur nú sem hæst. Óhætt er að segja að mikið hafi gengið á í aðdraganda keppninnar og ópólitíkin víða drepið niður fæti. Þannig var þess til dæmis krafist að Lesa meira
Orðið á götunni: Sigurstranglegur forsetaframbjóðandi stígur brátt fram
EyjanOrðið á götunni hermir að brátt muni draga til tíðinda varðandi frambjóðendur til embættis forseta Íslands. Haft er fyrir satt að Halla Tómasdóttir muni, senn hvað líður, stíga fram og lýsa yfir framboði. Ljóst þykir að geri hún það muni það gera drauma annarra, þeirra sem þegar lýst hafa yfir framboði, að engu. Þetta yrði Lesa meira
Orðið á götunni: Stórfenglegt sjálfsmark í KSÍ-slag
EyjanÍ almannatengslafræðum stendur víst skrifað að verstu byrjendamistökin í því að sverja af sér kjaftasögu séu að mæta í fjölmiðla til að hafna henni. Þá fyrst öðlist hún líf og fari á kreik –mun víðar en annars yrði. Orðið á götunni er að Vignir Már Þormóðsson, frambjóðandi til formanns KSÍ, hafi stigið á bananahýði í Lesa meira
Orðið á götunni: Össur er pólitískur stríðnispúki
EyjanÖssur Skarphéðinsson, fyrrum ráðherra margra ráðuneyta og formaður Samfylkingarinnar, er annálaður stríðnispúki. Hann er með skemmtilegri mönnum og jafnan er stutt í húmorinn hjá honum. Ekki síst ef hann getur strítt pólitískum andstæðingum. Össur er einnig þeim kostum gæddur að geta gert grín að sjálfum sér sem er fremur fátítt meðal gamalla og nýrra stjórnmálamanna. Lesa meira
Orðið á götunni: Fjölmiðlamenn langar á þing en byr ræður för
EyjanOrðið á götunni er að Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri, og Þórður Snær Júlíusson á Heimildinni telji sig eiga erindi á Alþingi og líti svo á að tækifæri gefist fyrir þá í komandi kosningum, hvort sem kosið verður á þessu ári eða ekki fyrr en 2025. Vaxandi líkur eru taldar á að kosið verði snemma á komandi Lesa meira