Orðið á götunni: Fer Dagur í landsmálin og verður heilbrigðisráðherra?
EyjanOrðið á götunni er að Dagur B. Eggertsson kunni að snúa sér að landsmálunum fyrir næstu kosningar, taki sæti á Alþingi og verði jafnvel heilbrigðisráðherra ef stuðningur við Samfylkinguna heldur áfram að vera eins góður og kannanir hafa sýnt allt þetta ár. Nái Samfylkingin 25 til 30 prósenta fylgi má gera ráð fyrir því að Lesa meira
Fýlan lekur af Birni Bjarnasyni vegna bókar Sigmundar Ernis
EyjanÍ bráðskemmtilegri bók Sigmundar Ernis Rúnarssonar, sem kom út fyrir þessi jól og fjallar um langan feril hans í blaðamennsku og umhverfi fjölmiðla á Íslandi síðustu 40 árin, gerir hann meðal annars grín að ýmsu vandræðalegu hjá Morgunblaðinu og rekur staðreyndir sem greinilega hafa hitt Moggamenn illa fyrir. Orðið á götunni er að Sigmundi hafi tekist vel Lesa meira
Orðið á götunni: Einn þreyttasti samkvæmisleikur margra desemberloka
EyjanOrðið á götunni er að enn á ný gæti dregið til tíðinda varðandi ritstjórastól á Morgunblaðinu um komandi áramót. Mörg undanfarin ár hefur það verið þekktur – og í vaxandi mæli þreyttur – samkvæmisleikur í desember að velta því fyrir sér hvort Davíð Oddsson muni nú ekki láta staðar numið og hætta sem ritstjóri Moggans um áramót. Þrátt fyrir Lesa meira
Orðið á götunni: Bingi á þingi
EyjanBjörn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og fjölmiðlamaður, eygir nú sæti á Alþingi í næstu kosningum. Ekki fyrir sinn gamla flokk heldur Miðflokkinn. „Þetta er málið með fyrrverandi stjórnmálamenn. Þeir geta alltaf snúið aftur…“ sagði Björn Ingi nýverið í færslu á samfélagsmiðlum. Tilefnið var að David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, væri að snúa óvænt aftur Lesa meira
Orðið á götunni: Stefán eygir oddvitasætið fyrir norðan fyrir næstu kosningar
EyjanÓhætt er að segja að Stefán Eiríksson hafi í útvarpsþættinum Bítinu í morgun undirbúið jarðveginn og sáð fræjum, eða jafn vel kartöflum, fyrir væntanlegt framboð til Alþingis 2025. Eygir hann auðvelt oddvitasæti fyrir norðan og ráðherrastól. „Maður veit aldrei hvað gerist þegar ég hætti í þessu starfi,“ sagði Stefán sem á um eitt og hálft Lesa meira
Orðið á götunni: Lifa Vinstri græn af brotthvarf Katrínar?
EyjanSamkvæmt orðinu á götunni hefur Katrín Jakobsdóttir ákveðið að bjóða sig ekki oftar fram til setu á Alþingi Íslendinga. Hún hefur nú gegnt starfi þingmanns frá árinu 2007 og var ráðherra menntamála í hinni óvinsælu vinstri stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur frá 2009 til 2013. Lítið fór fyrir Katrínu í þeirri ríkisstjórn enda sagði Steingrímur Sigfússon, þáverandi Lesa meira
Orðið á götunni: Þjálfarakapall í KR
EyjanOrðið á götunni er að KR-inga dreymi um að fá Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks, til að taka við þjálfun liðsins. Stjórn félagsins ákvað að láta einn dáðasta son félagsins, Rúnar Kristinsson, fara og leitar að eftirmanni hans. Ákvörðunin um að henda Rúnari út úr Frostaskjólinu fer ekki vel í alla þá sem halda með Lesa meira
Litaleikir Hannesar
EyjanNýútkomnar æviminningar Helga Magnússonar, Lífið í lit, eftir sagnfræðinginn Björn Jón Bragason hafa heldur betur hrist upp í þjóðfélagsumræðunni. Í bókinni rifjar Helgi upp sögu af Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni sem fékk styrk frá Samtökum iðnaðarins til að gera heimildarmynd um umhverfisvæna atvinnustarfsemi. Helgi, sem var formaður, veitti Hannesi eina milljón króna. Myndin átti að heita Græna hagkerfið Lesa meira
Dýr myndi Hafliði allur
Orðið á götunni er að Síminn hafi greitt 1,8 milljarða króna fyrir sýningarréttinn á Enska boltanum – Premier league – og gildir samningurinn til þriggja ára. Kostnaður við útsendingar hér heima, til dæmis gervihnettir og starfsmannahald í kringum útsendingar, er ekki innifalinn. Þetta þykir hraustleg greiðsla og vandséð hvernig Síminn ætlar að ná þessum peningum Lesa meira
Katrín í hers höndum
Orðið á götunni er að leiðtogafundur Norðurlanda og Indlands í Svíþjóð, sem Katrín Jakobsdóttir sótti fyrir Íslands hönd, hafi reynst forsætisráðherra vor óþægilegur ljár í þúfu. Ekki nóg með að Katrín hafi þurft að ferðast í almennu farrými á leiðinni til Stokkhólms, heldur reyndist óvæntur leynigestur um borð, sjálfur Sogns-strokufanginn Sindri Þór Stefánsson. Engum sögum Lesa meira