Orðið á götunni: Ný föt – sama röddin
EyjanOrðið á götunni er að haldi Katrín Jakobsdóttir, forsetaframbjóðandi, að hún geti stigið vígamóð út úr daglegum stjórnmálum, yfirgefið sökkvandi skip ríkisstjórnar sinnar og flokks Vinstri grænna og látið kjósa sig forseta Íslands fáeinum vikum síðar, sé það mikill misskilningur. Kjósendur séu ekki eins vitlausir og sumir virðist halda. Landsmenn vilji velja forsetann sjálfir en Lesa meira
Orðið á götunni: Fólkið velur forsetann – ekki lögreglan eða valdaflokkarnir
EyjanFylgi Katrínar Jakobsdóttur heldur áfram að dala samkvæmt nýjustu skoðanakönnuninni sem Morgunblaðið birtir í dag. Hún er komin niður í 19,2 prósent en Halla Hrund Logadóttir leiðir með 26 prósenta fylgi. Katrín þyrfti að bæta við sig meira en þriðjungi fylgis til að ná Höllu. Baldur Þórhallsson er skammt á eftir Katrínu. Ekki er marktækur Lesa meira
Orðið á götunni: Hafa þau enga sómakennd?
EyjanÍ aðdraganda forsetakosninganna fyrir átta árum gerðist minnisstæður atburður þegar Davíð Oddsson, forsetaframbjóðandi, reyndi að sverta Guðna Th. Jóhannesson í viðræðuþætti í sjónvarpi með ósanngjörnum ávirðingum sem áttu að koma höggi á Guðna sem hafði yfirburði í öllum skoðanakönnunum og vann svo sigur í kosningunum eins og kunnugt er. Guðni lét sér fátt um finnast Lesa meira
Orðið á götunni: Hallarbylting Áslaugar Örnu mistókst – Guðlaugur Þór styrkir stöðu sína
EyjanSem kunnugt er hefur Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, haft tögl og hagldir í flokkskerfi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um árabil. Hann er talinn búa yfir öflugustu kosningavél flokksins, og þótt víðar væri leitað, og þrátt fyrir að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hafi notið eindregins stuðnings forystu flokksins hefur hún ítrekað Lesa meira
Orðið á götunni: Aðstoðarmenn ríkisstjórnarinnar á fullu fyrir Katrínu sem virðist leggja blessun sína yfir aðferðir skrímsladeildarinnar
EyjanOrðið á götunni er að skrímsladeild Sjálfstæðisflokksins hafi tekið yfir kosningabaráttu Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Vinstri grænna. Á dögunum var tilkynnt að Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefði gengið til liðs við framboðið. Orðið á götunni er að við þau tíðindi hafi reyndir kosningasmalar sem styðja aðra frambjóðendur en Katrínu raunar Lesa meira
Orðið á götunni: Ólafur Ragnar tekur sér Eirík Fjalar til fyrirmyndar og telur sig vera höfund þjóðarsáttarinnar
EyjanOrðið á götunni er að marga hafi rekið í rogastans að kvöldi 1. maí sl. þegar RÚV sýndi langan þátt um baráttu launþega síðustu áratugi, að allt í einu birtist viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson þar sem hann hélt sig vera höfund þjóðarsáttarinnar á vinnumarkaði árið 1990. Þetta kom spánskt fyrir sjónir því vitað er Lesa meira
Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn
EyjanSvonefnt Fjármálaráð sem skipað er þremur hámenntuðum hagfræðingum hefur það hlutverk að birta álitsgerðir um fjármálaáætlanir ríkisstjórnarinnar á hverjum tíma. Ráðið sendi frá sér ítarlega skýrslu nú í vikunni. Niðurstaða skýrslunnar er í meginatriðum falleinkunn á verk ríkisstjórnarinnar. Þarf það svo sem ekki að koma á óvart en mun alvarlegra er þegar fagmenn af þessu Lesa meira
Orðið á götunni: Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn lokaskrefin samkvæmt nýrri Gallup-könnun
EyjanMestu tíðindi nýrrar Gallup-könnunar fyrir RÚV eru þau að Vinstri græn mælast með minnsta fylgi flokksins frá upphafi mælinga eða 4,4 prósent sem leiddi til þess að flokkurinn kæmi ekki fulltrúum á Alþingi. Með því lyki þeirri tilraun sem gerð var með Vinstri græn sem arftaka Alþýðubandalagsins. Flokkurinn átti blómatíma sinn við hrunið árið 2008 Lesa meira
Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst
EyjanOrðið á götunni er að ný skoðanakönnun Maskínu, þar sem Halla Hrund Logadóttir tók forystuna, valdi aukinni spennu vegna forsetakosninganna sem fara fram eftir fimm vikur. Margir höfðu spáð Höllu Hrund góðu gengi í skoðanakönnunum og kosningunum en þessi útkoma er betri, og kemur fyrr, en spámenn höfðu vænst. Ætla má að á næstu vikum Lesa meira
Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
EyjanOrðið á götunni er að aðkoma Friðjóns Friðjónssonar, fyrrum aðstoðarmanns Bjarna Benediktssonar, að framboði Katrínar Jakobsdóttur muni ekki auka fylgi hennar. Ekki frekar en stuðningur Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar við framboðið. Mannlíf skýrir einnig frá því í gær að Svanhildur Hólm Valsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar „sé virk í baklandi Katrínar.“ Bjarni er óvinsælasti stjórnmálamaður landsins Lesa meira