Orðið á götunni: Forysta Sjálfstæðisflokksins flúin af hólmi – stefnir í blóðugan formannsslag milli Guðlaugs Þórs og Áslaugar Örnu
EyjanFráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þordís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, gerði sér ljóst að hún ætti engan möguleika á að vinna formannskosningar í flokknum. Bakland hennar reyndist vera veikt og hún valdi rétt með því að gefa ekki kost á sér. Bæði formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins renna nú af hólmi samtímis, gefast upp. Margir munu sakna Þórdísar úr Lesa meira
Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanEnn og aftur birtir Morgunblaðið furðugrein eftir Guðna Ágústsson á miðopnu við hliðina á leiðara reiða og ósátta mannsins. Það fer þá vel á því að þessi skrítnu skrif séu hlið við hlið. Guðni á í miklu basli við að horfast í augu við þá staðreynd að flokkur hans Framsókn hefur skroppið saman úr 17 Lesa meira
Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi
EyjanSveitarstjórnarkosningar fara fram eftir 17 mánuði. Stjórnmálaflokkarnir eru þegar farnir að gjóa augum á þessa staðreynd. Margt bendir til þess að mikil uppstokkun verði á framboðslistum flokkanna sem nú eiga fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur, Jafnvel algerar hreinsanir hjá sumum flokkanna. Dagur B. Eggertsson víkur nú af vettvangi og munar um minna. Hann hefur verið yfirburðamaður Lesa meira
Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg
EyjanBjarni Benediktsson leiddi Sjálfstæðisflokkinn til ósigurs í alþingiskosningunum í lok nóvember. Flokkurinn hlaut minnsta fylgi í nær aldarlangri sögu flokksins. Í kosningunum 2021 fékk flokkurinn 24,4 prósent en í nóvember komu 19,4 prósent upp úr kjörkössunum. Þannig tapaði flokkurinn fimmtungi fylgis síns á einu kjörtímabili. Orðið á götunni er að ekki sé hægt að túlka Lesa meira
Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?
EyjanRaunalegt er að fylgjast með framkomu þeirra stjórnmálamanna sem töpuðu kosningunum en komu þó fulltrúum inn á Alþingi. Eftir að þeir þurftu að horfast í augu við þá staðreynd að stjórnarandstöðuflokkunum tókst að mynda ríkisstjórn fyrir síðustu jól hefur talsmáti þeirra einkennst af svekkelsi, jafnvægisleysi og reiði. Nú blasir við þeim sjálfum að sitja í Lesa meira
Orðið á götunni: Stöðvið bruðlið, segir þjóðin
EyjanSparnaðarráðin streyma nú inn til ríkisstjórnarinnar í hundraða- og þúsundatali eftir að ríkisstjórnin óskaði eftir aðstoð almennings um góð sparnaðarráð á samráðsgátt stjórnvalda. Orðið á götunni er að meðal innsendra ráða séu mörg góð ráð sem skynsamlegt væri fyrir ríkisstjórnina að taka alvarlega og hrinda í framkvæmd. Mannréttindastofnun á að hefja starfsemi nú í byrjun Lesa meira
Orðið á götunni 2024: Átakaár en bjart fram undan um áramót
EyjanÍ byrjun árs var umræðan um mögulegan eftirmann Guðna Th. Jóhannessonar í forsetaembætti í algleymingi eftir óvænta tilkynningu forsetans í nýársávarpi sínu um að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Strax 2. janúar var orðið á götunni að þrjú nöfn kæmu sterklega til greina. Þetta væru Dagur B. Eggertsson, þá fráfarandi borgarstjóri, Ólafur Jóhann Ólafsson, Lesa meira
Orðið á götunni: Baktjaldamakk og hræðsla við landsfund
EyjanÓhætt er að segja að fátt gleðji forystu og flokkseigendafélag Sjálfstæðisflokksins um þessar mundir. Vinstri stjórn Bjarna Benediktssonar með VG og Framsókn galt afhroð í þingkosningum um síðustu mánaðarmót og fylgi flokksins mældist hið minnsta í gervallri sögu flokksins sem spannar nær heila öld. Niðurstaðan, 19,4 prósent, er reiðarslag og fylgið hefur fallið um nær Lesa meira
Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
EyjanFastir pennarUpp í hugann kemur gamalt og gott slagorð frá Bylgjunni sem hljóðaði þannig: MEIRI MÚSIKK – MINNA MAS. Þetta vel heppnaða vígorð var nánast stefnuyfirlýsing frá Bylgjunni til að svara gagnrýni um að þeir sem stýrðu tónlistarþáttum á útvarpsstöðinni ættu að minka röfl og innihaldslítið tal inn á milli laga en láta músikkina hljóma þeim Lesa meira
Orðið á götunni: Ríkisstjórnarskipti á morgun – Viðreisn fær fjóra ráðherra
EyjanRíkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tekur við völdum á Íslandi á morgun, laugardag. Þingflokkar verðandi stjórnarflokka koma saman klukkan 9 í fyrramálið og síðan verða fundir í valdastofnunum þeirra þar sem stjórnarsáttmáli og tillaga um ráðherra og skiptingu ráðuneyta verður kynnt. Forseti Íslands hefur boðað til ríkisráðsfundar eftir hádegi þar sem ný ríkisstjórn tekur við stjórnartaumunum. Orðið Lesa meira