fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025

Óflokkað

Sóðar í bænum

Sóðar í bænum

Eyjan
01.01.2003

Þessar myndir voru teknar á Austurvelli á laugardagskvöldið, eftir mikinn góðviðrisdag. Útlendingar sem gengu yfir völlinn horfðu forviða á – spurðu sjálfsagt hvað hefði eiginlega gerst? Þarna voru glerbrot út um allt, plastpokar,  bjórdósir, hálfétnar pizzur og skyndimatur – alls konar ógeð sem liðið hafði skilið eftir sig. Svo spyr maður líka: Er ekki hægt Lesa meira

Rónalíf

Rónalíf

Eyjan
01.01.2003

Upp úr níu koma rónarnir í bæinn. Þá er lokað í Farsótt. Þeir koma eins og sveimur niður Þingholtin. Sitja á bekkjunum á Lækjartorgi og í Austurstræti þangað til opnar á Kaffi Skít. Það gerist líklega um ellefu. Þá hverfa þeir margir. Mest er að gera á Skít upp úr hádegi. Á kvöldin er þar Lesa meira

Ekki vegna Íraks

Ekki vegna Íraks

Eyjan
01.01.2003

Oliver Roy,franskur sérfræðingur í málefnum íslams, ritar greiní New York Times og spyr hinnar margendurteknu spurningar:Af hverju hata þeir okkur? Svar hans kemur fram í fyrirsögn greinarinnar: Ekki vegna Íraks! Roy veltir fyrir sér hvort rætur hryðjuverkanna séu í átökum í Miðausturlöndum. Ef svo er, segir Roy, ætti að vera nokkuð auðvelt að binda endi Lesa meira

Bankasalan – vonandi sagan öll

Bankasalan – vonandi sagan öll

Eyjan
01.01.2003

Maður fagnar fréttaskýringu Sigríðar Daggar Auðunsdóttur um sölu bankanna í Fréttablaðinu. Mér skilst að þetta eigi að vera nokkrar greina sem birtast næstu daga. Af fyrstu greininni má ráða hversu mikil afskipti Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson höfðu af bankasölunni. Menn hafa svosem þóst vita þetta, en það er mikið þarfaverk að draga það ótvírætt Lesa meira

Vinstrið og íslamski fasisminn

Vinstrið og íslamski fasisminn

Eyjan
01.01.2003

Margt hefur verið skrítið sagt um hryðjuverkin í London. Til að fá forsmekkinn af því nægir að skoða vefritið Múrinn – svipuð sjónarmið má finna á fjöldamörgum erlendum vefsíðum. Það sem er einkennilegast er hin skilyrta fordæming á glæpnum – að geta ekki fordæmt svona verknað án þess að koma með langa romsu um misgerðir Lesa meira

Ekkert að frétta

Ekkert að frétta

Eyjan
01.01.2003

Alveg er maður að verða uppgefinn á frásögnum um Íslendinga sem eru að meika það. Fjölda blaða og tímarita er haldið úti með svona efni. Til dæmis hef ég séð að minnsta kosti tíu myndskreyttar greinar um litla tískusýningu sem var haldin í bakgarði við Laugaveginn um daginn – mætti halda að þetta hefði verið Lesa meira

Skrípamyndin Chirac

Skrípamyndin Chirac

Eyjan
01.01.2003

Í gær var þjóðhátíðardagur Frakklands, leiðtogar fyrrverandi heimsveldisins fylgdust með þegar ekið var með vígtól um Champs Elysées. Forseti landsins, Jacques Chirac, var þarna – hann lítur æ meir út eins og trúður eða skrípamynd af sjálfum sér. Það var raunar ekki úr háum söðli að detta; ef Frakkar hefðu ekki fornfálegar reglur sem vernda Lesa meira

Heimkoma – Ísland í dag

Heimkoma – Ísland í dag

Eyjan
01.01.2003

Ég bið forláts á því hvað ég hef verið lélegur að skrifa hérna undanfarna viku. Heimferð frá Grikklandi tók sinn tíma, svo er ég farinn að leysa af í Íslandi í dag á Stöð 2 eins og kannski einhver hefur tekið eftir. Verð þar fram í ágústbyrjun ásamt Brynhildi Ólafsdóttir. — — — Eitt af Lesa meira

Popppunktar

Popppunktar

Eyjan
01.01.2003

Einhvern tíma ætla ég að fá að vera með þátt í útvarpi og spila bara lög. Það er bráðum nóg komið af þessu rövli. Manni hrýs hugur við því að menn ætli að fara að bæta við heilli sjónvarpsstöð sem á að vera með fréttir allan sólarhringinn – í samfélagi sem er á stærð við Lesa meira

Öllum sama um Live 8

Öllum sama um Live 8

Eyjan
01.01.2003

Ég er að koma frá einum minnst netvædda stað í Evrópu, eyjunni Folegandros. Einu tölvurnar sem var hægt að komast í voru tveir ofurhægir forngripir á lítilli skrifstofu sem selur miða í ferjur – undir vökulu augnaráði yngstu piparjónku Grikklands, stúlku sem getur varla verið meira en sextán ára en hefur tileinkað sér viðmót piparkerlingar Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af