Popppunktar
EyjanEinhvern tíma ætla ég að fá að vera með þátt í útvarpi og spila bara lög. Það er bráðum nóg komið af þessu rövli. Manni hrýs hugur við því að menn ætli að fara að bæta við heilli sjónvarpsstöð sem á að vera með fréttir allan sólarhringinn – í samfélagi sem er á stærð við Lesa meira
Öllum sama um Live 8
EyjanÉg er að koma frá einum minnst netvædda stað í Evrópu, eyjunni Folegandros. Einu tölvurnar sem var hægt að komast í voru tveir ofurhægir forngripir á lítilli skrifstofu sem selur miða í ferjur – undir vökulu augnaráði yngstu piparjónku Grikklands, stúlku sem getur varla verið meira en sextán ára en hefur tileinkað sér viðmót piparkerlingar Lesa meira
Siglt með F/B Romilda
EyjanVið erum á leið til Folegandros, lítillar eyjar sem við komum til í fyrra. Með ríflega íbúafjölda Búðardals. Eyjan rís eins og klettur í hafinu; við gistum á hóteli sem stendur á barmi hyldýpisins. Fegurð Cyclades-eyjaklasans á ekki sinn líka í heiminum; blátt hafið og himinninn, hvítt grjótið, litasinfónían við sólarlag og hin rósinfingraða morgungyðja Lesa meira
Mesti skúlptúristi í heimi
EyjanFrægasti listgagnrýnandi heims, Ástralíumaðurinn Robert Hughes, skrifar um sýningu Richards Serra í Guggenheimsafninu í Bilbao í Guardian og segir að hann sé besti núlifandi skúlptúristinn í heiminum, sá eini sem getur talist mikill myndhöggvari nú í upphafi tuttugustu og fyrstu aldarinnar. Hughes telur að loks sé komin sýning í þetta fræga safn sem getur skyggt Lesa meira
Íslenska undrið?
EyjanÍslendingar eru mikið í fréttunum í Bretlandi. Í gær sá ég á vefnum frétt af Stöð 2 um þátt sem gerður var um Jón Ásgeir í Bretlandi, orð hans um stjórnmálalífið á Íslandi og svo viðbrögð Davíðs Oddssonar við þeim. Þau styrktu mig frekar í þeirri trú að Davíð væri á leið út úr pólitík Lesa meira
Sumarbókmenntir
EyjanEinu sinni hafði ég Ulysses með mér í sumarfrí – ásamt með tilheyrandi uppflettiritum. Náði næstum að klára hana. Nokkrum árum síðar Moby Dick. Ég hallast að því að það sé mesta skáldsaga sem hefur verið skrifuð. Átján ára las ég Karamazov-bræðurna í miklum hitum Suður-Frakklandi. Kynntist þar amerískri stelpu, Lucy frá Idaho. Lá þunglyndur Lesa meira
Húsnæðisbólan að springa
EyjanThe Economist segir að stærsta bóla sögunar sé um það bil að springa. Þetta er hækkun á húsnæðisverði sem hefur verið nánast linnulaus víða í heiminum undanfarin ár. En nú segir blaðið að reikningsskilin séu nærri; þeim mun stærri sem bólan sé, þeim mun erfiðari verði eftirleikurinn. Merki eru um að húsnæðisverð sé á niðurleið Lesa meira
Klausturlíf
EyjanFrægasti staður á Amorgos er eitt merkilegasta klaustur í Grikklandi, Hozoviotissa. Það hangir utan í klettunum á eyðilegum suðurhluta eyjarinnar. Aðkoman að klaustrinu er stórkostleg – maður fetar sig langa leið upp þröngan stíg í klettunum. Klaustrið hefur verið þarna frá tíundu öld. Við getum sett það í sögulegt samhengi – hvað ef Þingeyraklaustur væri Lesa meira
Strætó fyrir þá sem eru afgangs
EyjanÁsgeir Eiríksson framkvæmdastjóri Strætó er afskaplega viðkunnalegur maður. Það kom fram í fréttum á mánudaginn að Ásgeir hefði verið að keyra strætisvagn til að prófa nýja leiðakerfið. Ég hélt að þetta væri einhvers konar fjölmiðlabrella – jafnvel úthugsuð af einhverju kynningarfyrirtæki. Svo sat ég í bíl á Miklubrautinni í fyrrakvöld og þá var hrópað til Lesa meira
Amorgos
EyjanÞað er sagt að grískar eyjar batni eftir því sem tekur lengri tíma að komast þangað. Sigling frá Aþenu til Amorgos tekur tíu tíma. Því er hér fámennt árið um kring. Við komum hingað frá Naxos á báti sem valt og kastaðist til; það var ólíft nema ofan þilja, en milli sumra eyjanna gerði mikinn Lesa meira