fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Óflokkað

London City Airport

London City Airport

Eyjan
03.01.2005

Það er mikið búið að nefna London City Airport í umræðunni um flugvallarmálið að undanförnu. Maður sér fyrir sér flugvélarnar þar sem þær lenda á Piccadilly og farþegana sem streyma út – ótrúlega ánægðir að geta flogið svona beint inn í miðborgina. Staðreyndirnar um legu þessa flugvallar eru auðvitað allt aðrar en lesa má í Lesa meira

Um áramót

Um áramót

Eyjan
02.01.2005

Halldór Ásgrímsson boðar fjölskyldugildi í fyrstu áramótaræðu sinni sem forsætisráðherra. Á síðustu árum hefur ýmsum stjórnmálamönnum orðið nokkuð hált á því að ætla að beita fjölskyldunni fyirir sig.John Major prédíkaði á sínum tíma um fjölskyldugildi undir slagorðinu „back to basics“ og uppskar ekkert nema háð fyrir. Vont var að á sama tíma fóru ýmis hneykslismál Lesa meira

Nægjusemi kemst óvænt í tísku

Nægjusemi kemst óvænt í tísku

Eyjan
29.12.2004

Vinkonu minni varð á að nefna það í lítilli grein að ástæða væri til að fólk gæfi peninga til hjálparstarfs fremur en að kaupa flugelda fyrir áramótin. Ég hef frétt að allt hafi gengið af göflunum í kringum hana. Flugeldamenn móðguðust ákaflega og töldu að þessi litla kona myndi eyðileggja fyrir þeim áramótasöluna. Koma því Lesa meira

Flensu- og pestarjól

Flensu- og pestarjól

Eyjan
27.12.2004

Þessara jóla verður minnst sem flensu- og pestarjólanna miklu. Ég var orðinn lasinn á Þorláksmessu, passaði mig auðvitað ekki nógu vel á kuldanum, og hefur verið að hraka síðan. Hélt að þetta yrði kannski afstaðið í dag – en það er eitthvað annað. Allt í kringum mig er fólk að leggjast í rúmið. Ég þarf Lesa meira

Silfrið klukkan 12 á gamlársdag

Silfrið klukkan 12 á gamlársdag

Eyjan
23.12.2004

Gestalistinn í áramótaþætti Silfurs Egils er farinn að taka á sig nokkuð endanlega mynd. Í þættinum verður lítið um stjórnmálamenn, þeir taka við í Kryddsíldinni að loknu Silfrinu, en þeim mun meira af skemmtilegu og andríku fólki. Í þættinum koma fram: Guðmundur Ólafsson, Sigrún Davíðsdóttir, Jónas Kristjánsson, Gísli Marteinn Baldursson, Helga Vala Helgadóttir, Bjarni Harðarson, Lesa meira

Um Sigmund og Dieter Roth

Um Sigmund og Dieter Roth

Eyjan
22.12.2004

Ég ætla að segja það beint út að ég fíla Sigmund ágætlega. Hann er kannski ekki jafn sófístikeraður og sumir sem teikna í erlend blöð, en hann hefur sinn eigin stíl sem maður þekkir undireins, svolítið groddalegan, og það er sniðugt hvernig sömu þemu ganga aftur og aftur hjá honum – Jón Baldvin með drullusokkinn, Lesa meira

Stórskáldið Túrkmenbashi

Stórskáldið Túrkmenbashi

Eyjan
21.12.2004

Það eru fleiri þjóðarleiðtogar en Davíð Oddsson sem yrkja ljóð. Langt austur í Asíu, í Túrkmenistan, á hann skáldbróður í Saparmurat Nyazov, öðru nafni Túrkmenbashi – foringja allra Túrkmena. Nyazov þykir nokkuð einráður sem þjóðhöfðingi, landsmenn komast ekki upp með neitt múður, nánast allt sem nafn festist á í ríkinu heitir eftir honum eða mömmu Lesa meira

Skautað á Tjörninni

Skautað á Tjörninni

Eyjan
20.12.2004

Í auglýsingu frá Sláturfélagi Suðurlands, sem er sýnd grimmt þessa dagana, má sjá börn og ungmenni að leik á ísi lagðri Tjörninni. Maður giskar á að þessar myndir séu teknar á árunum 1950 til 1960. Mannmergðin þarna kemur manni alveg á óvart og borgarbragurinn – hvað bjuggu eiginlega margir í Reykjavík á þessum tíma? Borgarstjórnin Lesa meira

Á matarslóðum

Á matarslóðum

Eyjan
18.12.2004

Fyrir mörgum árum kom út bók sem hét Á matarslóðum. Skáld í bænum sem ég átti samtal við taldi þetta afar vondan titil; maður sæi fyrir sér mann sem rekur sig í gegnum borgir Evrópu og étur upp úr öskutunnum. Síðan þá hefur matarslóðunum fjölgað mikið. Engin sjónvarpsstöð er svo aum að hún bjóði ekki Lesa meira

Fischer til Íslands

Fischer til Íslands

Eyjan
16.12.2004

Ákvörðunin um að veita Bobby Fischer landvist á Íslandi kemur á óvart – maður hafði ekki búist við slíkri dirfsku af ríkisstjórninni. Áður höfðu bara kerfiskarlar tjáð sig og séð öll tormerki á málinu. En nú vakna ýmsar spurningar: Hversu mikla athygli mun þetta vekja? Fischer virðist alls ekki vera neitt fréttaefni lengur í Bandaríkjunum; Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af