Internetið og örgeðja menn
EyjanÞað sannast enn og aftur hvað netið getur verið háskalegt fyrir fljótfæra menn og örgeðja. Nú hefur Össur Skarphéðinsson neyðst til þess tvívegis á stuttum tíma að breyta pistlum á bloggsíðu sinni. Í annað skiptið var hann að fjalla um ráðningu Bryndísar Hlöðversdóttur á Bifröst – en breytti pistlinum fljótlega þegar hann sá að ýmislegt Lesa meira
Umhverfisógnir og smáflokkaraunir
EyjanÉg pantaði á Amazon bók sem heitir Collapse – How Societies Chose to Fail or Survive eftir bandaríska landafræðinginn Jared Diamond. Þetta er langt og ansi stórt í sniðum – Diamond er maður með stóra sýn á mannkynssöguna og dregur saman mikið af fróðleik til að renna stoðum undir hana. Þema bókarinnar er samspil manns Lesa meira
Óvænt brotthvarf Bryndísar
EyjanMenn virðast vera alveg gáttaðir á Bryndísi Hlöðversdóttur, að hún skuli hætta í pólitík af sjálfsdáðum. Tiltölulega ung kona. Þetta er fáheyrt. Gerist bara ekki! Yfirleitt þarf að rífa þingmenn út úr þingsalnum með harmkvælum – þeir ákveða ekki bara að erindi sínu sé lokið og hætta sisvona. Er furða þótt sumir álíti að hér Lesa meira
Hefur Bush rétt fyrir sér?
EyjanGæti verið að Bush hafi rétt fyrir sér? Þessu veltir Claus Christian Malzhan, greinarhöfundur hjá þýska tímaritinu Der Spiegel, fyrir sér í grein sem hefur vakið mikla athygli bæði austan hafs og vestan. Malzhan nefnir heimsókn Ronalds Reagans til Berlínar 1987, en þá var hann með eindæmum óvinsæll í Þýskalandi. Reagan tók sér stöðu við Lesa meira
Örnólfur, Kristinn og Gunnar
EyjanMeðal gesta í Silfri Egils á sunnudaginn eru Örnólfur Árnason, Gunnar Birgisson, Sveinn Aðalsteinsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Kristinn H. Gunnarsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, Jón Valur Jensson og Sigurður Hólm Gunnarsson. Örnólfur er höfundur bókanna Á slóð kolkrabbans og Bankabókarinnar. Bækurnar fjölluðu um viðskiptalífiðá Íslandi eins og það var upp úr 1990. Örnólfur mun ræða þann Lesa meira
Heyrðu Bush?
EyjanFréttamynd ársins birtist án efa á baksíðu DV í morgun Það stendur reyndar ekki hver tók myndina, hún mun vera komin frá erlendri fréttastofu. En eins og aðrar frábærar fréttamyndir segir hún meiri sögu en ótal orð. Hérna er myndin. „Heyrðu Bush?“ — — — Afstaða Vinstri grænna til kaupa ríkisins á hlut Reykjavíkur í Lesa meira
Ávani verri en heróín
EyjanHunter S. Thompson skaut sig um daginn, ég veit ekki hvað það kom mikið á óvart. Áhugi hans á byssum var þekktur og líka á brennivíni og dópi – það er varla góð blanda, sérstaklega ekki þegar menn verða gamlir. Í hillunni hjá mér er gamalt eintak af bók eftir Thompson, mikilll doðrantur, The Great Lesa meira
Meiri kristni
EyjanSigurður Hólm Gunnarsson, ungur maður sem ég hef talsverðar mætur á, kemur fram í sjónvarpi í gær og er orðinn varaformaður félags sem nefnist Siðmennt. Hann mótmælir því að kristnifræði sé kennd í skólum. Hefur veður af því að sumir kennarar láti börnin biðja bænir. Telur að þeir sem eru ekki kristnir geti orðið fyrir Lesa meira
Þorvaldur, Jónas og Pétur
EyjanMeðal gesta í Silfri Egils á sunnudaginn verða Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði, Pétur H. Ármannsson arkitekt, Hjálmar Árnason, Stefán Jón Hafstein, Páll Baldvin Baldvinsson, Eggert Skúlason Heimir Már Pétursson og Friðbjörn Orri Ketilsson frá Frjálshyggjufélaginu. Meðal þess sem verður tekið til umfjöllunar í þættinum er staðan á húsnæðismarkaði en Hjálmar Árnason hefur sett fram Lesa meira
Úr bókahillunni II: Eyðilandið
EyjanÖnnur bókin í þættinum úr bókahillunni er Selected Poems eftir T.S. Eliot. Velkt, í bláu bandi. Þegar ég var að raða bókunum komst ég reyndar að því að hún er týnd. Samt var þetta aðalbók unglingsára minna, ég kann sum kvæðin í henni utanað – og eitt þeirra eyddi ég óskaplegum tíma í að þýða. Lesa meira