fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024

Óflokkað

Egill á nú Silfur Egils

Egill á nú Silfur Egils

Eyjan
22.05.2005

Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Íslenska sjónvarpsfélagsins, sem m.a. rekur Skjá einn, afsalaði í dag vörumerkinu "Silfur Egils" til Egils Helgasonar, þáttastjórnanda á Stöð 2. Magnús mætti í lokaþátt Silfurs Egils og afhenti Agli afsal til staðfestingar þessu. Deilur hafa staðið um hver ætti réttin á notkun vörumerkisins "Siflur Egils" og stefndi allt í lögfræðiþras milli 365 Lesa meira

Kína, WalMart og skapandi eyðing

Kína, WalMart og skapandi eyðing

Eyjan
21.05.2005

Birtist í DV 21. maí 2005 Maður er dálítið hugsi yfir öllum íslensku kaupsýslumönnunum sem flykkjast til Kína. Það er varla að maður finni bisnessmann í gjörvallri Reykjavík. Frændi minn kom sem óbreyttur ferðamaður á Torg hins himneska friðar í vikunni. Þá var búið að loka torginu fyrir Ólaf Ragnar og vini hans úr atvinnulífinu, Lesa meira

Það kvað vera fallegt í Kína

Það kvað vera fallegt í Kína

Eyjan
19.05.2005

Maður rekur upp stór augu ef maður sér kaupsýslumann í Reykjavík þessa dagana. Þeir eru allir komnir austur til Kína með Ólafi Ragnari vini sínum. Frændi minn er staddur í Kína sem óbreyttur ferðamaður og rakst hvarvetna á íslenska bisnessmenn með dollaraglampa í augum. Það er svosem ekki nema von að þeir séu spenntir. Í Lesa meira

Keisarastjórnin og kommarnir

Keisarastjórnin og kommarnir

Eyjan
17.05.2005

Greinar mínar um Sovétkommúnismann hafa vakið hörð viðbrögð. Það er einkennilegt með suma vinstri menn. Í orði kveðnu muntu líklega fá þá til að fallast á grimmd kommúnismans, en þegar farið er að rekja þessa sögu hlaupa þeir allir keng. Þeir trúa því nefnilega ennþá að kenningin sé harla góð. Í glugganum á bókabúð Braga Lesa meira

Nytsamur harðstjóri í vanda

Nytsamur harðstjóri í vanda

Eyjan
16.05.2005

Nú versnar í því. Sérstakur bandamaður Bandaríkjastjórnar í Mið-Asíu, Islam Karimov, forseti Úsbekistan, er í vandræðum. Þetta er harðstjóri sem Bandaríkjamenn hafa talið mjög nytsamlegan. Nú gera landsmenn uppreisn gegn þessum dólgi sem er meðal annars sakaður um að hafa látið sjóða stjórnarandstæðinga í potti. 500 mótmælendur eru sagðir hafa verið drepnir af stjórnarliðum. Það Lesa meira

Sigurinn sem reyndist skálkaskjól

Sigurinn sem reyndist skálkaskjól

Eyjan
12.05.2005

Birtist í DV 14. maí 2005 Sendiherra Rússlands kom í sjónvarpsfréttir á mánudagskvöldið í tilefni af 60 ára stríðslokum. Sagði að Stalín hefði verið ýmsum kostum gæddur. Um kvöldið var haldið boð í rússneska sendiráðinu – þarna var fullt af íslenskum gestum. Sendiherrann notaði tækifærið til að úthúða Morgunblaðinu sem í leiðara hafði haldið því Lesa meira

Vinstri absúrdismi

Vinstri absúrdismi

Eyjan
12.05.2005

Þeir á Múrnum fögnuðu vel kjöri Georges Galloway á breska þingið. Þeim finnst kannski ekkert athugavert við að Galloway naut annað slagið gistivináttu Saddams Hussein löngu eftir að hann var orðinn útlægur úr samfélagi þjóðanna; þingmaðurinn og einræðisherrann urðu miklir kumpánar. Galloway hrósaði Saddam fyrir hugrekki, styrk og óbilandi þor. Honum þótti miður þegar hann Lesa meira

Manhattan höfuðborgarinnar?

Manhattan höfuðborgarinnar?

Eyjan
11.05.2005

Kópavogsblað fylgir Mogganum í dag vegna 50 ára afmælis bæjarins. Mér datt í hug þegar ég skoðaði myndirnar í blaðinu hvort ekki mætti setja flugvöllinn niður í Smárann – það myndi enginn taka eftir honum innan um hraðbrautirnar. Blaðið er annars stórfyndið. Þarna er til dæmis viðtal við framkvæmdastjóra Smáralindar sem talar um „nýja miðborg Lesa meira

Fallegt og ljótt í Reykjavík

Fallegt og ljótt í Reykjavík

Eyjan
10.05.2005

Á spjallvefnum Málefnin.com hefur sprottið upp umræða í framhaldi af grein sem ég skrifaði í DV um síðustu helgi og bar yfirskriftina: „Hví er Reykjavík svona ljót?“ Sumt af þessu eru útúrsnúningar og rugl eins og allt of mikið er af á þessum vef, en annað er nokkuð gott. Ég vek sérstaklega athygli á þessu Lesa meira

Sæt og loðin aðskotadýr

Sæt og loðin aðskotadýr

Eyjan
09.05.2005

Ég horfði á frétt um bísamrottufaraldur í Danmörku. Ég man ekki eftir neinum bísamrottum nema í Múmínálfunum; þar var svoleiðis skepna sem lá í hengirúmi og las bókina Tilgangsleysi allra hluta. En nú ógna bísamrottur lífríkinu á Jótlandi. Það er merkileg pæling hvernig aðflutt dýr geta sett allt á annan endann í náttúrunni. Í Ástralíu Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af