fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024

Óflokkað

Skólapistill

Skólapistill

Eyjan
19.10.2005

Það hafa verið fréttir í sjónvarpinu af barni með Downes-heilkenni sem var afskipt í skóla. Ég tek fram að ég veit ekkert um þetta tilfelli, enda ætla ég ekki að fjalla um það. Sú stefna að blanda saman börnum með ólíkar þarfir og misjafna getu í bekki er mjög í anda þeirrar rétthugsunar sem nú Lesa meira

Hjálpum þeim!

Hjálpum þeim!

Eyjan
19.10.2005

Tugir þúsunda deyja í jarðskjálftum í Pakistan og við gerum ekki neitt. Fjársöfnun fyrir nauðstadda skilar litlum árangri, ekki bara hér heldur út um allan heim. Samúð heimsins er stundum mjög valkvæð. Ég hitti kunningja minn sem er frá Pakistan og hann bað mig að hjálpa. Hann sagði að heil kynslóð skólabarna hefði þurrkast út Lesa meira

Að neita að svara

Að neita að svara

Eyjan
17.10.2005

David Cameron, vonarstjarna breska íhaldsins, er í skrítnum málum. Maður nokkur spurði hann að því á fundi um daginn hvort hann hefði neytt fíkniefna. Cameron færðist undan að svara; hann hefur gefið þá skýringu að ef stjórnmálamenn svari svona spurningum verði engin takmörk fyrir hnýsninni. En þetta hefur verið túlkað Cameron í óhag – nefnilega Lesa meira

Verra en ekkert?

Verra en ekkert?

Eyjan
14.10.2005

Hin eldlega ræða Davíðs Oddssonar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins hefur verið aðalumræðuefnið í dag. Formaðurinn fráfarandi var aldeilis ekki í friðar- eða sáttahug. Margir hefðu kannski búist við að heyra þennan skáldmælta mann, sem hefur fengið birta eftir sig sálma í blöðunum, tala á heimspekilegum nótum um flokk sinn og þjóð, en sú var alls ekki Lesa meira

Hver er munurinn?

Hver er munurinn?

Eyjan
06.10.2005

Björn Bjarnason er sakaður um að hafa afskipti af dómskerfinu með því að skrifa eftirfarandi orð á heimasíðu sína, það varð allt vitlaust út af þessu í gær: „Réttarkerfið hefur ekki sagt sitt síðasta í málinu. Lögheimildir eru til þess, að ákæruvaldið taki mið af því, sem fram hefur komið hjá hæstarétti við frekari ákvarðanir Lesa meira

Stagl

Stagl

Eyjan
06.10.2005

Sumt í amerískum kvikmyndum er orðið jafn einhæft og staglkennt og gömlu íslensku rímurnar. Tökum til dæmis: Ömurlegur smábær í Texas þar sem fólk hefur ekkert annað að gera en að drekka sig fullt á kvöldin, á krá fullri af vélhjólatýpum. Allir illa klipptir, klæddir í gallabuxnadress. Ekkert á boðstólum nema bjór og skot og Lesa meira

Kolkrabbinn styður Gísla

Kolkrabbinn styður Gísla

Eyjan
05.10.2005

Gísli Marteinn birtir svellfína auglýsingu í blöðunum í morgun; líklega er henni ætlað að sýna að eldra fólk í Sjálfstæðisflokknum telji að Gísla sé treystandi. Einhvern veginn finnst manni skrítið að ungur maður sem boðar breytingar skuli leggja svo mikið upp úr stuðningi gamalmenna, en kannski er þetta bara spurning um hvað teljast góðir siðir Lesa meira

Á flugi

Á flugi

Eyjan
04.10.2005

Var í flugvél um daginn og hlustaði á flugmanninn spjalla við farþegana á ósköp skiljanlegri og nútímalegri íslensku. Það heyrðist greinilega hvað hann var að segja. Einu sinni töluðu flugmenn sérstakt flugmannamál; með hreim sem líklega var amerískur, svona captain speaking-mál, maður heyrði óglöggt orðaskil og hljóðið var mjög lélegt. Nú eru máski breyttir tímar Lesa meira

Skemmdarverk í Vatnsmýri

Skemmdarverk í Vatnsmýri

Eyjan
04.10.2005

Eftir því sem líður á framkvæmdirnar við nýju Hringbrautina kemur betur í ljós hversu fáránlegar þær eru. Orð þeirra sem vöruðu við þessu hafa aldeilis ræst – og gott betur. Það sem blasir við þarna í norðanverðri Vatnsmýrinni er algjör óskapnaður. Nú stendur fyrir dyrum samkeppni um skipulag á lóð Landspítalans og önnur samkeppni sem Lesa meira

Davíð, Geir og utanríkisþjónustan

Davíð, Geir og utanríkisþjónustan

Eyjan
02.10.2005

Fjölskyldan Haarde hefur staðið í ströngu að undanförnu. Geir, nýorðinn utanríkisráðherra, fékk skoðanakönnun þar sem kemur í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn sveiflast upp um 8 prósentustig. Hefur ekki verið hærri í langan tíma. Varla finnur maður aðrar skýringar á því en almennan létti vegna brotthvarfs Davíðs. Og svo náttúrlega að erfitt er að láta sér mislíka Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af