Dýr fínimennska
EyjanMagnús Þór Hafsteinsson gerir það að umtalsefni á vef sínum að samkvæmt frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2005 sem nú liggur fyrir Alþingi sé gert ráð fyrir 326 milljóna króna aukafjárveitingu til utanríkisráðuneytisins. Ofan á alla fjármunina sem er dælt þangað inn á fjárlögum. Þar af eru sendiráð Íslands að fá 276 milljónir aukalega. Þetta Lesa meira
Íslamsvæðing og blóðlitaðar ár
EyjanMerkilegt hvað túlkanirnar á óeirðunum í Frakklandi og víðar í Evrópu eru margvíslegar. Sumir vilja meina að þarna séu á ferðinni ungir menn fullir af örvæntingu – þá þyrsti eftir félagslegu réttlæti. Þetta sé aðferð þeirra til að fá valdastéttina til að hlusta. Atvinnulausir, áreittir af lögreglunni, útskúfaðir úr samfélaginu, dæmdir til að búa í Lesa meira
Viðtalið sem ekki var sýnt
EyjanÞað er búið að boða mikinn blaðamannafund og veislu vegna útkomu Jónsbókar, sögu Jóns Ólafssonar eftir Einar Kárason. Partíið á að vera í Iðu í Lækjargötu á morgun; sagt er að öllum sé boðið sem eru nefndir í bókinni. Varla mæta þeir Davíð, Hannes og co. Jón hefur aldrei þótt sérlega fínn félagsskapur. En vegna Lesa meira
Rökke, ég og Jóhann próki
EyjanNá tali af Rökke, voru fyrirmælin sem fréttastjórinn gaf mér einn vetrardag 1997 þegar ég fór á eftir Ólafi Ragnari og Búbbu í fyrstu opinberu heimsókn þeirra til útlanda – til Noregs. Ég þvældist á eftir hjónunum í nokkra daga, rann dálítið til rifja hvað Ólafur var frakkalaus í kuldanum í Osló, fannst norska drottningin Lesa meira
Refilstigur og ribbaldakapítalismi
EyjanMogginn er alltaf að vonast eftir "þáttaskilum". Tveir afskaplega mætir menn, Jónas H. Haralz, fyrrverandi bankastjóri, og Jóhann J. Ólafsson stórkaupmaður skrifa grein í blaðið í gær og velta því fyrir sér hvort viðskiptalífið á Íslandi sé á refilstigum. Segir meðal annars í greininni: "Er frelsi viðskiptanna að leiða til þess að eignir og áhrif Lesa meira
Heilbrigðiskerfið, einkarekstur og harðlínusósíalismi
EyjanEr best að bakgrunnur allra þingmanna sé hjá hinu opinbera – að einungis þannig hafi þeir nógu hreinan skjöld til að sitja á þingi? Ég var að fara yfir lista þingmanna okkar áðan; þeir eru sárafáir sem í manna minnum hafa unnið annars staðar en hjá ríkinu eða kannski hjá sveitarfélögum. En er ekki stundum Lesa meira
Um kosti og ókosti læsis
EyjanLæsi er ofmetið, allavega að einhverju leyti. Þeir sem liggja í bókum eru sjaldan mjög hamingjusamir. Á ensku er til hugtakið blissfully ignorant – fávís og alsæll. Einu sinni þegar ég hitti Jón Helgason, prófessor í Kaupmannahöfn og líklega mesta bókamann Íslands á sinni tíð, var hann mjög spenntur vegna þess að hann hafði verið Lesa meira
Skríll og ekki skríll
EyjanÞað er mikið deilt um notkun Nicolas Sarkozy, innanríkisráðherra Frakklands, á orðinu racaille. Þetta litla orð á að hafa hleypt öllu í bál og brand í Frakklandi. Annað orð svipaðrar merkingar er canaille. Sænski rithöfundurinn Franz G. Bengtsson, sem var óvenju fróður um margt, skrifaði um miðja síðustu öld ritgerð þar sem hann segir söguna Lesa meira
Makleg málagjöld ritstjóra
EyjanRitstjóri The Sun, mesta sorpblaðs í Bretlandi, gefur eiginmanni sínum, minniháttar stjörnu úr sápuóperu, á kjaftinn og þarf fyrir vikið að dvelja á lögreglustöð næturlangt. Enginn getur leynt gleði sinni; öllum finnst að Rebekah Wade hafi fengið makleg málagjöld. Gott á þetta pakk. Wade, nokkuð ung kona með mikið rautt hár, er frægust fyrir Naming Lesa meira
Úrslit prófkjörsins
EyjanÞegar þetta er skrifað, á laugardagskvöldi, virðist Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hafa unnið góðan sigur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Gísli Marteinn situr í þriðja sæti, en í öðru sætinu er Hanna Birna Kristjánsdóttir sem er annar sigurvegari prófkjörsins. Úrslitin má hæglega lesa sem svo að hún sé arftakinn í borginni, númer tvö, á eftir Vilhjálmi. Vonbrigði Gísla Lesa meira