Hættum griðkaupum
EyjanBreskir listamenn og grínarar, með Rowan Atkinson í fararbroddi, mótmæla nýjum lögum sem miðast við að banna andróður gegn trúarbrögðum. Samkvæmt lögunum hefði Salman Rushdie ekki getað gefið út Söngva Satans, Atkinson hefði ekki getað sýnt grínatriði þar sem múslimar krjúpa við bænir en eru í laun að leita að augnlinsu Khomeinis, Life of Brian Lesa meira
Birtum fleiri skopmyndir
EyjanEinu viðbrögðin við mótmælum í múslimalöndum gegn teikningunum af Múhammeð spámanni sem birtust í Jótlandspóstinum er að birta fleiri myndir. Út um allt, í blöðum og á vefnum. Hræddir pólitíkusar og bisnessmenn vilja að Jótlandspósturinn biðjist afsökunar en ritstjórar blaðsins hafa neitað hingað til – neyðast til að vera í felum. Óðir menn brenna danska Lesa meira
Sjálfstæðisflokkur flýgur hátt – Samfylking í vanda
EyjanVart er hægt að lesa annað út úr skoðanakönnunum en að Davíð Oddsson hafi haldið fylgi Sjálfstæðisflokksins niðri um langt skeið. Nú þegar hann er farinn mælist flokkurinn síendurtekið með vel yfir fjörutíu prósenta fylgi. Þetta gerist þrátt fyrir að Geir Haarde sé nánast ósýnilegur; í þau fáu skipti sem hann birtist virkar hann ólundarlegur. Lesa meira
Baby Mozart, Stroheim og Szabó
EyjanÞað hefur lengi verið talið að Mozart sé góður fyrir börn. Þegar Kári var ekki orðinn eins árs pantaði ég fyrir okkur spólu sem heitir Baby Mozart. Þarna dingluðu marglitir óróar og bangsar, kisur og hvolpar hoppuðu undir tónum úr verkum Mozarts – eða Múdatt eins og hann hét þá á heimili okkar. Barnið horfði Lesa meira
Nokkur atriði um tunguna
EyjanÍ mér hefur alltaf blundað málfeigðarsinni, stundum vildi ég vera alveg laus við þetta tungumál sem er talað af nokkur hundruð þúsund hræðum á afskekktu og sjálfbirgingslegu eylandi, íbúatölu smáborgar í Evrópu, útnára heimsins, handhafa menningar sem álítur sig hafa mikla yfirburði. — — — Ég hef verið að hlusta á umræður um tunguna – Lesa meira
Þrjótur úr Bond-mynd
EyjanRupert Murdoch er hrollvekjandi maður. Í raun ætti hann að leika illmennið í næstu James Bond mynd. Hún gæti þá endað með því að Bond lokaði óþverrablaðinu The Sun með tilheyrandi sprengingum og pomsarapomsi – tæki kannski Fox News með í leiðinni. Murdoch var í viðtali um helgina og sagði að hann væri þvívegis búinn Lesa meira
Sorpblöð og óvelkomin starfsemi
EyjanEinkennileg þessi hugsjón fámenns hóps að koma hér upp sorpblaðamennsku í anda þess sem gerist verst í útlöndum. Líkt og ekkert menningarsamfélag geti verið án hennar. Þeir þráast enn við núverandi og fyrrverandi blaðamenn DV, tala um múgsefjun í sinn garð, fólk hafi barasta ekki skilið hvað þeir voru að gera samfélaginu mikið gagn. Þetta Lesa meira
Þegar ég elti William Hague
EyjanÍ Morgunblaðinu er sagt frá því að Geir Haarde hafi átt fund með William Hague, þeim er nú fer með utanríkismál í skuggaráðuneyti Íhaldsflokksins á Bretlandi. Hague er eini maðurinn sem ég hef elt á röndum (enska: stalk) á blaðamannsferli mínum. Ég hefði aldrei enst lengi á DV. — — — Þannig var að sumarið Lesa meira
Plís, allt nema flís!
EyjanÞað eru prófkjör víða um land, en maður er ekki að upplifa neina æðislega spennu. Hefur ekki beint á tilfinningunni að mikilla breytinga sé að vænta eftir kosningar. Flestallt í rekstri sveitarfélaga er niðurneglt og lítt hægt að hreyfa við því; gamlir meirihlutar eru líklegir til að halda á flestum stærstu stöðunum. Það er heldur Lesa meira
Um fordóma og fáfræði
EyjanÞað er algengt mælskubragð núorðið að ásaka þá sem ekki eru sammála manni um fordóma. Þeir sem er núið slíkt um nasir verða yfirleitt kjaftstopp. Öllum finnst óþægilegt að fá á sig þennan stimpil. Biskupinn yfir Íslandi er sagður vera bæði fáfróður og fordómafullur. Hann vill bíða með að leyfa kirkjuvígslur samkynhneigðra. Lét falla þau Lesa meira