fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024

Óflokkað

Sektarþrá og eilífar afsakanir

Sektarþrá og eilífar afsakanir

Eyjan
11.02.2006

Það er sérkennilegt að heyra femínista, sem til dæmis gagnrýna af hörku launamun á Íslandi (sem miðað við þróunina í kvenfrelsisátt ætti að verða útrýmt eftir nokkur ár), verja stæka kvennakúgun í öðrum löndum – á þeim forsendum að það sé svo mikill menningarmunur. Þannig hlustaði ég á unga og bráðefnilega konu á fundi í Lesa meira

Hægri grænir?

Hægri grænir?

Eyjan
10.02.2006

Það mætti jafnvel álykta sem svo að viðskiptalífið – big business – á Íslandi sé að rísa upp gegn álvæðingunni. Að baráttan gegn henni hætti að vera í höndum þeirra sem í Ameríku nefnast trjáfaðmarar (tree-huggers), en hefur á Íslandi fremur verið kennt við lopa og fjallagrös. Fyrst stígur fram Ágúst í Bakkavör og gagnrýnir Lesa meira

Prófkjör skerpa hugann

Prófkjör skerpa hugann

Eyjan
08.02.2006

Prófkjör mega eiga það að þau skerpa huga stjórnmálamanna, þeir verða voða næmir meðan þau standa yfir. Kjartan Valgarðsson, frambjóðandi hjá Samfylkingunni, hefur fengið mág sinn Hallgrím Helgason til að teikna þessa útfærslu á Klambratúni. Börnin eiga að geta leikið sér meðan foreldrarnir spjalla yfir kaffibolla. Kjartan hefur rétt fyrir sér þegar hann segir að Lesa meira

Blýárin, Róska og Berlusconi

Blýárin, Róska og Berlusconi

Eyjan
07.02.2006

Sjónvarpið sýndi á sunnudagskvöldið heimildarþátt um listakonuna og róttæklinginn Rósku. Þetta var merkileg mynd, þótt dálítið væri hún tætingsleg. Aðallega var fjallað um tímann þegar Róska dvaldi á Ítalíu, mikil umbrotatár um og upp úr 1970. Þetta er tímabil í sögu Ítalíu sem er kallað anni di piombo – blýárin – og einkenndist af hryðjuverkum Lesa meira

Álflokkarnir, Samfylkingin og sókn félagshyggjunnar

Álflokkarnir, Samfylkingin og sókn félagshyggjunnar

Eyjan
06.02.2006

Í síðasta leiðara sínum í Fréttablaðinu, áður en nafn hans hvarf sporlaust af síðum blaðsins, skrifaði Guðmundur Magnússon um stóriðju og virkjanir. Velti fyrir sér áhrifum þeirra á stjórnmálin næstu misserin – taldi að þau gætu orðið afgerandi. Nú virðist vera að meirihluti landsmanna sé heldur hlynntur stóriðju og þeim hagvexti sem hann skapar – Lesa meira

Múgæsingar og myndir af spámanninum

Múgæsingar og myndir af spámanninum

Eyjan
05.02.2006

Sýrland er lögregluríki, sagði Flemming Rose Jensen, menningarritstjóri Jótlandspóstsins, í sjónvarpsviðtali sem ég sá áðan. Hann hefur rétt fyrir sér þegar hann segir að mótmælin í Sýrlandi hefðu ekki orðið nema með leyfi yfirvaldanna þar. Í Sýrlandi er ekki heimilt að efna til mótmæla gegn ríkisstjórninni. Í því sambandi má rifja upp fjöldamorðin í Hama Lesa meira

Stórt skúbb fyrir Reykjavík

Stórt skúbb fyrir Reykjavík

Eyjan
02.02.2006

Góður kunningi minn, arkitekt sem starfar í útlöndum, er í skýjunum yfir ráðgjafanum sem Reykjavíkurborg er búin að fá til sín vegna uppbyggingar í Vatnsmýri. Þetta er hollenskur arkitekt, Rem Koolhaas að nafni, einhver skærasta stjarnan í heimi skipulagsfræða um þessar mundir. Kunningi minn segir að það sé bylting að fá hann eftir öll mistök Lesa meira

Handboltaangistin

Handboltaangistin

Eyjan
02.02.2006

Mér finnst alltaf jafn fyndið þegar íslenska landsliðið í handbolta keppir á stórmótum, vonirnar sem eru bundnar við það og vonbrigðin sem ætíð fylgja. Eftirfarandi grein birtist í DV fyrir ári, 29. janúar 2004, mér sýnist hún eiga alveg jafn vel við nú og þá. Þarf varla að hnika til orði. Því má bæta við Lesa meira

Sjálfstæðismenn í hjarta sínu

Sjálfstæðismenn í hjarta sínu

Eyjan
01.02.2006

Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins – detta mér allar dauðar lýs úr höfði! Ég spurði í gær hvort þessi ákvörðun snerist um pólitík eða blaðamennsku – hallast nú fremur að því fyrrnefnda. Þorsteinn var óskýr minning í blaðamennsku þegar ég hóf störf fyrir aldarfjórðungi. Ritstjórn með hann og Kára Jónasson innanborðs virðist ansi settleg – maður Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af

Eiður og Vicente í KR