fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024

Óflokkað

Hver er arftakinn?

Hver er arftakinn?

Eyjan
06.03.2006

Brotthvarf Árna veikir Framsóknarflokkinn heyrir maður á NFS. Hins vegar segir alveg þveröfugt í Ríkisútvarpinu. Þar fær maður að vita að brotthvarf Árna styrki Framsóknarflokkinn. Virðulegir stjórnmálafræðingar eru hafðir fyrir báðum þessum skoðunum – Baldur Þórhallsson og Birgir Guðmundsson. Kannski getur maður farið bil beggja – sagt að þetta breyti ekki neinu. Það finnst mér Lesa meira

Um Framsóknarmenn, tálbeitur og fréttir fyrir fugla

Um Framsóknarmenn, tálbeitur og fréttir fyrir fugla

Eyjan
05.03.2006

Það er ekkert sérstakt styrkleikamerki fyrir Framsóknarflokkinn þegar sjálf vonarstjarnan, erfðaprins flokksins, hverfur snögglega úr ráðherrastóli og af þingi. Árni Magnússon hefur ábyggilega sínar gildu ástæður fyrir þessu. En miðað við skoðanakannanir hefði hann ekki átt tryggt sæti í næstu kosningum fremur en flestir aðrir þingmenn Framsóknarflokksins. Í raun er Árni að fara svipaða leið Lesa meira

Að dreifa ótta og tortryggni

Að dreifa ótta og tortryggni

Eyjan
04.03.2006

Í hinum merkilega franska sagnabálki um Ástrík eru söguhetjurnar þorpsbúar á vesturströnd Frakklands. Þær eru ekki hræddar við neitt – nema að himininn detti ofan á hausinn á þeim. Samt lifa þær í mjög hættulegum heimi, fullum af óvinahermönnum, villidýrum og ræningjum. Við á Vesturlöndum nútimans – og kannski ekki síst á Íslandi – lifum Lesa meira

Nokkrir punktar um íslamskan fasisma, Miðausturlönd og Vestrið

Nokkrir punktar um íslamskan fasisma, Miðausturlönd og Vestrið

Eyjan
27.02.2006

1.Íraksstríðið er mistök. Háð á röngum forsendum, byggt á ofurbjartsýni svokallaðra neocona í Bandaríkjunum um að hægt sé að breiða vestrænt lýðræði út um heiminn með valdi peninga og vopna og þá muni menn falla að fótum þess. En þetta reyndist ekki svo einfalt. 2.Að hluta til upplognar ástæður fyrir innrásinni í Írak hafa grafið Lesa meira

Irving á líka að hafa málfrelsi

Irving á líka að hafa málfrelsi

Eyjan
22.02.2006

David Irving er ekki fínasti pappírinn í sagnfræðinni. Fyrir mörgum árum reyndi ég að glugga í bók eftir hann, man helst að hún var illa skrifuð og þvælin. Hann hefur sýnt sig að vera rasisti og gyðingahatari, átrunaðargoð nýnasista og gestur á samkomum þeirra. Irving byrjaði feril sinn sem stríðssagnfræðingur sem naut nokkurs álits, en Lesa meira

Skynsemi sem er gengin af göflunum

Skynsemi sem er gengin af göflunum

Eyjan
22.02.2006

Hagvaxtarhyggjan er stækasti rétttrunaður samtímans. Hún er nánast eini mælikvarðinn sem er lagður á verk ríkisstjórna. Það sem er einkennilegast við hana er að hún íklæðist gervi skynseminnar, lætur eins og hún sé hin eina og sanna skynsemi. Því er svo erfitt fyrir stjórnmálamenn að víkja af götu hennar. Þrátt fyrir að í raun sé Lesa meira

Nú þarf að fá botn í málið

Nú þarf að fá botn í málið

Eyjan
21.02.2006

Það er seint hægt að segja að Halldór Ásgrímsson og Valgerður Sverrisdóttir hafi höndlað hið endurvakta Búnaðarbankamál vel í þinginu á mánudag. Halldór lýsti því yfir að hann hefði hringt í ríkisendurskoðanda um morguninn og hann hefði fullvissað sig um að ekkert nýtt væri í málinu. Hvers konar stjórnsýsla er það? Getur forsætisráðherra bara hringt Lesa meira

Misskilin góðmennska

Misskilin góðmennska

Eyjan
20.02.2006

Það er stundum erfitt að að eiga við góðmennskuna þegar hún gengur ut í öfgar. Maður getur varla andmælt henni án þess að líta út eins og fól. En mér finnst að það sé hérumbil mál fyrir barnaverndayfirvöld þegar ung börn eru látin leika í auglýsingum um kynferðislegt ofbeldi. Þetta er liður í herferð félagsskapar Lesa meira

Blaðamannaverðlaun, uppreisn á barnaheimili, Grikklandsævintýri

Blaðamannaverðlaun, uppreisn á barnaheimili, Grikklandsævintýri

Eyjan
14.02.2006

Það er ekki mikill glamúr yfir blaðamennsku á Íslandi, ónei. Allavega ekki ef marka má tilnefningar til blaðamannaverðlauna sem afhent verða á pressuballi 18. febrúar. Þarna er vandlega gætt að hafa jafnvægi milli fjölmiðla (DV þó ekki með), en annars virðist vera eindregin tilhneiging í þá átt að verðlauna þungar greinar um einhver alvörumál – Lesa meira

Bítlabærinn – Þjóðleikhús að hrynja

Bítlabærinn – Þjóðleikhús að hrynja

Eyjan
12.02.2006

Heimildarmynd Þorgeirs Guðmundssonar um bítlabæinn Keflavík er stórskemmtileg. Hún hefur verið sýnd í sjónvarpinu tvö síðustu sunnudagskvöld. Þarna kætti mann ýmislegt gamalt myndefni: viðtal við Gunnar Jökul í búðarmannaslopp sem ég mundi eftir að hafa séð eitt sinn, Árni Gunnarsson fréttamaður í mokkajakka á Hallærisplaninu að segja unglingum að fara heim til sín, hjómsveitin Júdas Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af