fbpx
Föstudagur 19.júlí 2024

Óflokkað

Þvermóðska eða málefnaleg rök

Þvermóðska eða málefnaleg rök

Eyjan
24.10.2006

Fékk þetta bréf í morgun frá kunningja mínum í London – þar sem ég sit reyndar sjálfur og set þetta inn á vefinn í lélegu netsambandi á Starbucks-kaffihúsi. Veður gott, um 15 stiga hiti, gengur á með skúrum, sýnist vera að birta til. Fórum í gær í St. James Park þar sem íkornarnir hoppa og Lesa meira

Einar, Kristján, Ishmael og Ahab

Einar, Kristján, Ishmael og Ahab

Eyjan
23.10.2006

Það að ekki megi veiða hvali hefur ósköp lítið með það að gera núorðið að hvalir séu í útrýmingarhættu, heldur er þetta það sem heitir specisismi – við getum reynt að klúðra því yfir á íslensku og kallað það tegundarhyggju. Þetta er einhvers konar rasismi sem snýr að dýraríkinu og felur í sér að sumar Lesa meira

Langir hnífar, hleranir, prófkjör og bílastæði

Langir hnífar, hleranir, prófkjör og bílastæði

Eyjan
19.10.2006

Það tíðkast hin breiðu spjótin hjá Sjálfstæðisflokknum – eða hinir löngu hnífar. Andrés Magnússon, dyggur stuðningsmaður Björns Bjarnasonar, skrifar pistil í Blaðið í dag sem er til marks um djúpar áhyggjur Björnsmanna vegna prófkjörsins um aðra helgi. Greinin ber fyrirsögnina Nótt hinna löngu hnífa. Munar ekki um það – þetta var nóttin þegar Hitler gekk Lesa meira

Óráðskennt hjal um Ríkisútvarp, ólæs þjóð, hernaðaræði

Óráðskennt hjal um Ríkisútvarp, ólæs þjóð, hernaðaræði

Eyjan
17.10.2006

Löng umræða um Ríkisútvarpið á Alþingi í gær var mestanpart á fantasíusviðinu. Þetta var eins og úr Lísu í Undralandi, mörk raunveruleikans hurfu barasta. Stjórnarandstaðan reyndi að halda því fram langt fram á nótt að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að selja Rúv – hlutafélagavæðingin væri bara fyrsta skrefið í því. En það ekki flugufótur fyrir þessu. Flokkurinn Lesa meira

Draugar fortíðar

Draugar fortíðar

Eyjan
16.10.2006

Það hlýtur að teljast þolanlega sanngjörn krafa ef menn ætla að stofna leynilögreglu – eða hvað menn vilja kalla það – að upplýst verði hvað var hérna fyrir. Því það er einhver draugagangur úr fortíðinni, leifar af einhverju sem menn vilja ekki að komi fram í dagsljósið. Sumir segja, ja, við vissum þetta alltaf, það Lesa meira

Höll til sölu

Höll til sölu

Eyjan
14.10.2006

Það á að selja Fríkirkjuveg 11. Þar fór ég á skátafundi þegar ég var strákur. Á þeim tíma var sagt að í skátunum lærði maður að runka sér, í skólanum að reykja, en í íþróttafélögunum að drekka. Hefur líklega skánað síðan. Svo fór ég þangað seinna til að taka við verðlaunum fyrir eitthvert borðtennismót og Lesa meira

Má ekki eyðileggja myrkrið?

Má ekki eyðileggja myrkrið?

Eyjan
11.10.2006

Yoko Ono fer enn í taugarnar á fólki. Sumir fyrirgefa henni ekki að hafa eyðilagt Bítlana – en kommon, það var fyrir fjörutíu árum. Og frægð Bítlanna byggir auðvitað ekki síst á því að þeir hættu einmitt á þessum tíma, á toppnum. Nú er Yoko komin í hóp Íslandsvina, það verður varla þverfótað fyrir henni Lesa meira

Vill enginn vinna í álveri?

Vill enginn vinna í álveri?

Eyjan
10.10.2006

Ein bábiljan sem haldið hefur verið fram í deilunum um stóriðju er að fólk kæri sig ekki um störf í álveri. Ég man ekki betur en að Sigurður Gísli Pálmason, einn af íslensku stórkapítalistunum, hafi eitt sinn spurt í ræðu hjá Verslunarráðinu hvort fólk vildi láta börnin sín vinna í álveri? Þá spurði einhver á Lesa meira

Allir kokkar gleðjast

Allir kokkar gleðjast

Eyjan
09.10.2006

Í gær var ég að lýsa eftir því að menn færu að gera eitthvað í sambandi við hið brjálæðislega matarverð í stað þess að tala bara út í eitt. Og nú er það komið, matarskattur svokallaður verður lækkaður í 7 prósent, bæði á vörum sem hafa borðið 14 og 25 prósenta virðisaukaskatt. Það ætti að Lesa meira

Skemmdarverk við rússneska sendiráðið

Skemmdarverk við rússneska sendiráðið

Eyjan
08.10.2006

Þetta er náttúrlega stóralvarlegt mál með ungu mennina sem í fylleríi stálu fána við rússneska sendiráðið. Þeir verða væntanlega ákærðir fyrir móðgun við stórveldið. Ég veit ekki hvort þetta er tími fyrir játningar, en sjálfur var ég vakinn einn sumarmorgun fyrir meira en tuttugu árum af fílefldum lögreglumönnum sem vildu yfirheyra mig vegna skemmdarverka við Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af