fbpx
Föstudagur 19.júlí 2024

Óflokkað

Klofnar Frjálslyndi flokkurinn?

Klofnar Frjálslyndi flokkurinn?

Eyjan
05.11.2006

Er hugsanlegt að Frjálslyndi flokkurinn klofni í kringum innflytjendamálin? Magnús Hafsteinsson, Sigurjón Þórðarson og hinn nýji liðsmaður, Jón Magnússon, taka mjög harða afstöðu gegn þeirri útlendingapólitík sem hér hefur verið við lýði – og varla nokkur hefur árætt að draga verulega í efa. Spurningin er hvort Frjálslyndi flokkurinn fylgir þeim þessa braut – hvað segir Lesa meira

Kjarnorka, fjölmiðlar, atvinnupólitíkusar, Ögmundur og Ármann

Kjarnorka, fjölmiðlar, atvinnupólitíkusar, Ögmundur og Ármann

Eyjan
04.11.2006

Ef mönnum er alvara með skelfileg áhrif loftslagsbreytinga er ekki nokkur leið að horfa fram hjá kjarnorku. Það getur ekki talist vera annað en hræsni. Staðreyndin er sú að afar fáir hafa látið lífið vegna friðsamlegrar notkunar kjarnorku – tölurnar um mannfall vegna Tsjernóbyl hafa til dæmis verið stórlega ofmetnar – og það að koma Lesa meira

Hin ljóta gretta trúarbragðanna

Hin ljóta gretta trúarbragðanna

Eyjan
02.11.2006

Það vakti mikla athygli fyrr í haust þegar Jack Straw, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, hélt ræðu um búning múslimakvenna. Straw lagði sig fram um að tala varlega – en viðbrögðin voru samt mjög heiftarleg. Hann var ásakaður um islamófóbíu og rasisma. Samt sagði hann ekki annað en að hann vildi óska þess að múslimakonur sem hann Lesa meira

Kall leiklistargyðjunnar

Kall leiklistargyðjunnar

Eyjan
01.11.2006

Leiklistin er heillandi. Þegar ég var unglingur var sagt að mjög spennandi væri að fara í Leiklistarskólann vegna þess að þar færu allir saman í sturtu, karlar og konur. Einnig var sagt að karlkyns nemendur í skólanum stunduðu reglulegar tippamælingar í búningsklefum. Nú berast fréttir af því að fyrsta árs nemar í Listaháskólanum hafi tekið Lesa meira

Nauðsyn þess að endurnýja

Nauðsyn þess að endurnýja

Eyjan
31.10.2006

Ekki verður annað séð en að niðurstöðurnar úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins séu stórkostleg áskorun til Samfylkingarinnar um að endurnýja á framboðslistum sínum. Því eins og gamall sjálfstæðismaður sagði við mig lýsir af Guðfinnu Bjarnadóttur á lista Sjálfstæðisflokksins og Illugi Gunnarsson er líka mikið efni, kannski mesti framtíðarmaðurinn í flokknum. Andspænis þessu þarf Samfylkingin að hugsa sinn Lesa meira

Þorir meðan aðrir þegja

Þorir meðan aðrir þegja

Eyjan
30.10.2006

Ég get ekki séð mikið óeðlilegt við að Ekstrablaðið danska fjalli um íslenska kapítalista. Má vera að þetta sé ekkert ofboðslega vandað – en þetta er jú blaðið sem bjó til slagorðið Þorir meðan aðrir þegja. Frekar að þetta afhjúpi ódöngun íslenskra fjölmiðla sem hafa mestanpart látið eiga sig að fjalla um nýja auðvaldið á Lesa meira

Að loknu prófkjöri

Að loknu prófkjöri

Eyjan
30.10.2006

Ekki er alveg nákvæmt hjá Birni Bjarnasyni að ég hafi talið að sömu örlög myndu bíða hans og Geirs Hallgrímssonar – að hann myndi fá slíka útreið í prófkjörinu að hann hrapaði niður listann. Hins vegar nefndi ég einhvers staðar að slíkt gæti verið möguleiki. Ég leyfði mér hins vegar að spá Guðlaugi Þór sigri. Lesa meira

Sjálfstæðisflokkurinn breytir um ham

Sjálfstæðisflokkurinn breytir um ham

Eyjan
27.10.2006

Prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík er alltaf fjör. Því hvað sem verður um flokkinn sagt, þá er hann eina raunverulega fjöldahreyfingin í íslenskri pólitík. Það þykir lélegt ef ekki mæta fleiri en tíu þúsund manns til að kjósa. Prófkjörin hafa líka stundum verið dramatísk – hrikalegust voru átökin auðvitað þegar sjálfur formaður flokksins, Geir Hallgrímsson, Lesa meira

Grænir skattar og Chelsea traktorar

Grænir skattar og Chelsea traktorar

Eyjan
26.10.2006

Kannski eru loftslagsbreytingar aðalmálið? Í nýrri skýrslu, sem er samin af fyrrum aðalhagfræðingi Alþjóðabankans, segir að hlýnun jarðar muni valda heimskreppu. Hún verði svo djúp að jafnast á við það sem gerðist 1929 og í tveimur heimstyrjöldum. Hér í Bretlandi er Íhaldsflokkurinn meira að segja að verða meðvitaður um þetta. David Cameron lætur taka myndir Lesa meira

Um hvað á pólitíkin að snúast?

Um hvað á pólitíkin að snúast?

Eyjan
25.10.2006

Ég veit ekki alltaf hvort það er gaman að vera kominn aftur heim og farinn að fjalla um pólitíkina hérna. En þetta er kosningavetur, svo þetta ætti að verða spennandi. En – um hvað á þetta allt að snúast? Er um eitthvað að ræða? Höldum við áfram með gatslitnustu umræðuefni síðustu ára, virkjunina við Kárahnjúka, Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af