fbpx
Föstudagur 19.júlí 2024

Óflokkað

Chilepistill

Chilepistill

Eyjan
12.12.2006

Nú er Pinochet dauður. Farið hefur fé betra. Kerlingarófétið hún Thatcher má syrgja hann. En það rifjast upp fyrir manni ýmislegt honum tengt. Lögin eftir Victor Jara sem hljómuðu á grammófónum vinstrisinnaðs menntafólks á áttunda áratugnum – Jara var misþyrmt og hann svo drepinn af mönnum Pinochets. Stórbrotinn kveðskapurinn eftir Neruda, annan Chilemann, sem fékk Lesa meira

181 dagur

181 dagur

Eyjan
11.12.2006

Mér telst til að Alþingi hafi setið 181 dag á þessu ári, semsagt innan við hálft ár. Þá tel ég með laugardaga og sunnudaga – þetta er tíminn þegar þing starfaði, fyrst frá miðjum janúar fram í maíbyrjun, síðan örfáa daga í byrjun júní og loks frá október fram í desember. Ég er ekki einn Lesa meira

Fjölmiðlapistill

Fjölmiðlapistill

Eyjan
10.12.2006

Mannaráðningar á Fréttablaðinu verða sífellt merkilegri. Það fer altént ekki á milli mála að hlutur stjórnarflokkanna hefur verið rækilega leiðréttur á blaðinu – fyrst með ráðningu Þorsteins Pálssonar og nú með skipan Péturs Gunnarssonar í stöðu fréttastjóra. Pétur er vissulega mjög öflugur blaðamaður, var árum saman á Mogganum, greindur og vel að sér, en maður Lesa meira

Þingmenn í fallhættu – mörg ný andlit

Þingmenn í fallhættu – mörg ný andlit

Eyjan
08.12.2006

Skoðanakannanir sýna að fylgið er á talsverðri hreyfingu milli flokka. Ég geld reyndar varhug við skoðanakönnun sem birt var í dag frá batteríi sem kallar sig Plúsinn – hún er gerð í gegnum netið með aðferðafræði sem telst vafasöm. Hitt er víst að útspil Frjálslynda flokksins í innflytjendamálum hefur hreyft við kjósendum. Hin mikla uppsveifla Lesa meira

Tvær bíómyndir

Tvær bíómyndir

Eyjan
07.12.2006

Ég hef alltaf haft tvíbenta afstöðu til Bondmynda. Að sumu leyti geta þær verið þægileg afþreying, en mér hafa líka reynst þær besta svefnmeðal. Því aldrei gerist neitt óvænt í Bondmynd. Þannig sofnaði ég yfir þarsíðustu Bondmynd á sýningu í Laugarásbíói fyrir nokkrum árum. Nú hefur maður lesið að nýja Bondmyndin eigi að vera miklu Lesa meira

Jól við Oxford Street

Jól við Oxford Street

Eyjan
05.12.2006

Vont var að missa af Silfrinu en nú sit ég með kvíðahnút í maganum á kaffihúsi við Oxford Street og finnst að ég þurfi að fara að kaupa jólagjafir. Traffíkin er brjálæðisleg og allir að rekast utan í alla… Er nú kominn í gamalkunnar stellingar að skrifa á netið á kaffihúsi. Sit á Starbuck´s sem Lesa meira

Messufall

Messufall

Eyjan
04.12.2006

Nú gerðist það sem ekki hefur áður orðið í átta ára sögu Silfurs Egils. Það varð messufall hjá mér. Sem er náttúrlega vont þegar maður er að sumu leyti eins manns fjölmiðill. Ég þakka Svavari Halldórssyni vel fyrir að hlaupa í skarðið fyrir mig á síðustu stundu. Ástæðan fyrir þessu er einfaldlega sú að ég Lesa meira

Davíð kveður

Davíð kveður

Eyjan
01.12.2006

Davíð Oddsson er í merkilegu viðhafnarviðtali við Morgunblaðið í dag, það dugir ekki minna en aukablað til að kveðja foringjann. Viðtalið er eins konar uppgjör í lok valdaferilsins, hann fer yfir árin í borgarstjórn og ríkisstjórn, en í lokin er komið að samtímanum. Þar verður Davíð tíðrætt um völd auðhringsins Baugs eins og hann kallar Lesa meira

Uppgjörið við Írak, kalt stríð í ríkisstjórninni, ný viðreisn

Uppgjörið við Írak, kalt stríð í ríkisstjórninni, ný viðreisn

Eyjan
27.11.2006

Björn Bjarnason segir á vef sínum að ein meginástæðan fyrir stuðningnum við Íraksstríðið sé að Íslendingar standi með vinum sínum – "hefðbundnum samstarfsríkjum". En er ekki vinur sá er til vamms segir? Þegar vinir manns eru í tómu rugli, er maður þá að gera þeim greiða með því að fylgja þeim eftir í blindni? Nei, Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af