Pamuk, skáld Borgarinnar
EyjanÍ sumar sagði ég við vinkonu mína í Istanbul að Ohran Pamuk myndi fá Nóbelsverðlaunin, það kom mér heldur ekki á óvart að það skyldi gerast svo fljótt – strax síðasta haust. Kannski er Pamuk merkilegasti rithöfundur í heimi um þessar mundir, ekki bara vegna þess að hann sé svona góður, heldur líka vegna þess Lesa meira
Sumarfrí Blairs, landið kvatt, ónýtar byggingar, Hugo Chavez
EyjanTony Blair liggur undir ámæli fyrir að vilja ekki fórna fríum sínum sem hann tekur oft fjarri heimabyggð. Þetta þýðir að Blair þarf að fljúga langvegu, til staða eins og Bahamas eða Miami, með tilheyrandi útblæstri koltvísýrings. Breskir umhverfissinnar hafa látið skammirnar dynja á forsætisráðherranum fyrir þetta. Kannski ætti hann næst að fara til Brighton Lesa meira
Nýriki Nonni og stórfyrirtækin
EyjanÍslenskir auðmenn eru það sem kallast nouveaux riches. Þetta segir ekki bara að auður þeirra sé nýr, heldur líka og ekki síður að smekkur þeirra er nýríkur. Þetta birtist í hinum skoplega bankastjóra Kaupþings í London sem heldur að sé fínt að láta Duran Duran og Tom Jones spila í partíum fyrir sig og vini Lesa meira
Hvað gerir Samfylkingin?
EyjanEr Samfylkingin komin með upp í kok af Vinstri grænum? Vinstri grænir koma stímandi upp að hliðinni á Samfylkingunni, hóta að verða fylgismeiri en hún, virka fullir af sjálfsöryggi og krafti. Tortryggnin mllli VG og Samfylkingarinnar er óskapleg, líklega er hún hvergi meiri á hinu pólitíska landakorti. Pirringurinn birtist með ýmsu móti þessa dagana. Með Lesa meira
Vofa Víkverja gengur ljósum logum
EyjanÞað er mikið um auglýsingar sem maður getur látið fara í taugarnar á sér. Þá er auðvitað best að slökkva á sjónvarpinu, segja menn. En í skammdeginu vill maður kannski láta sumt fara í taugarnar á sér. Vond er auglýsingaherferð Kaupþings – hún er ótrúlega misheppnuð. Enn verri eru auglýsingarnar fráAlcan með englasöngnum í kerskálanum. Lesa meira
Ekki meiri Cleese, plís!
EyjanÉg sé að Guðmundur Magnússon er ekki hrifinn af pistli mínum frá því í gær. Jú, má vera að ég hafi tekið sterkt til orða. En það er full ástæða til. Okurvextirnir hérna eru þjóðarböl. Það er ekki hægt að láta eins og bankarnir beri ekki þar sök á, að þeir séu bara að starfa Lesa meira
Ekki blogg – gleðilegt ár
EyjanNú þegar árið er að renna sitt skeið langar mig að taka fram að ég hef aldrei skrifað blogg. Sögu mína á internetinu má rekja til 1. febrúar árið 2000, sem er sirka fimm árum áður en bloggið var fundið upp. Þar af leiðandi get ég ekki verið bloggari. Ég hef skrifað á netið í Lesa meira
Saddam hengdur, dapurt líf pólitíkusa, góður tími, Kryddsíld
EyjanJónas Kristjánsson vitnaði um daginn í bókina The March of Folly eftir Barböru Tuchman. Mér hefur líka oft verið hugsað til þessarar bókar undanfarna mánuði og ekki síst í dag eftir aftöku Saddams Husseins. Tuchman skrifaði um hvernig heimska leiddi til glötunar í mörgum frægum styrjöldum fortíðarinnar, allt frá Trjóju til Víetnam. Heimskan ríður heldur Lesa meira
Stækkun álversins, ræða útvarpsstjóra, aftaka Saddams
EyjanÉg á von á því að stækkun álversins í Straumsvík verði samþykkt. Nálægðin við álverið hefur náttúrlega verið mikilvæg fyrir Hafnarfjörð í gegnum tíðina. Þarna hafa mörg hundruð manns haft nokkuð vel launaða vinnu, ef fjölskyldur þeirra eru taldar með og margföldunaráhrifin má fullyrða að álverið hafi að nokkru leyti haldið uppi lífinu í Hafnarfirði. Lesa meira
Davíð í pólitík, okurvextir, Dómínós
EyjanSamkvæmt þessu (sem ég var reyndar búinn að segja frá fyrir jól) og þessu er Davíð Oddsson ekki bara að káfa utan í pólitíkinni, hann er kominn á fullt í hana aftur. Hann viðrar ekki bara skoðanir á efnahagsmálum, heldur líka þróunaraðstoð, Evrópusambandinu og framboðinu til öryggisráðsins. Hvernig ætli þetta mælist fyrir hjá forystu flokksins Lesa meira