Biblía laus við kynjað tungutak
EyjanNú á að fara að gefa út svonefnda Biblíu 21. aldarinnar – það mun vera ný Biblíuþýðing, Þetta telst til talsverðra tíðinda, enda er þar tekið mið af svonefndu "máli beggja kynja" en fyrir því hefur verið rekinn áróður innan þjóðkirkjunnar, ekki síst úr röðum Kvennakirkjunnar. Þetta felur í sér að gerðar eru breytingar á Lesa meira
Spilltur fótbolti
EyjanÁ breskri bloggsíðu les ég ágæta grein um dauða þess sem er kallað leikur fólksins – the people´s game. Nú er búið að selja sex af stóru ensku fótboltaklúbbunum til útlendra auðjöfra. Liðin eru fyrst og fremst orðin það sem kallast franchise – vörumerki. Einu sinni taldi ég mig halda með Liverpool. Það var á Lesa meira
Ómar fær ekki að tala, Sólrún tekur á sig rögg, konur í pólitík
EyjanÓmar Ragnarsson mun ekki hafa fengið að ávarpa fund Framtíðarlandsins í kvöld. Hann taldist víst ekki fullgildur meðlimur. Samt hafði honum verið boðið fyrsta sætið á lista þess – ef af framboði yrði. Þrátt fyrir þetta lét Ómar rödd sína heyrast í fréttum þar sem hann sagðist vera á móti framboði Framtíðarlandsins. Lógíkin hjá karlinum Lesa meira
Víðernin, hálendisvegur, Byrgismál, Breiðavík, póstlistar, taugaveiki
EyjanStærstu ósnortnu víðerni í Evrópu er orðin einhvers konar mantra. Vei þeim sem kann ekki að meta þau, eða lýsir hrifningu sinni ekki nógu sterkt. Ég vil leggja veg yfir hálendið. Viltu eyðileggja stærstu ósnortnu víðerni í Evrópu? Úbbs. Best að segja ekki meira. — — — Fyrst þegar Byrgismálið kom upp varð mér aðeins Lesa meira
Óboðlegar skoðanakannanir
EyjanSkoðanakönnun sem Blaðið birtir í morgun byggir á um það bil 300 manns. Úrtakið í könnuninni er 750. Svarhlutfallið er 88 prósent. Af þeim taka 53 prósent afstöðu. Þetta er ekkert til að byggja neina umræðu á. Enda virðist sumt í könnuninni vera alveg út úr kortinu – til dæmis 45,4 prósenta fylgi Sjálfstæðisflokksins. Er Lesa meira
Kjalvegur, Örfirisey, Framtíðarlandið, Stúdentapólitík, Moggaforsíða
EyjanÉg er ekki alveg að kaupa þá kenningu að fjallvegur yfir Kjöl eyðileggi hálendi Íslands. Þessu er meðal annars haldið fram í mjög æstum leiðara í Mogganum í dag þar sem Ómar Ragnarsson og Andri Snær Magnason eru krafðir svara um framkvæmdina. Snyrtilegur upphækkaður vegur þarf ekki að vera til meiri lýta en vegarslóðar þaðan Lesa meira
Bensínstöðvablús
EyjanÍslendingar eru haldnir einhvers konar bensínstöðva-fetishisma. Hér eru bensínstöðvar út um allt og passað upp á að hafa þær einstaklega áberandi í borgarlandslaginu. Þar sem ég hef komið í útlendum borgum er yfirleitt reynt að fela bensínstöðvar, en hér er því líkast að við séum alltaf stödd úti við þjóðveg – bíðum eftir því að Lesa meira
Kosningavíxlar, samgönguáætlun, loftslagsbreytingar, prumpandi kýr
EyjanLoforðasúpa ráðherra fyrir kosningar er gengin langt út í öfgar. Hví leggur samgönguráðherra fram samgönguáætlun þremur mánuðum fyrir kosningar? Er það ekki í hæsta máta óeðlilegt? Býst einhver við því að Sturla Böðvarsson verði ráðherra eftir kosningarnar? Eru loforð hans einhvers virði? Heyrir maður til dæmis um stjórnanda fyrirtækis sem leggur fram allsherjar stefnu fyrir Lesa meira
Vinstrimenn fá á kjaftinn, áfengi í matvörubúðum, hátæknispítalinn
EyjanUm fátt er meira deilt í Bretlandi þessa dagana en nýútkomna bók blaðamannsins Nick Cohen. Bókin nefnist What´s Left og fjallar um vinstrimenn. Umdeildasta kenning Cohens er sú að vinstri hreyfingin hafi misst æruna í tengslum við Íraksstríðið, 11/9 og stríðið á Balkanskaga. Hún hafi blindast af slíku hatri á Bandaríkjunum að hún hafi farið Lesa meira
Utanríkismálanefnd í stuði, Latibær, Chavez, verðlagshetja
EyjanHalldór Blöndal ætlar að boða forsetaritara fyrir utanríkismálanefnd til að hlýða honum yfir um setu forsetans í svonefndu þróunarráði Indlands. Þetta er mikið ofurkapp. Fátt vita Halldór og vinir hans skemmtilegra en að koma Ólafi Ragnari í bobba. Það voru hann og Davíð sem héldu heimastjórnarafmælið snemma árs 2004 og pössuðu vandlega að forsetinn kæmi Lesa meira