fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024

Óflokkað

Kosningarnar í hnotskurn, flokkarnir nota tónlistina, mislukkuð sameining

Kosningarnar í hnotskurn, flokkarnir nota tónlistina, mislukkuð sameining

Eyjan
03.05.2007

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra rifjar upp gamla takta úr hljómsveitinni Upplyftingu í baráttulagi Framsóknar sem finna má á vef flokksins. Magnús hefur engu gleymt þegar hann syngur lagið Árangur áfram, ekkert stopp með barnakór, hljómar pínulítið eins og hann sé frá Norður-Kóreu, eða kannski er þetta bara ungi framsóknarmaðurinn? Lagið má heyra með því að smella Lesa meira

Íslandshreyfingin fer á taugum, tópasbyltingin, starfslok Bjarna, gamli Moggi

Íslandshreyfingin fer á taugum, tópasbyltingin, starfslok Bjarna, gamli Moggi

Eyjan
02.05.2007

Íslandshreyfingin virðist vera að missa kúlið. Það er kannski ekki furða í ljósi þess hversu fylgið er lítið. Aðeins 2,8 prósent í Reykjavík norður – þar sem fylgið hefði líklega átt að vera mest. Væntingarnar voru talsverðar og vonbrigðin því mikil. Liðsmenn Íslandshreyfingarinnar virðast aðallega fá útrás með því að ráðast á fjölmiðlamenn. Margrét Sverrisdóttir Lesa meira

Grímseyjarferð, Dorniervél Arngríms, dóttir Tryggva, fyrsti maí

Grímseyjarferð, Dorniervél Arngríms, dóttir Tryggva, fyrsti maí

Eyjan
01.05.2007

Ég fór norður í Grímsey í dag til að stjórna málþingi sem þar var haldið á vegum Sjálfstæðisflokksins undir yfirskriftinni Er jörðin flöt? Kannski er ekki góð latína fyrir fjölmiðlamenn að stjórna fundum á vegum stjórnmálaflokka, en ég stóðst ekki mátið að komast út í Grímsey í fyrsta skipti á ævinni. Það þýðir ekki að Lesa meira

Samtrygging, Ólafur Ragnar og stjórnarmyndanir, forsetakjör

Samtrygging, Ólafur Ragnar og stjórnarmyndanir, forsetakjör

Eyjan
30.04.2007

Til er nokkuð sem heitir samtrygging stjórmálaflokka. Hún fór í gang þegar pólitíkusar skömmtuðu sér miklu betri eftirlaunakjör en fólkið í landinu. Hennar sér líka staðiþegar gera á breytingar á kosningakerfinu. Þegar flokkarnir samþykktu einróma að úthluta sjálfum sér fé úr ríkissjóði til að standa straum af kosningabaráttu var það líka dæmi um samtryggingu. Og Lesa meira

Vondar auglýsingar, of duglegur þingforseti, pólitísk óvissa

Vondar auglýsingar, of duglegur þingforseti, pólitísk óvissa

Eyjan
27.04.2007

Nokkrar kosningaauglýsingar vekja athygli fyrir hvað þær eru vondar. Þar skal fyrsta telja vefauglýsingu Samfylkingarinnar á Suðurlandi þar sem frambjóðarnir spila billjarð og Lúðvík Bergvinsson kallar Róbert Marshall "sprækan strák". Í flokki sem hefur rauða kúlu sem tákn er sorglegt að engum frambjóðendanna skuli takast að setja kúluna niður. Svo er það auglýsing Framsóknarflokksins þar Lesa meira

Endurreisn Lækjartorgs,sígaunar í Reykjavík, sjálfsmynd Akureyrar

Endurreisn Lækjartorgs,sígaunar í Reykjavík, sjálfsmynd Akureyrar

Eyjan
26.04.2007

Atli Heimir Sveinsson birtir frábæra grein í Morgunblaðinu í morgun. Atli hvetur til þess að fenginn verði einhver af bestu arkitektum í heimi til að byggja þarna hús. Atli skrifar: "Ég legg til að fenginn verði frábær, heimsþekktur arkitekt erlendis frá, til að hanna hús á brunarústunum. Í hugann koma nöfn eins og Gehry, Foster, Lesa meira

Spillingarbæli, málefnasnauð kosningabarátta, prestar og pólitík

Spillingarbæli, málefnasnauð kosningabarátta, prestar og pólitík

Eyjan
26.04.2007

Ég kom í fyrsta sinni á ævinni inn í hús Orkuveitu Reykjavíkur í dag. Missti svo út úr mér í kosningaútsendingu þar að þetta væri spillingarbæli. Ég stend fyllilega við það. Mér var gjörsamlega ofboðið að koma inn í þessa byggingu – og ég veit að svo var einnig með marga starfsfélaga mína. Varð bara Lesa meira

Fagurfræði alræðisins, kalda stríðið, ljóskur og karlhlunkar

Fagurfræði alræðisins, kalda stríðið, ljóskur og karlhlunkar

Eyjan
23.04.2007

Ég held að tónlistarmaðurinn Brian Ferry hafi alltaf verið hálfgerður bjáni. Man að ég sá einhvern tíma viðtal við tónlistargagnrýnanda sem sagði að Ferry væri best geymdur úti í horni með kokkteilglas. Ferry hljóp víst á sig um daginn þegar hann fór að tala um hvað ýmis tákn nasismans væru flott. Þetta vakti mikla hneykslun Lesa meira

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Ekki missa af