Dýr fiskur
EyjanÍ gær keypti ég þrjá fiska af karli sem kemur hérna upp í þorpið á morgnana og selur fisk. Þeir voru samanlagt 1,7 kíló, kostuðu 52 evrur. Ég kann ekki að nefna þessa fiska, Grikkir kalla þá Barbounia. Fiskur er dýr í Grikklandi. Hann er matur fyrir ríkt fólk. Vinkona mín hérna sem er aðeins Lesa meira
Afríka, íhlutunarstefna og Kínverjar
EyjanDer Spiegel gaf út stórmerkilegt sérhefti um Afríku. Þarna eru ýmsar merkilegar spurningar. Til dæmis er spurt að hve miklu leyti ástandið í Afríku sé hvíta manninum að kenna? Í skoðanakönnun sem gerð var í álfunni nýskeð kom í ljós að íbúar hennar töldu Robert Mugabe þriðja merkasta afríkumanninn – í fyrsta sæti var Mandela. Lesa meira
Skoskur Halldór
EyjanTony Blair er að fara frá í dag. Mér dettur ekki margt í hug að segja í því sambandi. En það sýnir hvað hann hefur verið öflugur að andstæðingur hans í pólitík, David Cameron, er lifandi eftirmynd hans í pólitísku tilliti – eins og snýttur út úr nefinu á Blair. Það segir sína sögu. Bretland Lesa meira
Hitinn mikli
EyjanÁ bílastæðinu við hótelið þar sem við dveljum halda til tvær kindur og stundum asni. Þetta er ósköp vinalegt en mikið hlýtur skepnunum að vera heitt. Hitabylgja gengur yfir austanvert Miðjarðarhafið. Í gær náði ég að sjá helminginn af sjónvarpsfréttatíma. Þar var ekki fjallað um neitt annað en hitann. Í Aþenu fór hann upp meira Lesa meira
CHURCHILL OG ÖRLAGASTUNDIN
EyjanÍ nýútkominni bók, A History of Modern Britain, skrifar Andrew Marr um örlagastund, augnablik sem hann segir að hafi haft áhrif á allt sem eftir kom. Þetta var 28. maí 1940. Þýski herinn hafði lagt undir sig Frakkland, Niðurlönd, Noreg og Danmörku. Breski herinn var innikróaður í Dunkirk og var að reyna að komast undan Lesa meira
OFFRAMBOÐ
EyjanMenn geta skrifað bækur um ýmislegt – eitt af því sem er örugglega offramboð af eru bækur um Bítlana. Ég var að lesa um nýútkomna bók um hljómsveitina. Aðalkenningin í henni er sú að Bítlarnir hafi eiginlega ekki borið sitt barr eftir að Pete Best hætti…
Folegandros
EyjanÁ eyjunni Folegandros er hérumbil aldrei logn. Við erum á gistihúsi uppi á háum kletti, hér blása vindar alla daga. Nema í dag. Þá var allt í einu logn. Engin kæling af sjónum. Undir kvöld kom svo funheitur vindur, líklega einhvers staðar úr eyðimörkum Afríku. Þetta var eins og að vera í blástursofni, loftið var Lesa meira
MYNDIR ÚR ÍSLANDSSÖGUNNI
EyjanUm daginn sagði ég frá þeirri fyrirætlan minni að gerast málari og mála stórar myndir úr sögu þjóðarinnar í sósíalrealískum stíl. Á fyrstu sýningunni verða meðal annars þessar myndir: Jón Sigurðsson í dönsku fangelsi 1856. Jónasi Hallgrímsson þjóðskáld krýndur lárviðarsveigum við heimkomuna til Íslands 1874. Þýskur her gengur á land í Reykjavík í maí 1940. Lesa meira
RAFMAGNIÐ FER AF
EyjanÍ gær varð rafmagnslaust á eyjunni. Rafmagnið fór af snemma kvölds, kom ekki aftur fyrr en um nóttina. Mér sýndist líka vera rafmagnslaust á eyjunum í kring, það séust ekki ljóstýrur þaðan. En það var tunglsljós og stjörnurnar óvenju bjartar. Bærinn hvítur og sjórinn silfraður í tunglsljósinu. Hvarvetna var kveikt á kertum og lömpum. Það Lesa meira
Þrjú hjól undir bílnum…
EyjanUm daginn skrifaði ég litla grein á öðrum vettvangi og spurði hvort það væri ekki mótsögn að vilja draga æ fleiri túrista til landsins en hafa á sama tíma ekki annað en troðninga yfir hálendið – láta ferðamennina sofa í ótútlegum skálum, helst í einhverri kamrastemmingu. Ég hef verið skammaður fyrir þetta. Einhver spurði hvort Lesa meira