fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Óflokkað

Gjáin milli hvítra og svartra í Alabama

Gjáin milli hvítra og svartra í Alabama

Eyjan
13.12.2017

Kosningar í Alabama vekja heimsathygli. Það er nokkuð óvenjulegt – en hvað er venjulegt við pólitíska ástandið í Bandaríkjunum. Sjálfur forsetinn, Trump, leggur allt undir til að styðja Roy Moore, sannkallaðan afturhaldskarl sem er ásakaður um margþætt kynferðislegt áreiti. En það er demókratinn Doug Jones sem sigrar – í fyrsta skiptið sem Demókratar hafa öldungadeilarþingmann Lesa meira

Nú mætti skafa ísinn á Tjörninni

Nú mætti skafa ísinn á Tjörninni

Eyjan
12.12.2017

Ég hef áður birt þessa ljósmynd. Hún er tekin 1941 og sýnir mikinn fjölda borgarbúa á Reykjavíkurtjörn. Þarna eru krakkar á skautum og við sjáum að líka er notast við sleða. Á þessum tíma var Tjörnin einn helsti samkomustaður barna og unglinga í bænum að vetrarlagi. Ég náði í endann á þessum tíma. Þarna hittust Lesa meira

Katrín og Macron

Katrín og Macron

Eyjan
12.12.2017

Katrín Jakobsdóttir sómir sér vel í forgarði Elyseé-hallar í París með Emmanuel Macron, forseta Frakklands, líkt og má sjá í þessari frétt á mbl.is. Katrín var þarna í dag á fundi vegna tveggja ára afmælis Parísarsamkomulagsins. Katrín er að hefja feril sinn sem forsætisráðherra – þetta er í fyrsta sinn sem hún kemur fram sem Lesa meira

Hrollvekjandi framtíð með misnotkun gervigreindar

Hrollvekjandi framtíð með misnotkun gervigreindar

Eyjan
12.12.2017

Framtíðarfræðingurinn Zeynep Tufecki  heldur fyrirlestur hjá TED – sjá hér að neðan. Það er mikilvægt að hlusta á þetta. Hún fjallar um gervigreind og dregur upp dökka framtíðarsýn – dystópíu. Hún er ekki að tala um gervigreind sem tekur völdin af manninum, heldur hvernig þeir sem hafa völdin nota gervigreindina. Hér er hún að tala Lesa meira

Gamla Flugstöðin og Loftleiðir

Gamla Flugstöðin og Loftleiðir

Eyjan
10.12.2017

Nú stendur til að rífa gömlu flugstöðina í Keflavík. Hún hefur sjálfsagt ekkert notagildi – hefði kannski mátt varðveita hana sem leikmynd fyrir bíó, til dæmis fyrir myndir sem eiga að gerast austantjalds í kalda stríðinu. En það var líka ljómi yfir flugferðum á tíma hennar. Þetta var fyrir þann tíma að meirihluti þjóðarinnar fór Lesa meira

John Hughes og gullöld grínsins

John Hughes og gullöld grínsins

Eyjan
09.12.2017

Sjónvarpið sýnir í kvöld, undir dagskrárliðnum Bíóást, kvikmyndina Planes, Trains & Automobiles. Það er Sigurjón Kjartansson, grínisti og handritshöfundur, sem velur myndina. Það er skemmst frá því að segja að þetta er einhver besta grínmynd allra tíma. Tilheyrir hinni vinsælu en nokkuð vanmetnu grein eighties-gamanmyndum. Níundi áratugurinn var nefnilega gullöld í gerð grínmynda. Fæstar þeirra Lesa meira

Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn – nú er hún Snorrabúð stekkur

Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn – nú er hún Snorrabúð stekkur

Eyjan
09.12.2017

Einu sinni var það reglan í Sjálfstæðisflokknum að ungir karlmenn úr Reykjavík, gjarnan menntaðir í Menntaskólanum í Reykjavík og í lagadeildinni í Háskólanum, uppfóstraðir í Heimdalli, yrðu borgarstjórar í Reykjavík. Það var svo áfangi á leið þeirra til að að komast alla leið í forsætisráðuneytið. Svona var þetta með Bjarna Benediktsson, Geir Hallgrímsson, Gunnar Thoroddsen Lesa meira

ESB tekur forystuna í heimsviðskiptum

ESB tekur forystuna í heimsviðskiptum

Eyjan
08.12.2017

Þetta eru stærstu fréttirnar úr viðskiptalífinu í heiminum. Evrópusambandið og Japan gera risastóran fríverslunarsamning. Hann nær yfir svæði sem nemur 30 prósentum af heimsviðskiptum. Japanir opna meðal annars fyrir matvörur frá Evrópu, Evrópa opnar fyrir japanska bíla og tæknibúnað. Ekki ólíklegt að EFTA geti fylgt í kjölfarið, aðildarríki EES-samningsins. Með fylgir yfirlýsing Juncker, forseta framkvæmdastjórnar Lesa meira

Kópavogsbíó til sölu

Kópavogsbíó til sölu

Eyjan
08.12.2017

Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að selja gömlu bæjarskrifstofurnar. Um þetta má lesa á Vísi.  En fréttin segir í raun ekki neitt, eins og Fjalar Sigurðarson, sem alinn er upp í Kópavogi, bendir á. Þetta er nefnilega sögufrægt hús sem stendur þarna uppi á Kópavogshálsinum. Þetta  var á sínum tíma Félagsheimili Kópavogs. Þarna var rekið Kópavogsbíó. Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af