Herra Bean í þriðja sinn
EyjanKári er búinn að sjá nýju Mr. Bean myndina í þremur löndum. Fyrst á Íslandi með mér, svo í London með mér og mömmu sinni og í gær í útibíói á Naxos með afa sínum og ömmu. Ég held honum finnist myndin alltaf jafn skemmtileg. Sérstaklega atriðið þar sem Mr. Bean syngur óperuaríuna O mio Lesa meira
Canon…
EyjanÍ bókmenntum er notað hugtakið canon. Kannski má einfaldlega þýða þetta sem bókaskrá – skrá yfir bækur sem allt almennilega menntað fólk þarf að þekkja, bækur sem mega teljast heimsbókmenntir, klassískar bækur. Svo má líka segja að canon séu bækur sem þykir sjálfsagt að kenna í skólum. Á Íslandi eru Njála, Egilssaga, Heimskringla, Edda, Sturlunga Lesa meira
Fleiri myndir á sýninguna
EyjanGuðmundur Svansson, netverji og snillingur, sendi mér eftirfarandi skilaboð í framhaldi af tilkynningu minni um málverkasýninguna með verkum úr Íslandssögunni. „Ég leyfi mér að gerast svo djarfur að stinga upp á þessum verkum til viðbótar: Fjölmenn útför Jónasar frá Hriflu við Þjóðargrafreitinn á Þingvöllum. Kristján Danakonungur þakkar þjóðinni sambúðina um leið og hann lýsir hana Lesa meira
Nóg komið af ruslinu
EyjanLíklega var atriðið með sjónvarpskonunni Mika Brzezinski ákeðið fyrirfram. Það skiptir samt ekki öllu máli. Hún sagði það sem okkur mörgum finnst um Paris Hilton. Hún gekk fram fyrir skjöldu eins og sagt er. Sagði einfaldlega: Það er komið nóg af þessu rusli. Þessi uppákoma speglar vanda fjölmiðla sem vilja taka sig alvarlega. Að Lesa meira
Framfarasinnaður faðir
EyjanÉg reyni að dýpka þekkingu mína á eyjunni. Sumpart gerir maður það í gegnum magann. Í gær fórum við í lítið þorp á hinum enda hennar. Þar er ennþá gamaldags bændasamfélag. í þorpinu býr Irini, gömul kona sem rekur litla búð sem hún erfði eftir föður sinn, hún hefur þar nokkur lítil borð og matreiðir Lesa meira
Handtöskur
EyjanHandtöskur hafa á síðari árum öðlast status sem rándýr merkjavara. Í verslunum eins og Selfridges í London er hægt að kaupa handtöskur sem kosta meira en þúsund pund. Þær eru varla neitt miklu merkilegri eða vandaðri en aðrar töskur – merkið er bara rétt. Þetta er dæmi um mjög klára sölumennsku. Um síðustu jól móðgaði Lesa meira
Spennumynd
EyjanÞað er hægt að ljúga flestu að börnum. Um daginn var í sjónvarpinu mynd eftir Rússann Tarkovskí. Andrei Rúblov. Fræg mynd, en afar hæg. Við sögðum Kára að þetta væri spennumynd. Hann horfði hugfanginn á hana. Síðan hefur hann verið að spyrja hvort séu nokkuð fleiri svona góðar spennumyndir í sjónvarpinu.
Dýrðardagar
EyjanÁ Folegandros búa að staðaldri um sex hundruð íbúar. Þeim fjölgar náttúrlega á sumrin. Ferðamennskan verður samt aldrei yfirþyrmandi – best er þó að reyna að forðast grískar eyjar seinnipartinn í júlí og mestanpart ágústmánaðar. Þá fer öll gríska þjóðin í sumarfrí. Hérna hittir maður sama fólkið aftur og aftur. Eleni er stórkostleg kona, arkitekt, Lesa meira
Lótusinn
EyjanÍ Odyseifskviðu er sagt frá lótusætunum. Þeir átu lótusinn og gleymdu öllu. Svona er lífið eiginlega hér á eyjunni. Annars er fullt tungl að koma yfir sjónhringinn. Nú getur maður farið að yrkja.