fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024

Óflokkað

Eyjalíf

Eyjalíf

Eyjan
09.07.2007

Fólkið er vingjarnlegt. Það hefur húmor. Maður getur látið strák eins og Kára hlaupa um án þess að hafa áhyggjur af honum. Maturinn er ágætur – samt pínu leiðigjarn. Sólarlagið er ótrúlega fagurt – litirnir einstakir. Sjórinn er blár og hreinn. Það er einstaklega góð lykt af kryddjurtum í loftinu. Nú er stjörnubjart – maður Lesa meira

Barátta um hafnir og skóga í Grikklandi

Barátta um hafnir og skóga í Grikklandi

Eyjan
08.07.2007

Á Naxos hafa verið miklar deilur um nýja ferjuhöfn. Þrjátíu manna hópur af eyjunni tók saman mikla greinargerð, fimm hundruð blaðsíður, þar sem höfninni var mótmælt. Málið fór alla leið fyrir hæstarétt Grikklands. Þar var bara ein athugasemd tekin til greina. Það hafði ekki verið farið eftir Evrópulögum um umhverfismat og kynningu framkvæmdanna. Því var Lesa meira

Taugaveiklaðir píreneafiskar

Taugaveiklaðir píreneafiskar

Eyjan
08.07.2007

Píranafiskar – sem reyndar eru kallaðir píreneafiskar í minni fjölskyldu – þykja grimmar skepnur þar sem þeir ráðast á bráð sína í stórum hópum, éta af henni allt hold á augabragði. Enda eru þessi kvikindi varla neitt nema tennurnar. En nú sýna vísindarannsóknir að það er misskilningur að píranafiskar séu grimmir. Þeir þjást bara af Lesa meira

Hvenær koma einangrunarbúðirnar?

Hvenær koma einangrunarbúðirnar?

Eyjan
07.07.2007

Við komumst ekki ýkja langt með því að kenna ástandinu í Miðausturlöndum eða stéttaskiptingu um hryðjuverkin í Bretlandi. Það virðist vera að mest af þessum tilræðum séu framin af ungum körlum sem eru búsettir í Bretlandi og aldir upp þar. Þeir hafa yfirleitt notið góðrar menntunar – geta hæglega notfært sér þau tækifæri sem vestrænt Lesa meira

Stór spurning

Stór spurning

Eyjan
07.07.2007

Við fórum inn í litla kirkju sem stendur hátt uppi á fjalli, með útsýn til allra átta. Vorum alein þarna. Kveiktum á kertum – fyrir Jesúbarnið. Þegar við komum út úr kirkjunni spurði drengurinn: „Af hverju talar Guð ekki við okkur?“

Kári og fiskkarlinn

Kári og fiskkarlinn

Eyjan
06.07.2007

Þetta er idyllísk mynd. Karlinn er að gera að fiski sem við ætlum að fara að borða á veitingahúsi við litla vík – fiskurinn er nýveiddur (hann er ekki alveg sá sá síðasti í Miðjarðarhafinu). Smáfiskar safnast í kring til að éta slógið sem karlinn hendir í sjóinn. Kári kemur aðvífandi til að fylgjast með.

Sakamálasögur

Sakamálasögur

Eyjan
06.07.2007

Ég er ekkert ofsalega mikið fyrir sakamálasögur. Les fáa en valda höfunda í þeim geira. Nú er ég glaður því þrír uppáhaldshöfundar mínar á þessu sviði eru að gefa út nýjar bækur. Síðasta bókin um Aurelio Zen eftir Michael Dibdin kemur út á næstu dögum. Hún heitir víst End Games. Viðeigandi titill því Dibdin lést Lesa meira

Íslamistinn

Íslamistinn

Eyjan
05.07.2007

Maður kvíðir dálítið fyrir að koma til London. Þangað förum við 12. júlí. Kona mín er enn með íbúð í West End. Nú er búið að setja bann við að keyra bíla nálægt flugstöðvum, biðraðirnar lengjast, sem fyrr þurfa flugfarþegar að klæða sig úr skónum, það er leitað á öllum – líka gömlum konum sem Lesa meira

Brown flýgur hátt

Brown flýgur hátt

Eyjan
05.07.2007

Gordon Brown er miklu harðskeyttari en íhaldsmenn héldu. Þeir álitu að það yrði miklu auðveldara að eiga við hann en Blair – kannski af því þeir voru orðnir svo vanir að tapa fyrir Blair. En Brown flýgur upp í næstum fjörutíu prósent í skoðanakönnunum – það er miklu meira en kjörfylgi Verkamannaflokksins. Hann virkar traustur Lesa meira

Síðasta bók Dibdins

Síðasta bók Dibdins

Eyjan
04.07.2007

Michael Dibdin samdi röð bóka um ítalskan lögreglumann sem nefnist Aurelio Zen. Þetta er afar viðfelldinn karakter, svolítið úti á þekju, maður sér hann fyrir sér sem gráleitan mann, nokkuð vel klæddan, hugsar mikið – er ekki alltof öruggur með sjálfan sig. Hann er réttnefnd andhetja. Zen er heiðarlegur, furðu óspilltur, en allt í kringum Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af