Wehmut
EyjanMaður sem ég þekki segir að það sem Þjóðverjar kalla wehmut sé aðeins þunn yfirbreiðsla yfir eðlislæga grimmd þýska kynstofnsins. Hann nefnir íslenska konu sem er af þýskum ættum þessu til sannindamerkis. Wehmut er lykiltilfinning í þýskum kveðskap, en ég held að það sé líka hægt að finna þessa tilfinningu eftir nokkrar könnur af bjór. Lesa meira
Of mikið sauerkraut
EyjanÉg borðaði súrkál í dag. Mér þykir súrkál gott svo ég borðaði líka skammt konu minnar. Ég er að hugsa um að gera rannsókn á tengslum súrkálsáts við þýska hernaðarhyggju.
Heimskingjar
EyjanHvað er að mönnunum í einkennisbúningunum? Til hvers að vera að skipta sér af þessum mótmælendum, hvort sem það er í Kringlunni eða á Snorrabrautinni? Mótmælin eru kannski kjánaleg, en það er ekki glæpsamlegt að vera kjáni. Hvernig bregðast þeir við ef mótmælendurnir verða aðeins fleiri og aðeins æstari? Verður þá táragasið tekið fram? Er Lesa meira
Aftur í MR
EyjanMig dreymdi að ég var byrjaður aftur í MR þaðan sem ég droppaði út. Var í fjórða bekk – samt fullorðinn. Var staddur í íslenskuprófi. Prófdómari var Agnes Bragadóttir. Skildi ekki spurningarnar, fannst þær ekki meika sens. Kvartaði sáran við Agnesi. Endaði með því að ég henti prófblaðinu í hana og gekk út. Hún sagðist Lesa meira
Stórsöngvari í fornu leikhúsi
EyjanÞað finnst mér stórkostlegt að Kolbeinn Jón Ketilsson skuli eiga að syngja í gamla leikhúsinu í Epidaurus. Leikhúsið er hreint ólýsanlega fallegt. Það stendur lengst upp í sveit, í skóglendi – þegar kvöldar sjást varla önnur ljós en týrur á nálægum sveitabæjum og stjörnurnar. Leikhúsið er ævafornt, frá fjórðu öld f. Kr. Ég fór þarna Lesa meira
Ofnæmi fyrir okri
EyjanÞað er merkilegt að vera í Þýskalandi og sjá fréttir af því að Ísland sé dýrasta land í heimi. Ég skoðaði matseðil á einu dýrasta veitingahúsi Berlínar, þar sem eru kjólklæddir þjónar og stífpressaðar munnþurkur – sýndist að verðið væri álíka hátt og á miðlungs veitingahúsi í Reykjavík. Aðalréttur á 2500-3000 krónur. En hér er Lesa meira
Vændi, siðferðisvitund og hreinlætisárátta
EyjanÍ sjónvarpsmynd sem ég gerði um Reykjavík og var sýnd í Sjónvarpinu árið 2000 lýsti ég Íslandi sem stað sem væri svo smár að ef vændiskona ætlaði að taka til starfa kæmi það í fjölmiðlunum daginn eftir. Þetta hefur greinilega ekkert breyst. Nú má vera að allt sé fullt af vændi á Íslandi – en Lesa meira
Hvar byrjar frægðin?
EyjanWolfgang Petersen kvikmyndaleikstjóri segir í viðtali við þýskt dagblað að Tom Cruise muni gera Claus von Stauffenberg frægan. En er það frægðin sem Stauffenberg þarf á að halda? Nú er nýbúið að gera þýska mynd um Sophie Scholl. Myndin þykir góð. En hún gæti örugglega orðið frægari – ef til dæmis Lindsey Lohan léki hana.
Má Knútur ekki vera lítill áfram?
Eyjan„Mér finnst leiðinlegt að Knútur þurfi að verða stór,“ sagði Kári. Við fórum í dýragarðinn í Berlín. Þar liggur straumurinn til Knúts ísbjarnarhúns. Vorum svo heppin að þegar við komum þar að var Knútur í faðmlögum við „föður sinn“, dýragarðsstarfsmanninn Thomas Dörflein, hávaxinn mann, skeggjaðan, dálítið hippalegan. Þeir virtust býsna nánir. Svo fór faðirinn og Lesa meira
Kínverjar skjóta sökudólginn
EyjanMér er skapi næst að kaupa ekkert frá Kína. Hef reyndar aldrei verið spenntur fyrir vörum þaðan. Man eftir kínversku dósasveppunum sem komu á markað á Íslandi fyrir sirka aldarfjórðungi. Kínverjar eru mestu sóðar í heimi. Þeir fara fram úr Bandaríkjamönnum á þessu ári. Hnignun umhverfisins í Kína er alþjóðlegt hneyksli og ógnar lífi og Lesa meira