Vitleysa?
EyjanÍ Bretlandi er mikil spenna fyrir síðustu Harry Potter bókinni sem kemur út á miðnætti í nótt – eða það held ég (ætla ekki að vera í biðröðinni). Það er samt ákveðin þversögn í því að búðirnar keppast við að lækka verðið á vöru sem er svona eftirsótt. Væri ekki hægt að selja hana Lesa meira
Ekki góðgerðastarf
EyjanVið ættum kannski að fara að opna augu okkar fyrir því að menn sem reka stórfyrirtæki á Íslandi eru ekki í góðgerðabisness. Hvað varð um virðisaukaskattslækkunina sem átti að koma landsmönnum til góða? Og af hverju er aftur svona dýrt að fljúga til og frá landinu? Eitt bjánalegasta viðkvæði sem maður heyrir hjá Íslendingum er Lesa meira
Leiðinlegt blað – ómenguð markaðshyggja
EyjanEru það leiðinlegir menn sem fá vinnu á Economist eða verða menn leiðinlegir af því að vinna þar? Það er ekki útilokað að þeir hafi að mörgu leyti rétt fyrir sér í markaðstrú sinni, en það vantar blæbrigðin – maður veit alltaf fyrirfram hvað Economist mun segja um öll mál. Forsíðurnar eru flottar, en blaðið Lesa meira
Gegn okri
EyjanMiðað við það sem maður hefur heyrt um verðið á veiðileyfum í laxám hlýtur maður að hafa nokkra samúð með þessum brotamönnum. Má í þessu sambandið benda á frægt kvæði eftir Ezra Pound.
Auðvelt að ganga í ESB
EyjanÉg sé að heima er deilt um orð Olli Rehn um að innganga Íslands í Evrópusambandið væri lítið mál. Ég sé ekki betur en að þetta sé alveg rétt hjá manninum. Skoðum þetta aðeins: Ísland er velferðarríki að norrænni fyrirmynd með blönduðu hagkerfi. Við höfum fylgt Vestur-Evrópuríkjum að málum allar götur síðan lýðveldið var stofnað. Lesa meira
Spectatorritstjóri býður sig fram til borgarstjóra í London
Eyjan[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=8d4Z_KHlnGQ&NR=1] Spectator hefur verið mitt blað í Bretlandi. Það er fjarskalega íhaldssamt, það hatast við Tony Blair, stundum getur það verið þreytandi, en oftast er það vel skrifað, fullyrðingasamt, djarft og skemmtilega skrítið. Ég var áskrifandi að Spectator um árabil; hætti ekki fyrr en mér fannst þeir vera orðnir full fyrirsjáanlegir í óbeitinni á Blair. Lesa meira
Ónýt Framsókn?
EyjanÞegar ég var ungur maður vann ég um tíma á NT – það var tilraun til að hressa upp á Tímann – NT stóð víst fyrir Nýja Tímann. Gekk ekki mjög lengi. Þetta voru samt skemmtilegir tímar. Þarna vann fullt af góðu fólki. Helsti stjórnmálaskýrandinn var Baldur Kristjánsson, síðar sóknarprestur; hann hélt úti nær daglegum Lesa meira
Þegar sjoppuhangsið var bannað
EyjanÁ árunum þegar ég var að alast upp var ekki vel séð að fólk safnaðist of mikið saman í Reykjavík. Ég var að rifja það upp – og varð hálf undrandi sjálfur – þegar sjoppuhangsið þótti keyra um þverbak á árunum í kringum 1970. Þá tóku borgaryfirvöld sig til og bönnuðu að sjoppur seldu varning Lesa meira
Hrun í Flórída – hvenær kemur röðin að Spáni?
EyjanHafi einhver áhuga á skilst manni að hrunið á bandaríska húsnæðismarkaðnum sé slíkt að hægt sé að hirða sumarhús í Flórída fyrir lítið sem ekki neitt. Til dæmis er mikið framboð af húsum sem spekúlantar keyptu og ætluðu að selja þegar verðið hækkaði enn – en neyðast nú til að losa sig við til að Lesa meira
Steely Dan spila í Berlín
Eyjan[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=CpFOQXujcZo] Við vorum í veiðitúr við Kleifarvatn ég og vinur minn með pabba hans, fórum þangað í eldgömlum Volvo, nenntum lítið að veiða en höfðum þeim mun meiri áhuga á að hlusta á Topp tíu með Erni Petersen í útvarpinu. Héngum við bílinn og hlustuðum. Þetta var sumarið 1973. Ég man að þarna heyrði ég Lesa meira