fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024

Óflokkað

Til hvers að vinna meira?

Til hvers að vinna meira?

Eyjan
27.07.2007

Valda hærri skattar í Evrópu en Bandaríkjunum minni starfslöngun Evrópubúa? Þetta var ein spurningin á ráðstefnu sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson hélt. Meðal ræðumanna var nóbelsverðlaunahafinn Edward C. Prescott. Ég tek fram að ég veit ekki hvernig hann svaraði þessu – finnst þó líklegt að það hafi verið já. En nú spyr maður: Hví ættu Evrópubúar Lesa meira

Með nektum

Með nektum

Eyjan
27.07.2007

Við Kári höfum stundað talsvert strandlíf í sumar. Vitum báðir að það er hollt og gott. Á Folegandros er strönd sem heitir eftir heilögum Nikulási. Lítil taverna er fyrir ofan ströndina þar sem ráða ríkjum þrír kolklikkaðir bræður. Þeir hafa í vinnu aldraðan föður sinn sem gengur um á slitnum nærbol. Hefð er fyrir því Lesa meira

Hófdrykkjumótin í Galtalæk fyrir bí

Hófdrykkjumótin í Galtalæk fyrir bí

Eyjan
26.07.2007

Nú skilst manni að bindindismótin í Galtalækjarskógi heyri sögunni til. Ég fór aldrei, svo ég get kannski ekki sagt að ég sakni þeirra. En á blómaskeiðinu voru þetta vinsælar samkomur með meira en tíu þúsund gesti og vinsælustu skemmtikrafta landsins. Mesta sportið skildist manni var að mæta á svæðið nokkru áður en hátíðin hófst, grafa Lesa meira

Vínland

Vínland

Eyjan
26.07.2007

Bretlandi er mikil umræða um að hækka verð á áfengi. Það er reyndar fáránlega ódýrt í landinu – í súpermörkuðum er hægt að finna tilboð þar sem sextíu bjórar eru seldir á 20 pund. Verð á áfengi hefur í það heila farið lækkandi síðasta aldarfjórðunginn. Í landinu voru nýlega sett lög um að sumir staðir Lesa meira

Púrítaninn Brown

Púrítaninn Brown

Eyjan
26.07.2007

Tony Blair var prédikari, Gordon Brown virðist ætla að vera móralisti í embætti. Veitir kannski ekki af í Bretlandi þar sem tíðkast að sumu leyti meiri lágkúra og lausung en víðast í Evrópu, ofdrykkja, eiturlyfjaneysla, andfélagsleg hegðun. Brown ætlar að slá af plön um að reisa tröllaukið spilavíti í Manchester. Hann vill að tekið verði Lesa meira

Tímamótagrein í Mannlífi

Tímamótagrein í Mannlífi

Eyjan
25.07.2007

Ég skrifaði um daginn að mikið af illa fengnu fé í heiminum sogaðist til Lundúna. Frá Rússlandi, Afríku og Arabalöndum. Nú birtir Mannlíf stórmerkilega grein um það hvernig kvótapeningar Alla ríka á Eskifirði eru komnir til Lundúna. Aldeilis spurning hvernig þeir nýtast Eskfirðingum þar.

Bjálkinn farinn úr auganu

Bjálkinn farinn úr auganu

Eyjan
25.07.2007

Í fyrri pistli kvartaði ég undan því að eitthvað hefði fokið upp í augað á mér og væri fast þar. Þetta gerðist á hinni vindasömu eyju Amorgos. Í gær fór ég til læknis til að láta skoða þetta. Læknirinn fjarlægði strönd úr auganu. Jæja, eitt sandkorn. Nú er þetta allt annað líf.

Mótmælendur með ranghugmyndir

Mótmælendur með ranghugmyndir

Eyjan
25.07.2007

Ég er alveg harður á því að samtökin Saving Iceland eiga að fá að mótmæla eins og þau vilja. Það er misskilningur að vera að amast mikið við þessu. Ég er líka viss um að þeir sem skipa samtökin eru upp til hópa kjánar – vita a.m.k. minnst hverju þeir eru að mótmæla. Þessa mynd Lesa meira

Ha?

Ha?

Eyjan
24.07.2007

Það er mikið verið að vitna í grein eftir Silju Báru Ómarsdóttur, aðjúnkt í stjórnmálafræði, sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Í greininni segir: „Samkvæmt skýrslu Fíkniefna- og afbrotamálaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna er mansal til Íslands í miðlungi algengt á heimsvísu.“ En á öðrum stað í greininni segir að umfang mansals á Íslandi hafi ekki verið Lesa meira

Jack Lang og yfirborðsmennskan

Jack Lang og yfirborðsmennskan

Eyjan
24.07.2007

Það er áhugavert að fylgjast með Sarkozy, hinum nýja forseta Frakklands, ekki síst því hvernig hann fer með andstæðinga sína úr Sósíalistaflokknum. Hann gerði kampavínssósíalistann svokallaðan Bernard Kouchner að utanríkisráðherra. Kouchner var ráðherra hjá Mitterrand. Nýtur nú lífsins í hinu nýja hlutverki – þykir reyndar stundum vera á hálum ís enda ekki hefðbundinn stjórnmálamaður. Kouchner Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af