Pólitískir fangar á Íslandi?
EyjanEða það segir Saving Iceland: „The Icelandic government and ALCOA are beginning to line up political prisoners with their repression of protests against the heavy industry policy. A twenty three year old British Saving Iceland activist who was arrested today on the action against Rio Tinto-Alcan, has been imprisoned for eight days.“ Eða kannski eins Lesa meira
Thatcher bolurinn
EyjanÉg var að taka til í fataskápnum mínum. Fann meðal annars Bob Marley bol. Ég gaf fimmtán ára frænda mínum hann. Ég fann líka Margrétar Thatcher bol. Ég gaf frænda mínum hann líka. Hann er að byrja í Hamrahlíð í haust. Fólk í Hamrahlíð hefur alltaf verið mjög vinstri sinnað. Það myndi fíla Marley bolinn. Lesa meira
Bergman
EyjanMér er það sérlega minnisstætt þegar ég sá Sjöunda innsiglið í – af öllum stöðum – Sjónleikarahúsinu í Færeyjum og fylltist angist yfir dauðanum, bæði vegna Bergman myndarinnar sem fjallar um riddara sem teflir skák við dauðann og þunglyndislegs andrúmsloftsins á eyjunum. Þessi allegóría um dauðann eldist vel – með ótrúlega fallegum ungum Max von Lesa meira
Sál fótboltans í háska
EyjanÚtlendingar eru að gleypa enska fótboltann, sumir í meira lagi vafasamir. Níu úrvalsdeildarlið eru í eigu erlendra bisnessmanna. Þeir hafa engin tengsl við samfélögin þar sem liðin eiga heima – allt snýst þetta um sjónvarpsréttindi um víða um veröld, peninga, áhrif og útblásna sjálfsmynd eigendanna. Eigendurnir eru meðal annars menn eins og oligarkinn Roman Abramovits Lesa meira
Úbbs
EyjanGordon Brown mætir smjaðrandi til Washington að hitta Bush. Nú fer fylgið við hann að minnka. Sannið til.
Mogginn og heimurinn
EyjanMogginn getur ekki hætt að kvarta undan því að Ingibjörg Sólrún skuli hafa farið til Miðausturlanda – að skipta sér af einhverju sem okkur kemur ekki við. Að vísu er hafið undarlegt sáttaferli í Staksteinum sem felst í því að bjóða hingað sinfóníuhljómsveit ungmenna frá Ísrael og Palestínu undir stjórn meistara Daníels Barenboim. Það gæti Lesa meira
Saving Iceland keyra inn í hús
EyjanÞetta er alveg stórkostlegt. Og bíllinn fullur af gaskútum – búinn til úr áli að hluta til. Hvað næst hjá þessum ötula hópi?
Viljum við hafa millilandaflugvöll í Miðbænum?
EyjanÞorsteinn Pálsson skrifar ágætan leiðara um Reykjavíkurflugvöll – eiginlega það fyrsta af viti sem maður hefur séð um það mál í langan tíma. Þorsteinn veltir því fyrir sér hvort flugvöllurinn sé í auknum mæli að verða millilandaflugvöllur. Flug á einkaþotum um völlinn fer vaxandi (ferðamáti sem ber ekki að hvetja til) og einnig hefur verið Lesa meira
Mikið – vill meira
EyjanKaupþing hækkar vexti á húsnæðislánum. Þeir verða 5,95 prósent – sem er rosalega mikið fyrir fólkið sem þarf að borga af slíku láni. En bankann munar kannski ekki mikið um það. Röksemdafærslan er svohljóðandi: “Vaxtabreyting þessi er tilkomin vegna þess mikla munar sem myndast hefur á óverðtryggðum og verðtryggðum vöxtum í kjölfar lækkandi verðbólgu og Lesa meira
Hugleiðingar í húsdýragarðinum
EyjanVið Kári fórum í Húsdýra- og fjölskyldugarðinn í gær. Það var fínt. Ég var samt að velta fyrir mér hvort einhver auðkýfingurinn gæti ekki slett nokkrum milljörðum í að gera garðinn flottari. Sumt þarna er komið dálítið til ára sinna. Í staðinn fengi hann auðvitað styttu af sér í garðinum og ævarandi þakklæti barna og Lesa meira