fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024

Óflokkað

Kveðjur til Maós, Hoxa og Kim Il Sung

Kveðjur til Maós, Hoxa og Kim Il Sung

Eyjan
03.08.2007

Ég var að taka til í bókaskápnum hjá mér og rakst á lítinn bækling, útgefinn af Verkalýðsforlaginu 1976. Yfirskrift hans er: Hvað vill KFÍ/ML – stofnþing Kommúnistaflokks Íslands m-l. Bæklingurinn er gefinn út í tengslum við stofun ofannefnds stjórnmálaflokks. Þá hafði ekki starfað eiginlegur kommúnistaflokkur á Íslandi síðan 1938. Þetta var á þeim árum að Lesa meira

Glöggt er gests augað

Glöggt er gests augað

Eyjan
02.08.2007

Morgunblaðið birti á sunnudag athyglisverða grein þar sem rætt er við skiptinema við Háskóla Íslands. Það er merkilegt að lesa hvað þetta unga fólk hefur að segja um Ísland – það er nefnilega ekki allt jákvætt. „Líklega er of langt gengið að tala um útlendingahatur. Útlendingaóvild er nær lagi,“ segir Katharina Lena Gross frá Þýskalandi. Lesa meira

Golfbíll sem gapastokkur

Golfbíll sem gapastokkur

Eyjan
02.08.2007

Þekktan kvikmyndaleikstjóra kannast ég við sem setur gesti sem koma á heimili hans í mjög óþægilegan stól. Það dinglar einhvern veginn í lausu lofti, getur ekki sett fæturnar niður – líður mjög bjánalega. Ég velti fyrir mér hvort golfbílarnir sem Bandaríkjaforsetar setja gesti sína í hafi svipaðan tilgang. Að láta gestina finna til vanmáttar – Lesa meira

Svandís og svavaristarnir

Svandís og svavaristarnir

Eyjan
01.08.2007

Maður er farinn að heyra vangaveltur um hver sé arftaki Steingríms J. í Vinstri grænum. Steingrímur er sá í hópi flokksformannanna sem hefur setið lengst. Staða hans hefur veikst mjög eftir að honum mistókst að komast í ríkisstjórn eftir kosningarnar í vor. Margir telja að hann sitji ekki út þetta kjörtímabil. Nafnið sem er oftast Lesa meira

Ofbeldi og subbubragur í bænum

Ofbeldi og subbubragur í bænum

Eyjan
01.08.2007

Ég held að það sé tómt mál að tala um að auka aðgengi að áfengi eða lækka það í verði eins og ástandið er í skemmtanalífinu um helgar. Vínmenning er ekki til á Íslandi og verður aldrei. Við getum látið okkur dreyma um vínsötrandi Miðjarðarhafsbúa. Hjá þeim er þetta lífsnautn – hjá okkur þunglyndislegt próblem. Lesa meira

Tyrkjagrýlan í Eyjum og Eyjahafinu

Tyrkjagrýlan í Eyjum og Eyjahafinu

Eyjan
31.07.2007

Það er merkilegt að fylgjst með deilum um póstmóderníska túlkun ungrar konu, Bryndísar Björgvinsdóttur, á Tyrkjaráninu. Greinin sem birtist í Lesbókinni beitir því viðhorfi að öll saga sé einhvers konar lygasagnir sem fólk segir sjálfu sér til að réttlæta stöðu sína og gerðir – þó ekki síst völd. Þannig hafi Tyrkjaránið verið notað til að Lesa meira

Antonioni líka

Antonioni líka

Eyjan
31.07.2007

Og Antonioni líka dáinn. Sama dag og Bergman! Ég ætla samt ekki að skrifa minningargrein um hann. Fáir menn hafa gert langdregnari myndir en Antonioni, þjakaðar af intellektúalisma áranna upp úr 1960 – á tíma nýju skáldsögunnar. Þá átti allt að vera mjög órætt; persónurnar máttu helst ekki heita neitt. Þær vöfruðu bara um. Með Lesa meira

Rammaskalli

Rammaskalli

Eyjan
31.07.2007

Nú sé ég að Rammaskalli er dáinn í hárri elli. Hann þótti einhver fyndnasti maður á Íslandi, sonur Árna prófasts, þess eina og sanna sem Þórbergur skrifaði um – faðir snillinganna Sigurðar og Kristjáns Guðmundssona. Einhver góður blaðamaður þyrfti að taka sig til og skrifa um þennan mann og innrömmunarverkstæðið hans í Bergstaðastrætinu. Það var Lesa meira

Varúð leiðindi!

Varúð leiðindi!

Eyjan
31.07.2007

Mitt í gúrkunni fer nú í hönd einhver leiðinlegasti tími í fjölmiðlum á Íslandi, þegar blöð, útvarp og sjónvarp keppast við að birta upplýsingar upp úr álagningaskrám. Nú fær maður að vita nákvæmlega hvað náunginn fær í laun. Allir fjölmiðlarnir munu birta sömu upplýsingar um sömu menn. Þetta er  meira að segja gefið út í Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af