fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024

Óflokkað

Hebron

Hebron

Eyjan
07.08.2007

Hebron er einhver geggjaðasti staður sem ég hef komið til. Þar hefur nokkur fjöldi landránsmanna sest að í miðri borg sem eitt sinn tilheyrði Palestínumönnum. Arka þar um göturnar með hatur sitt – byssur um öxl og barnahópa. Þarna er nefnilega í gangi keppni um hverjir geti eignast flest börn – til að fylla landið Lesa meira

Háhýsi

Háhýsi

Eyjan
07.08.2007

Ég hef miklar efasemdir um að háhýsi passi inn í lágreista byggðina hér á norðurhjaranum. Hér er vindasamt – háhýsi magna upp vinda. Sól er lágt á lofti – skuggar af háhýsum verða langir. Það verður kuldalegt í kringum þau. Ef við lítum á borgir í norðrinu er yfirleitt ekki hefð fyrir því að byggja Lesa meira

Nær eða fjær?

Nær eða fjær?

Eyjan
06.08.2007

Ég skil ekki alveg þessa hneykslun yfir því að sveitarfélögin skuli vilja fá hlut í fjármagnstekjuskatti. Það er jú fullt af fólki sem borgar engan skatt nema þennan. Og það er efnaðasta fólkið. Almennt er betra að þjónusta sé veitt nær en fjær. Hún er yfirleitt betur komin í höndum sveitarfélags en ríkis. En þá Lesa meira

Í berjamó

Í berjamó

Eyjan
06.08.2007

Það var að verða blátt af berjum á Þingvöllum í gærkvöldi. Sumir reyndu að tína í poka sem var meðferðis. Aðrir tíndu bara upp í sig. Þegar maður kemur á Þingvelli á svona sumarkvöldi byrjar maður ósjálfrátt að fara með Jónas. Hann er partur af landinu.

Listabíó

Listabíó

Eyjan
05.08.2007

Bergman og Antonioni voru menn listabíóanna, þar áttu myndir þeirra heimili. Þetta eru kvikmyndahús sem döfnuðu í borgum frá sjötta áratug síðustu aldar og og fram á þann níunda. Oft pínu dimm og hrörleg, sætin varla mjög þægileg. Svo fór að halla undan fæti; fjölsalabíó tóku völdin, listrænar myndir voru sýndar þar að einhverju leyti Lesa meira

Sólbað

Sólbað

Eyjan
05.08.2007

Kári fer í sólbað með mömmu sinni. Honum þykir ekki nógu gott að vera bara „andlitslitaður“. Eftir eina mínútu: „Er ég orðinn sólbrúnn?“ „Nei.“ Kári lokar augunum og setur nefið upp í sólina. „En núna?“ „Kannski svolítið.“ „Ég vil vera sólbrúnn eins og börnin í Afríku.“ „Nú?“ „En ég vil samt eiga pening.“

Ógeðslega ríkir

Ógeðslega ríkir

Eyjan
05.08.2007

Hér eru nokkrir hlutir sem fólk getur keypt ef það er ógeðslega ríkt og vill alls ekki eyða aurunum í góðgerðastarf. Dýrasta pítsa í heimi er til dæmis ágæt. Með fjórum mismunandi tegundum af kavíar. Sýnir manni samt að það eru líklega viss takmörk fyrir því hvað er hægt að eyða miklum peningum og hafa Lesa meira

Richistan

Richistan

Eyjan
04.08.2007

Erlendis er farið að tala um Richistan, sérstakt land sem ríka fólkið lifir í. Ef marka má síðustu skattframtöl er Richistan líka farið að teygja anga sína hingað. Í Richistan vita menn ekki aura sinna tal. Það er búinn til alls konar varningur fyrir fólkið í Richistan og hann verður sífellt dýarari – demantsúr, handtöskur Lesa meira

Glæpamenn ganga lausir

Glæpamenn ganga lausir

Eyjan
03.08.2007

Eins og sést hérna tekur lögreglan líkamsárásir ekki alvarlega. Fólk sem verður fyrir þeim þarf helst sjálft að taka lögin í sinar hendur. Umburðarlyndið gagnvart ofbeldi er með ólíkindum. Glæpamennirnir ganga lausir, þeir eru ekki einu sinni kallaðir í yfirheyrslur. Manni finnst liggja við að þeir fái klapp á bakið. Hér þarf stóra viðhorfsbreytingu.

Mest lesið

Ekki missa af