fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024

Óflokkað

Fásinni

Fásinni

Eyjan
12.08.2007

Með fullri virðingu fyrir Gay Pride, en er hugsanlegt að skýringin á því að 80 þúsund manns fara á þessa ágætu hátíð sé sú að Reykvíkingar hafi of lítið við að vera? Að við lifum enn í nokkru fásinni?

Niðurrif og nýbyggingar við Laugaveg

Niðurrif og nýbyggingar við Laugaveg

Eyjan
10.08.2007

Það sem skiptir aðalmáli er ekki endilega hvort eigi að rífa húsin heldur hvað eigi að koma í staðinn. Það hafa ekki komið nein almennileg svör við því. Nýbyggingar við Laugaveginn eru flestar hörmulega ljótar. Teikningar af húsum sem er ráðgert að reisa við götuna – til dæmis á reitnum Laugavegur 33-35 – eru hrikalegar. Lesa meira

Einkavædd einokun

Einkavædd einokun

Eyjan
10.08.2007

Þegar stjórnin í Bretlandi fann ekki neitt til að einkavæða lengur var farið að einkavæða samgöngukerfið. Afleiðingarnar hafa mestanpart verið hörmulegar. Lestarleiðir voru boðnar út og eru nú starfræktar af einkafyrirtækjum. Fyrir vikið búa Bretar við verstu og dýrustu lestarsamgöngur í Norður-Evrópu. Víða eru lestir með eindæmum sóðalegar og óhrjálegar. Þetta er oft borið saman Lesa meira

Flugfélög fá ofanígjöf

Flugfélög fá ofanígjöf

Eyjan
10.08.2007

Aðeins meira um flug í Bretlandi. Neytendayfirvöld hérna hafa úrskurðað að flugfélög sem selja þjónustu sína á netinu megi ekki lengur fela hið raunverulega verð farmiðanna. Þetta hefur verið siður hjá mörgum flugfélögum eins og til dæmis Ryanair. Þá hefur alls kyns kostnaður bæst við á seinni stigum pöntunarinnar – flugvallarskattar, eldsneytisgjald, gjald fyrir farangur. Lesa meira

Intelligensían í Samfylkingunni gefur út tímarit

Intelligensían í Samfylkingunni gefur út tímarit

Eyjan
10.08.2007

Helstu gáfumenn í Sjálfstæðisflokknum hafa undanfarin ár haldið úti tímaritinu Þjóðmálum með góðum árangri. Ritið er yfirleitt skemmtilegt aflestrar, vel skrifað og fullt af skoðunum sem eru ekki alltaf vinsælar. Það er heldur ekki nauðsynlegt að vera alltaf sammála öllu sem maður les. Greinlegt er að intelligensían í Samfylkingunni ætlar að svara fyrir sig í Lesa meira

Þúsaldartrú

Þúsaldartrú

Eyjan
09.08.2007

Einkenni trúmanna er það viðhorf að heimurinn stefni í rétta átt. Að hann hafi eitthvert lokatakmark. Að ef við breytum rétt bíði okkar ástand þar sem ríkir friður og hamingja á jörðinni. Þeir sem ekki trúa eru hræddir um að það verði alltaf sami glundroðinn – það kunni að verða efnislegar framfarir, en í raun Lesa meira

Hart á húsnæðismarkaði

Hart á húsnæðismarkaði

Eyjan
09.08.2007

Er ástandið á húsnæðismarkaðnum í Reykjavík virkilega slíkt að stúdentar við háskólana í borginni þurfi að búa í gömlu slömmi uppi á heiði – í 50 kílómetra fjarlægð frá borginni? http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item165980/

Lögguleikir

Lögguleikir

Eyjan
09.08.2007

  Eins og Jónas Kristjánsson bendir á eru hryðjuverk ekki vandamál á Íslandi og verða ekki. Þess vegna er ástæðulaust að eyða mikilli orku og fjármunum til að verjast þeim. Þeir standa í slíku vilja vera í alþjóðlegum lögguleik. Hann á lítið erindi hingað. Hömluleysi og ofbeldishneigð fólks sem er undir áhrifum áfengis og eiturlyfja Lesa meira

Óþarfi að stytta sumarið

Óþarfi að stytta sumarið

Eyjan
08.08.2007

Ef mér skjátlast ekki er ágúst næsthlýjasti mánuður ársins. Er þá hægt að tala eins og sumarið sé búið þegar er rétt liðinn fjórðungur af águst? Þetta kvak heyrir maður í fjölmiðlum strax eftir verslunarmannahelgi – eins og mánudagurinn eftir hana sé hinn mikli haustboði. En eigum við ekki að leyfa okkur að njóta sumarsins Lesa meira

Gamlar fréttir

Gamlar fréttir

Eyjan
07.08.2007

Yfirleitt maður löngu búinn að sjá það sem er í sjónvarpsfréttum á netinu. Sumt jafnvel dögum áður. Nú í gúrkunni er þetta sérlega áberandi. Það er eins og stór hluti fréttanna sé beinlínis sóttur á netið. Máski er þeim vorkunn – tíðindaleysið er algjört. En er þá nokkur ástæða til að kveikja?

Mest lesið

Ekki missa af