fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024

Óflokkað

Fall Múrsins

Fall Múrsins

Eyjan
15.08.2007

Ég hef alltaf haft grun um að fyrir Stefáni Pálssyni og félögum sé baráttan gegn her og heimsvaldastefnu fyrst og fremst sport eða skemmtilegt áhugamál. Aktívisminn hefur einhvern sérkennilega þröngan tilgang í sjálfum sér en hugsjónin er öll á reiki. Stefán staðfestir þetta í viðtali við Fréttablaðið í dag þar sem hann segir: „Það væri Lesa meira

Góður staður

Góður staður

Eyjan
15.08.2007

Ég dreg ekki dul á að mér þykir gaman að skrifa hér á Eyjuna. En þegar úrvalsfólk eins og Hallgrímur Thorsteinsson, Edda Jóhannsdóttir og Þráinn Bertelsson bætist við þá á maður varla orð…

Hvernig á að byggja?

Hvernig á að byggja?

Eyjan
15.08.2007

Ég hef ekki legið á þeirri skoðun minni að húsin sem stendur til að rífa neðst á Laugaveginum séu lítils virði. En það spurning hvað kemur í staðinn. Óskar Jónasson skrifar í Fréttablaðið í dag og segist hafa séð tillögur að byggingunni sem þarna á að rísa, fjögurra hæða verslunarhúsi og hóteli. Óskar segir að Lesa meira

Zero tolerance

Zero tolerance

Eyjan
15.08.2007

Það þarf ekki að flækja málin mikið. Fjölga löggæslumönnum á svæðinu. Láta þá fara um í litlum hópum. Þrjá fjóra saman. Ekki híma inn í bílum. Svæðið er ekki stórt. Markast af Aðalstræti, Austurstræti, Hafnarstræti, Lækjargötu og Laugavegi. Endurtaka þetta helgi eftir helgi. Ég þykist viss um að ekki líður á löngu þangað til bragurinn Lesa meira

Á maður ekki að trúa blöðunum?

Á maður ekki að trúa blöðunum?

Eyjan
14.08.2007

Kannski á maður ekki að trúa neinu sem stendur í blöðunum – sérstaklega ekki í gúrkutíðinni. Fyrir helgina voru blöðin full af fréttum um að framundan væri algjört hrun á fjármálamörkuðum. Meltdown var það kallað. Svo rann upp mánudagur og það gerðist eiginlega ekki neitt. Blöðin hér í Bretlandi hafa líka verið að birta mikið Lesa meira

Myndirnar voru úr Titanic

Myndirnar voru úr Titanic

Eyjan
13.08.2007

Nú eru Rússar aftur orðnir heimsvaldasinnaðir. Það er svosem ekki nýtt – þeir hafa yfirleitt ekki getað verið lengi til friðs. Það er líka búið að stofna sérstakar ungliðasveitir sem dýrka og dá Pútín forseta og lemja á þeim sem honum eru ekki þóknanlegir. Fjölmiðlum sem gagnrýna forsetann er lokað. Óvinir hans eru myrtir. Hann Lesa meira

Tvær amerískar skáldsögur

Tvær amerískar skáldsögur

Eyjan
13.08.2007

Í sumar hef ég gert tilraunir til að lesa nýjar skáldsögur eftir tvo af helstu rithöfundum Bandaríkjanna, Cormac McCarthy og John Updike. Bók McCarthys heitir The Road. Fjallar um feðga sem vafra um í allsherjar svartnætti að loknum einhvers konar heimsendi. McCarthy hefur aldrei verið metsöluhöfundur, en nú ber svo við að þessi bók hefur Lesa meira

Andlegt líf á hippaslóðum

Andlegt líf á hippaslóðum

Eyjan
13.08.2007

Þessi glæsilegi nornabúningur með tilheyrandi höfuðdjásni var til sölu í einni nýaldarbúðinni í aðalgötunni í Glastonbury. Ég bauðst til að gefa konuni minni hann. Af mörgu forvitnilegu sem þarna er á boðstólum má líka nefna þetta námskeið sem fjallar um hvernig skal umgangast álfa. Dagur með álfum nefnist það einfaldlega og þar er meðal annars Lesa meira

Varla óvænt

Varla óvænt

Eyjan
12.08.2007

Glæpastarfsemi Top Shop er á forsíðum enskra blaða í dag. En kemur þetta einhverjum á óvart? Hvernig á að vera hægt að framleiða flíkur sem kosta fimm pund og jafnvel minna án þess að þrælavinnuafl komi við sögu? Eina svarið er auðvitað að versla ekki í svona búðum.

Morrison og Tsjækovskí í Glastonbury

Morrison og Tsjækovskí í Glastonbury

Eyjan
12.08.2007

Við fórum til Glastonbury á tónleika. Ekki samt á aðal Glastonbury hátíðina, hún er í júní með tilheyrandi rigningu, leðju og unglingafjöld. Nei, þetta er miklu penni hátíð sem haldin er í garðinum í kringum gamla klaustrið í Glastonbury. Fólk kemur með mat, drykki og luktir sem lýsa upp garðinn þegar kvöldar. Á föstudagskvöldið hélt Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af