Afsakanir fyrir stríðsglæpamenn
EyjanEinhver furðulegasta árátta vinstri manna er að reyna stöðugt að bera í bætifláka fyrir morð og grimmdarverk Serba í Bosníustríðinu – kannski í samræmi við þá hugmynd að allir óvinir Nató og Bandaríkjanna séu í rauninni ágætir. Samtök hernaðarandstæðinga standa á fimmtudagskvöld fyrir sýningu á myndinni „Yugoslavia – The Avoidable War“. Myndin setur fram alls Lesa meira
Nakið land
EyjanEinu sinni þótti trjárækt á Íslandi fögur hugsjón. Alls staðar voru stofnuð skógræktarfélög, í Reykjavík var sífellt verið að smala börnum upp í Heiðmörk til að gróðursetja tré. Nú er skógræktin talin ógn við lífríki landsins. Þetta eru mjög breyttir tímar. Samt eru ekki nema 1,3 prósent landsins skóglendi. Þá átti að klæða landið – Lesa meira
Frelsið
EyjanFréttablaðið sér ekki neitt, en bærinn er samt undirlagður útgangsfólki, rónum og dópistum á daginn, en á nóttum um helgar er hann eins og orrustuvöllur. Það er ekki bara að liðið sé drukkið og dópað, heldur eru margir komnir þangað beinlínis til að slást eins og hópur unglinga úr Garðabæ sem réðist að ungum frænda Lesa meira
Borgaraleg óhlýðni
EyjanÞessu framtaki Norðmannsins hlýtur maður að fagna. Ég þoli reyndar ekki tóbaksreyk, en mér er í sjálfsvald sett hvort ég fer inn á staði þar sem reykingar eru stundaðar. Hitt setur óneitanlega subbubrag á borgir þegar reykjandi fólk – reykparíar – standa svælandi fyrir utan hvert hús, hendandi sígarettustubbum í götuna. Í Lundúnum er beinlínis Lesa meira
Snilldarpistill
Eyjan„Nú les ég á netfréttum að „mikill erill“ hafi verið hjá lögreglunni í nótt og „mikil ölvun“. Þetta orðalag sem notað er í fréttum þýðir í raun og veru að allt hafi logað í fylliríi.“ Sigurður Þór Guðjónsson
Plokkið eykst stöðugt
EyjanJón Þór Sturluson, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, skrifar grein um sjálftöku bankanna á svokölluðu FIT-gjaldi í Morgunblaðið í gær. Flest er sjálfsagt rétt og satt sem stendur í greininni, en ég hnaut um þessa málsgrein: „Gildandi lög takmarka almennt ekki vald fjármálafyrirtækja til að krefjast greiðslu kostnaðar vegna innistæðulausra tékka og debetkortafærslna. Slík innheimta á sér grundvöll Lesa meira
Spilltur
EyjanFranskir stjórnmálamenn hafa yfirleitt talið sig hafa leyfi til að stunda spillingu upp að vissu marki. Nicolas Sarkozy er greinilega engin undantekning í því efni.
Rússagrýlan
EyjanRússland er undir stjórn forseta sem sífellt opinberar betur fasískt eðli sitt. Að gömlum sið eru Rússar aftur farnir að tuddast á nágrönnum sínum. Og nú eru þeir aftur byrjaðir að stunda herflug í anda kalda stríðsins. Má vel vera að Bandaríkjamenn séu búnir að ögra Rússum. En Pútín er vís til að notfæra sér Lesa meira