Fáfræði sem gerir sitt gagn
EyjanMenn skulu átta sig á því að Bush er að tala til þeirra sem vita ekkert um sögu. Hann þekkir vel – og Karl Rove ekki síður – að það gefst hreint ágætlega. Þá þarf maður heldur ekkert að hirða um staðreyndir.
Fleiri skrítnir bókmenntaprestar
EyjanÉg minntist á skrítna presta úr bókmenntunum. Einn til er að finna í Borgarætt Gunnars Gunnarssonar, afbrýðissama bóndasoninn og klerkinn Ketil sem missir vitið og verður útigangsmaðurinn Gestur eineygði. Þetta er ógn rómantísk saga – margfaldur metsöluróman á Norðurlöndunum og í Þýskalandi – eftir henni var svo gerð kvikmynd árið 1919. Myndin er náttúrlega þögul. Lesa meira
Rustamenni
EyjanKommentakerfið á þessari síðu er ekki að virka almennilega, ég hafði hugsað mér að leyfa athugasemdir við greinarnar, en þó undir nokkru eftirliti. En af því þetta er ekki að komast alveg til skila birti ég hér eftirfarandi athugasemd við greinina Vitlaus viðhorf sem barst frá Guðmundi Gunnarssyni: „Það er sama hvar borið er niður Lesa meira
Nokkur munur
EyjanVatnsréttindin vegna Kárahnjúkavirkjunar eru metin á 1,6 milljarða af sérstakri matsnefnd. Landsvirkjun taldi að verðmæti þeirra væru 150 til 375 milljónir króna. Landeigendur vildu fá 96 milljarða króna. Hver er að grínast?
Hvað getur maður gert að þessu?
EyjanÞetta er alltaf sama sagan. Maður er úti að keyra í mesta sakleysi, nær ekki alveg nógu góðri stjórn á bílnum og þá koma menn og hella í mann áfengi.
Reykjavík er líka ljót
EyjanBæjarfulltrúi í Kópavogi er ókátur vegna lítillar færslu sem ég skrifaði um ljótleika Kópavogs. Mér sýnist helst að hann sé að segja að ég hafi móðgað Kópavogsbúa svo mikið að þeir eigi ekki að horfa á mig í sjónvarpinu. En hvað þá með Reykvíkinga? Ég hef skrifað ótal greinar um hvað Reykjavík er ljót og Lesa meira
Er gott að búa í Kópavogi?
EyjanÉg lenti í því að villast tvisvar í Kópavogi í gær. Fyrst þegar ég ætlaði að reyna að komast frá Smáralind, í annað sinn þegar ég var að reyna að komast að Hamraborg sem telst núna vera í gamla miðbænum í Kópavogi. Ég var að ná í frænda minn. Hann hafði farið í Kópavog ásamt Lesa meira
Heimsmeistarar
EyjanÉg vissi alltaf að Ítalir unnu með svindli. Það gat ekki verið öðruvísi.
Vitlaus viðhorf
EyjanUm daginn las ég grein um skólastjóra í erfiðum skóla í austurbænum í London sem náði tökum á skólanum með því að reka þriðjung nemendanna. Þetta gerði hann strax og hann tók við skólastjórastarfinu. Óþægu nemendunum var svo hleypt aftur í skólann smátt og smátt ef þeir bættu ráð sitt. Afleiðingin var sú að þeir Lesa meira
Prestagrín
EyjanDrukknir prestar eru erkitýpur í bókmenntunum, samanber Messuna á Mosfelli eftir Einar Ben og fræga vísu eftir Bólu-Hjálmar: Aumt er að sjá í einni lest áhaldsgögnin slitin flest, dapra konu og drukkinn prest drembinn þræl og meiddan hest. Halldór Laxness skrifaði um prest sem gerði við prímusa og alls kyns vélar. En hvað á að Lesa meira