fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024

Óflokkað

Agaleysi

Agaleysi

Eyjan
26.08.2007

Af vef RÚV: „Mjög mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og eru fangageymslur fullar. Aðalvarðstjórinn segir nóttina hafa verið með fjörlegri nóttum í langan tíma og að það gæti staðið í sambandi við að skólar séu byrjaðir. Ekki hafi verið hægt að sinna smærri erindum eins og kvörtunum vegna hávaða í fjölbýlishúsum.“ Lesa meira

Er Sjálfstæðisflokkurinn að gefast upp á krónunni?

Er Sjálfstæðisflokkurinn að gefast upp á krónunni?

Eyjan
26.08.2007

Kann að vera að mikilla tíðinda sé að vænta í stjórnmálunum er Sjálfstæðisflokkurinn segir skilið við einangrunarstefnu Davíðs Oddssonar í Evrópumálum? Krónan tók enn eina dýfu á síðustu tveimur vikum, vaxtapólitík Seðlabankans er ekki að hafa næg áhrif – í atvinnulífinu og víða í Sjálfstæðisflokknum virðast menn gera sér grein fyrir að stefnubreytingar er þörf. Lesa meira

Kappar?

Kappar?

Eyjan
25.08.2007

Fyrirtækið sem framleiðir mjólkurdrykkinn Kappa hefur um helgina dreift fernum með drykknum út um allan bæ. Einhverjir kappar hafa komist yfir marga kassa af kókómjólkinni og svínað út allan bæinn með henni, sprengt fernur utan í hús og á torgum og strætum. Þannig var Bankastrætið útatað í kókómjólk seinnipartinn í dag og líka Ingólfstorg. Svo Lesa meira

Hvað kosta lögfræðihótanir?

Hvað kosta lögfræðihótanir?

Eyjan
25.08.2007

Þættinum hefur borist eftirfarandi bréf frá Baldri McQueen í Bretlandi: „Eins einkennilegt og það er, hef ég aldrei orðið fyrir því að bætt sé ofan á skuld, eftir að ég flúði landið. Hér í Bretlandi virðist upphæðin aldrei hækka. Vissulega fá menn hótunarbréf þar sem sagt er að skrúfað verði fyrir gasið/símann/rafmagnið eða hvað það Lesa meira

Gott PR

Gott PR

Eyjan
25.08.2007

Þegar ég var síðast á Heathrow keypti ég disk með Amy Winehouse. Ég er ekki ennþá búinn að taka plastið utan af honum. Veit eiginlega ekki hvers vegna ég keypti þetta – nema skýringin sé einfaldlega sú að svona umfjöllun og mikið af henni virki mjög vel. Ég er eiginlega á því.

Pappírs-Kiljan

Pappírs-Kiljan

Eyjan
25.08.2007

Ég get staðfest það sem komið hefur fram að bókmenntaþátturinn sem hefur göngu sína 12. september á að heita Kiljan. Þetta er heiti sem hefur nokkuð víða skírskotun – án þess ég fari mikið nánar út í það. Pappírskiljur eru algengasta notkunarform bóka í nútímanum. Mér er sagt að þetta orð, kilja, sé upprunnið á Lesa meira

Í liði með litla manninum

Í liði með litla manninum

Eyjan
24.08.2007

Það er kominn tími til að stjórnvöld fari að hugsa um neytendur – eða það sem má einfaldlega kalla fólkið í landinu. Það þarf að taka hraustlega á þeim sem hafa getað skammtað sér sjálfir af fjármunum almennings – stundað sjálftöku í skjóli þess hvað neytendavitundin er léleg hér, löggjöf ófullburða eða lögum illa framfylgt. Lesa meira

Landið að rísa

Landið að rísa

Eyjan
24.08.2007

Ég sá lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins á hjóli á Lækjartorgi í morgun. Ég er viss um að þetta stefnir allt í rétta átt.

Við megum, þið ekki

Við megum, þið ekki

Eyjan
24.08.2007

Kjarasamningar eru framundan og það er skrítið ástand. Þeir hópar sem hafa tök á að skammta sér laun hafa hækkað svo rosalega að annað eins hefur ekki sést í þessu landi. Það er enginn forstjóri eða verðbréfasali svo aumur að hann sé ekki með að minnsta kosti tíu sinnum hærra kaup en meðaljóninn. Nú stíga Lesa meira

Gamli góði Villi

Gamli góði Villi

Eyjan
24.08.2007

Ég held að Villi eigi ekkert að hlusta á unga fólkið á fjölmiðlunum sem að atast í honum út af bjórkælinum. Hann hefur stuðning okkar í þögla meirihlutanum.

Mest lesið

Ekki missa af