Sönnunarbyrðin snýst
EyjanÞað er augljóst að sönnunarbyrðin er að snúast hvað varðar gjaldmiðilsmálin. Spurningin er ekki lengur hvers vegna við eigum að taka upp evruna? Heldur: Hvers vegna eigum við að halda í krónuna? Við þeirri spurningu heyrir maður ekki mörg skynsamleg svör lengur. Eða viljiði prófa?
Ofstæki
EyjanVandinn við Richard Dawkins er að hann er síst minni ofstækismaður en margt af því fólki sem hann er að fjalla um. Nýskeð var ég í Glastonbury sem telst vera miðstöð nýaldarfólks og alls kyns kukls. Mér fannst þetta bara frekar vinalegt. Ég get hugsað mér svo ótalmargt verra sem fólk getur fundið sér til Lesa meira
Ekki kynjafræði
EyjanÉg vil að sonur minn læri að lesa, skrifa og reikna, kannski nokkur tungumál, tónlist, raungreinar, sögu, landafræði – og svo eitthvað fleira sem hann kann að fá áhuga á. En ég vil alls ekki að hann sé neyddur til að læra kynjafræði. Ef hann hins vegar finnur einhvern tíma hvöt hjá sér til að Lesa meira
Inntak stjórnarsamstarfsins?
EyjanÞýðir það að fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum að nú fái menn náðarsamlegast að vera sammála sjálfstæðismönnum?
Vinir og óvinir litla mannsins
EyjanReynir Traustason skrifar eins konar manífestó fyrir DV undir sinni ritstjórn í leiðara blaðsins í dag. Þar eru margir ágætir punktar. Reynir viðurkennir að blaðið hafi gert mistök í fortíðinni, eins og þegar það var málgagn manna sem vildu „nota það í eiginhagsmunaskyni“ og seinna þegar því var stjórnað með þeim hætti að „fólk var Lesa meira
Lalli
EyjanHrafn Jökulsson kom með ágætan punkt um Lalla Johns í pistli í Viðskiptablaðinu á föstudag. Þegar Lalli loks vinnur fyrir sér á heiðvirðan hátt fær hann yfir sig úrskurð frá einhverri siðanefnd um að þetta megi nú ekki.
Ólígarki Íslands
EyjanÓlígarkar eru menn sem hafa auðgast á því að ná undir sig fyrirtækjum sem áður voru í eigu almennings – þ.e. ríkisins. Til þessa nota þeir pólitísk tengsl sín. Í Rússlandi eru margir ólígarkarnir fyrrverandi háttsettir menn hjá ríkinu. Er þetta ekki ólígarki Íslands?
Hvað var gert við Geir?
EyjanÞetta er hin nýja lína Vinstri grænna gagnvart ríkisstjórninni, samanber nýja bloggfærslu eftir Árna Þór Sigurðsson, nánasta aðstoðarmann Steingríms J.: „Staðreyndin er sú, að miðað við úrslit kosninganna, var varla við því að búast að önnur ríkisstjórn tæki við völdum en sú sem nú vermir stólana. Það er einfaldlega vegna þess að svo margir og Lesa meira
Ys og þys út af litlu sem engu
EyjanGrein í Herðubreið um Steingrím J. Sigfússon veldur nokkrum vonbrigðum, að minnsta kosti fyrir þá sem bjuggust við einhverju krassandi. Þarna er svosem nóg af vondum skoðunum og skoðunum sem virðast hallærislegar í ljósi tímans. Samt ekkert yfirgengilegt eða blöskranlegt. Ég þykist viss um að margir íslenskir stjórnmálamenn hafa haft skoðanir sem eru ekki miklu Lesa meira
Gamalt tilfinningasukk
EyjanÍ Bretlandi er tekið til þess hversu lítill áhugi er á dánarafmæli Díönu prinsessu – miðað við fárið sem varð þegar hún dó. Þetta er eins og gamalt fyllerí sem engan langar að endurlifa.