Stórmerkileg umræða
EyjanPétur Gunnarsson birtir hér á Eyjunni ágrip úr stórmerkilegri umræðu sem á sér stað á póstlista femínista. Þar standa upp úr eftirfarandi ummæli frá Þórarni Hjartarsyni og Sóleyju Tómasdóttur. Þórarinn er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga á Norðurlandi en Sóley er ritari VG. Þórarinn er þeirrar skoðunar að femínistum beri að taka afstöðu með róttæku íslam – Lesa meira
Tull
EyjanÞað er greinilegt að maður er farinn að vinna á alvöru sjónvarpsstöð. Þegar ég kom í vinnuna í morgun var Jethro Tull að spila í stúdíóinu hér niðri. Ian Anderson stóð á öðrum fæti, blés í flautuna og renndi sér í gegnum syrpu af lögum hljómsveitarinnar. Ég heyrði Bourrée, Living in the Past og Locomotive Lesa meira
Laxness á Angleterre
EyjanÞað var frægt á Íslandi að Halldór Laxness gisti alltaf á Hótel Angleterre við Kóngsins Nýjatorg. Íslendingar sem komu til Kaupmannahafnar mændu upp í glugga hótelsins í lotningu af því þeir vissu að nóbelskáldið hafði sofið þar. Fyrir nokkrum árum gisti ég þrjár nætur á Angleterre. Í anddyri hótelsins hangir uppi tafla með nöfnum frægs Lesa meira
Kiljan á vefnum
EyjanÞeir sem hafa áhuga á að sjá Kiljuna frá því í gærkvöldi – nú eða þáttinn frá því fyrir viku – geta auðveldlega gert það með því að fara til vinstri hér á síðunni og smella.
Zawinul
EyjanJoe Zawinul sem nú er látinn er náttúrlega þekktastur fyrir ópusinn hér að neðan. Það eru heldur ekki smámennin sem leika með honum, Wayne Shorter á saxófón og Jaco Pastorius á bassa: [youtube=http://youtube.com/watch?v=pqashW66D7o&mode=related&search=] En þetta lag með Weather Report finnst mér reyndar ekki síðra: [youtube=http://youtube.com/watch?v=InZq9TR6SKQ]
Leikurinn
EyjanVæri ekki ráð að taka strax þá ákvörðun að flytja landsleikinn í kvöld í Laugardalslaugina? Vatnið þar er allavega hlýrra.
Fjöldi fattlausra
EyjanJæja, það eru fleiri en ég sem misskildu. Meira að segja konan sem ekki var rætt um misskildi og hélt að væri verið að tala um sig. Og svo eru aðrir sem skildu þetta nokkurn veginn sama skilningi og ég – þ.e. hvað varðar togstreituna milli femínista í VG og Samfylkingunni.
Gefur auga leið
EyjanÞessi ummæli Geirs Jóns hafa aldeilis vakið mikinn hita á Moggablogginu. Skömmunum rignir yfir lögregluþjóninn hávaxna. En auðvitað er þetta rétt hjá honum eins langt og það nær. Ef fólk tæki trú myndi það sjálfsagt drekka og dópa minna og þarafleiðandi gera minna af því að slást, brjóta flöskur eða pissa utan í hús. Það Lesa meira
Wagner frá Kúbu
EyjanEr hér að hlusta á einhvern einkennilegasta disk sem ég hef heyrt, man varla eftir að hafa keypt hann, fann þetta í diskasafninu við flutninga – þetta er Wagner með kúbversku ívafi. Semsé verk eftir Wagner – Hollendingurinn, Lohengrin, Parsifal og allt það – leikið af sinfóníuhljómsveit en með kúbverskum takti. Það sem er Lesa meira
Svona breytast tímarnir nú samt
EyjanÞað er lagt upp sem mikið sjálfstæðismál fyrir Englendinga að halda í þessar gömlu mælieiningar, mílu, pund, pint. Þegar ég keypti kirsuber hjá ávaxtasala í miðborg Lundúna í sumar fór ég eitthvað að babbla um pund. Hann leiðrétti mig – spurði hvort ég vildi fá kíló. Ég leigði bíl í Somerset. Þar reyndi ég að Lesa meira