Undið ofan af framsóknarmennsku í heilbrigðiskerfinu
EyjanJæja, spítalinn fær þá ekki að heita í höfuðið á Don Alfredo. Samanber þetta. En getur maður leyft sér að vona að þetta sé bara fyrsta skrefið – að alveg verði hætt við að byggja sjúkrahúsið á þessum stað? Það væri vit í því. Eða verður bara settur nýr kommisar yfir verkið.
Bjánagangur
EyjanÞetta er bjánalegt. Væri ekki hugsanlegt að maðurinn – sem vissulega er ekki geðslegur – gæti lært eitthvað af því að koma á ground zero? Jafnvel orðið fyrir hugljómun? Ef einhver hefur gott af því að sjá þennan vettvang mannvonsku og ofstækis er það einmitt hann. Ekki voru það Íranir sem stóðu að baki árásinni Lesa meira
Smá útreikningar
EyjanVísir.is er enn að velta fyrir sér bílamálum útvarpsstjóra. Kemst að því að 72 greiðendur afnotagjalds þurfi til að standa straum af honum. Í framhaldi af því má benda á að líklega þarf um 750 áskrifendur Stöðvar 2 til að standa straum af mánaðarlaunum forstjóra 365 – ef rétt er farið með laun hans í Lesa meira
Til hvers?
EyjanÞetta er kannski óþarfi: Ráðstefna til að kenna fólki að opna Starbucks og svoleiðis á Íslandi. Við höfum Kaffitár og Te & kaffi, fyrirtæki sem standa sig bara prýðilega á þessu sviði. Maður er alveg sáttur við Starbucks-laust Ísland.
Hverju breytir þetta?
EyjanHvers vegna ætti að vera verra fyrir öldurhúsin að fá aðalþungann af gestum sínum frá svona níu á kvöldin og fram til tvö á nóttinni en að kúfurinn sé milli tvö og fimm? Gestirnir eru orðnir þreyttir, slæptir og æstir síðla nætur – konan mín sem stóð í veitingarekstri segir að þá versli þeir mun Lesa meira
Eggið
EyjanÁ mannamáli þýða þessar breytingar nær örugglega að verið er að taka öll ráð í félaginu af Eggerti – the Egg eða kexbaróninum eins og breskir fjölmiðlar kalla hann – það er verið að sparka honum upp á við. Eggert er hins vegar mjög vinsæll í Bretlandi og meðal áhangenda West Ham svo það er Lesa meira
Kiljan – annar þáttur
EyjanAnnar þáttur Kiljunnar er á dagskrá sjónvarpsins í kvöld klukkan 22.20. Stærsta efni þáttarins er umfjöllun um bók Jung Chang og Jon Hallyday um Maó Tse Tung. Þau hjónin verða gestir í þættinum. Jóhann Páll Valdimarson fer yfir langan feril sinn í bókaútgáfu, rætt verður við nýjan handhafa Íslensku barnabókaverðlaunanna og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir Lesa meira
War of the Worlds eða þaðan af verra
EyjanEr það ekki svona sem heimsendir byrjar? Fyrst einn lítill loftsteinn. Svo kemur allt liðið.
DV í mynd – mátti ekki bíða í viku?
EyjanSvona er fyrsti Kompásþáttur vetrarins kynntur: „Í þessum fyrsta þætti beinum við sjónum okkar að málum manns sem er ákærður fyrir alvarleg kynferðisbrot gagnvart unglingsstúlku.“ Á öðrum stað stóð að þátturinn fjallaði um „hátt settan mann“. Vandinn við Kompás sem fréttaþátt er að áherslan er nær eingöngu á það sem kallast sensasjónalismi. Barnaníðingar og kynferðisbrotamenn Lesa meira
Til varnar Britney Spears
EyjanHann er pínu fyndinn þessi. [youtube=http://www.youtube.com/watch?v=kHmvkRoEowc] Fyrir þetta litla atriði er hann orðinn heimsfrægur. Þarf stundum ekki meira til.