fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024

Óflokkað

Of hægrisinnaðar til að hægt sé að hlusta á þær?

Of hægrisinnaðar til að hægt sé að hlusta á þær?

Eyjan
25.09.2007

Þetta finnst mér ekki uppbyggileg lesning hjá Viðari kunningja mínum. Hann veitist með nokkuð heiftúðugum hætti að bókmenntahátíðinni. Aðallega álítur hann hana of hægrisinnaða. Og hún er líka of markaðssinnuð. Ayaan Hirsi Ali dirfist að segja beint út að vestræn menning sé betri en önnur menning. Það vekur hrylling hjá vinstrimönnum sem næra með sér Lesa meira

Aldurinn

Aldurinn

Eyjan
25.09.2007

Ég sá gamlan skólabróður minn labba upp Skólavörðustíginn áðan. Ég er orðinn gamall maður, hugsaði ég þegar ég sá hann. Nema það sé bara hann sem er gamall. Hann vinnur í utanríkisþjónustunni og klæðir sig eftir því.

Gáttirnar bresta í Sjálfstæðisflokknum

Gáttirnar bresta í Sjálfstæðisflokknum

Eyjan
25.09.2007

Í gær bættist Pétur Blöndal í hóp þeirra sjálfstæðismanna sem lýsa yfir efasemdum um peningastefnu Seðlabankans og var þar nokkuð samhljóma því sem Ingibjörg Sólrún sagði í ræðu um helgina. Í dag er röðin komin að öðrum þingmanni flokksins, Guðfinnu Bjarnadóttur. Guðfinna segir í grein sem birtist í Blaðinu í dag að evran sé á Lesa meira

Kylfan

Kylfan

Eyjan
25.09.2007

„Pabbi, hvenær ferðu að sýna Silfur Egils?“ „Það er sjöunda október.“ „En þangað til, er oftast Kylfan?“

Skrítin gestrisni

Skrítin gestrisni

Eyjan
24.09.2007

Rektor Columbia háskólans býður Ahmadinejad að koma á fund í skólanum en er svo með dónaskap við forsetann þegar hann mætir. Svo má hann heldur ekki skoða staðinn þar sem Tvíburaturnarnir stóðu. Líkt og hann beri einhverja ábyrgð á árásinni á þá. Maðurinn er kannski harla vafasamur, margt sem hann segir er vitleysa, en þetta Lesa meira

Þarf að setja Björn í málið?

Þarf að setja Björn í málið?

Eyjan
24.09.2007

Um daginn settist hjá mér á erlendum flugvelli dyggur sjálfstæðismaður og mikill andstæðingur Evrópusambandsins og tók að fjölyrða um kosti þess að taka upp annan gjaldmiðil en krónuna. Taldi að flokksbræður sínir myndu brátt sjá ljósið í því efni. Þeir ættu bara svolítið erfitt að skipta um stefnu. Sjálfstæðismaðurinn taldið að Davíð hefði hlaupið á Lesa meira

Áfram Valur!

Áfram Valur!

Eyjan
24.09.2007

Ég er KR-ingur, fæddur og uppalinn í Vesturbænum, mun alltaf halda með KR, en bý nú um það bil þrjátíu metra frá styttunni af Séra Friðrik og álíka langt frá gömlu heimkynnum KFUM við Amtmannsstíg. Svo ég hlýt að fagna því ef Valur verður Íslandsmeistari í fótbolta. Já, það geri ég. Svo er annað mál Lesa meira

Fjarri augliti guðs – en þó svo nærri

Fjarri augliti guðs – en þó svo nærri

Eyjan
24.09.2007

Siðmennt er lífskoðunafélag fólks sem aðhyllist ekki trú á æðri mátt. Þegar félagið loks ákveður að standa fyrir brúðkaupi þá er það haldið í Fríkirkjunni – innan um öll trúartáknin – en ekki í Fóstbræðraheimilinu, Ráðhúsinu eða Kornhlöðuloftinu. Giftingar fólks sem kærir sig ekki um að blanda trú í málið hafa verið haldnar hjá borgardómara Lesa meira

Sjálfstæðismál

Sjálfstæðismál

Eyjan
23.09.2007

Mér er til efs að til sé seinheppnari stjórnmálaflokkur en Samfylkingin. Nú stefnir í að flokknum verði talsvert ágengt með það stefnumið sitt að færa Ísland nær Evrópu. Upptaka evrunnar sem gjaldmiðils á Íslandi virðist á næsta leyti – ákvarðanir um það gætu jafnvel verið teknar á þessu kjörtímabili. Gott og vel. En til að Lesa meira

Hinn nýji eigandi Arsenal

Hinn nýji eigandi Arsenal

Eyjan
23.09.2007

Ég hef stundum lýst furðu minn á því hvernig fólk nennir að halda með enskum fótboltaliðum sem eru í eigu misfélegra auðjöfra víða um heiminn. Til að undirstrika þetta birti ég mynd af hinum nýja eiganda Arsenal, Alisher Usmanov.

Mest lesið

Ekki missa af