fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024

Óflokkað

Skrattinn og amma hans

Skrattinn og amma hans

Eyjan
29.09.2007

Þetta eru breyttir tímar. Ég stóð í félagsstarfi í menntaskóla. Þá var maður að herða upp hugann til að biðja banka eða fyrirtæki um styrktarlínur í skólablöð eða leikskrár, varla að upphæð meira en svona 10 þúsund krónur (gamlar). Manni fannst þetta mjög óþægilegt. Nú koma litlir fjármálaspekingar og heimta að bankarnir borgi kostnaðinn við Lesa meira

Grunngildi ha?

Grunngildi ha?

Eyjan
28.09.2007

Ég ætla að taka undir þennan pistil hjá Guðfríði Lilju. Það er slík fjarstæða að vísa Miriam Rose úr landi að hið hálfa væri nóg. Og að vísa í „grunngildi“ í því sambandi er skinhelgi. Það væri gaman að sjá framan í manninn sem setti saman þessa vitleysu.

Mótvægi

Mótvægi

Eyjan
28.09.2007

Það heyrast skammir í öllum fréttatímum vegna þess að vanti meiri mótvægisaðgerðir í sjávarplássin. Vandinn er samt aðallega sá að það er ekki nægur fiskur í sjónum – engar mótvægisaðgerðir vega það upp. Það er ekki bara hægt að gera út á ríkissjóð í staðinn. Svo hlustar maður betur og heyrir að stór hluti þeirra Lesa meira

Hvað er málið?

Hvað er málið?

Eyjan
28.09.2007

Það fréttist af einum manni sem er dónalegur við erlenda starfsstúlku í bakaríi og af stað fer umræðan um að Íslendingar séu hrokafullir og vondir við útlendinga. Ég reyni að vera aldrei dónalegur við afgreiðslufólk – eða bara helst ekki neinn – en síðast þegar ég missti mig við einhvern var það við skrifstofufólk hjá Lesa meira

Eitthvað annað

Eitthvað annað

Eyjan
28.09.2007

Fyrir þremur áratugum gaf Einar Guðmundsson, stundum kallaður „litlaskáld“, út bókina Án titils. Hún hefur æ síðan verið í hópi fárra íslenskra kúlt-bóka – ég veit ekki hvort hún er fáanleg lengur. Bókin var að miklu leyti skrifuð í dagbókarformi. Þarna voru opinskáar lýsingar á skáldalífi og slarki í Reykjavík árið 1976. Margir þeir sem Lesa meira

Okursíða dr. Gunna

Okursíða dr. Gunna

Eyjan
28.09.2007

Þetta er aldeilis þarft framtak hjá hinum snjalla tónlistarmanni og pistlahöfundi. Annars þarf maður ekki annað en að fara í 10/11. Þar er allt á okurverði. Samt eiga sömu menn líka Bónus þar sem sama vara er seld þokkalega ódýrt. Skyldi það vegna þess að þjónustan í 10/11 er svo frábær? Eða vöruúrvalið svo gott?

Halldór við réttarhöldin yfir Bukharin

Halldór við réttarhöldin yfir Bukharin

Eyjan
27.09.2007

Er það svaravert þegar tuðað er yfir því að birtar séu kvikmyndir af Halldóri Laxness við sýndarréttarhöldin í Moskvu 1938? Líklega ekki. Ég er samt að velta fyrir mér hvort skilningur ungs fólks á sögunni sé almennt frekar lélegur? Kann það að vera vegna slapprar sögukennslu? Eða frekar vegna þess að hryllingur tuttugustu aldar er Lesa meira

Kylfan klikkar ekki

Kylfan klikkar ekki

Eyjan
27.09.2007

Kári er nokkuð áhugasamur um Kylfuna. Hann kemur sér í sófanum fyrir framan sjónvarpið. Það bregst ekki að þegar þátturinn er nýbyrjaður sofnar hann. Svona þættir þyrftu að vera í sjónvarpinu á hverju kvöldi.

Lífið í grænu borginni

Lífið í grænu borginni

Eyjan
26.09.2007

Hvað hefði Washington sparað mikinn pening ef Bush hefði borgað Saddam þennan skitna milljarð dollara? Er ekki sagt að stríðið og hersetan í Írak kosti 500 þúsund dollara – mínútan? Annars er ég að lesa merkilega bók sem heitir Imperial Life in the Emerald City. Hún lýsir ótrúlegu klúðri, heimsku – nánast vitfirringu – Bandaríkjamanna Lesa meira

Sögulegar myndir í Kiljunni

Sögulegar myndir í Kiljunni

Eyjan
26.09.2007

Í Kiljunni í kvöld verða sýndar sögulegar kvikmyndir frá Búkharín-réttarhöldunum í Moskvu árið 1938. Á myndunum má sjá Halldór Laxness í hópi áhorfenda. Þessar myndir hafa ekki áður verið birtar hér á landi. Halldór Guðmundsson, höfundur ævisögu Laxness, kemur í þáttinn til að skoða myndirnar og ræða um þær. Hinn kornungi og bráðsnjalli rithöfundur Daniel Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af