fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024

Óflokkað

Wuhan – Hankow

Wuhan – Hankow

Eyjan
01.10.2007

  Á vefnum sé ég að Kópavogur er orðinn vinabær kínversku borgarinnar Wuhan. Áður fyrr var þessi borg kölluð Hankow. Hún stendur á mörkum tveggja merkra fljóta, Yangtse og Hanárinnar. Ég er eiginlega viss um að afi minn, Ólafur Ólafsson kristniboði, var fyrsti Íslendingurinn til að koma í þessa borg. Það mun hafa verið árið Lesa meira

Til hvers kosningar?

Til hvers kosningar?

Eyjan
01.10.2007

Svona er pólitíkin skrítin. Cameron vill auðvitað ekki kosningar – hann segist bara vilja þær. Hann verður að bera sig mannalega. Kosningar geta eyðilagt hann sem leiðtoga flokksins. Þær gætu þýtt að eyðimerkurganga íhaldsins haldi áfram fram á næsta áratug. Íhaldsflokkurinn á varla neinn möguleika á að vinna kosningar í haust. Það er alveg sama Lesa meira

Að hneyksla

Að hneyksla

Eyjan
30.09.2007

Það er voða fátt sem gengur fram af fólki núorðið. En það má samt reyna samkvæmt gamla kjörorðinu: Épater la bourgeoisie! Íslenskur listamaður gerði heiðarlega tilraun í þessu efni í Kastjósinu í kvöld þegar sýndar voru myndir þar sem hann pissar upp í sjálfan sig. Dugir það til að hneyksla okkur smáborgarana?

Byggðastyrkir

Byggðastyrkir

Eyjan
30.09.2007

Kristinn H. Gunnarsson kvartar yfir því að greiddir verði styrkir til þeirra sem vilja flytja burt úr plássum þar sem er enga atvinnu að hafa. Ég sé ekki neitt að þessu – nema hvað styrkfjárhæðin er of lág. Björgvin Valur á Stöðvarfirði hefur rétt fyrir sér þegar hann segir að það sé spurning um að Lesa meira

Gasprið?

Gasprið?

Eyjan
30.09.2007

Er ég að skilja vin minn Andrés rétt? Ef Viðskiptablaðið eða RSE tala um evruna er það ekki gaspur. En ef einhverjir aðrir tala um hana þá er það gaspur.

Að brjóta land undir auðn

Að brjóta land undir auðn

Eyjan
30.09.2007

Í Blaðinu er haft eftir Yoko Ono, samkvæmt AP frétt, að hún vilji að plantað verði trjám við friðarsúluna í Viðey. Blaðið ber þetta undir forstöðukonu Höfuðborgarstofu. Það er greinilegt að kemur nokkuð fát á hana. Hún ber þetta til baka. Það stendur ekki til að hrófla við landslaginu í Viðey. En auðvitað eru þetta Lesa meira

Lífsgæðakönnun Economist

Lífsgæðakönnun Economist

Eyjan
30.09.2007

Það er makalaust hvað gamla fátæktarbælið – land drykkjusjúklinga, kaþólskrar kúgunar og almennrar óhamingju – spjarar sig vel í þessari könnun. Það er ekki langt síðan að íbúar Írlands voru enn að flýja landið – hver forðaði sér sem betur gat. Ísland er í sjöunda sæti. Almennt virðist vera betra að búa í litlum ríkjum Lesa meira

Bítlarnir koma

Bítlarnir koma

Eyjan
29.09.2007

  Í gærkvöldi sáum við fjölskyldan lokin á Hard Day’s Night í danska sjónvarpinu. Þessi mynd er alltaf jafn skemmtileg. Konan mín sagði að hún hefði frekar viljað sjá Bítlana en Brian Wilson sem við sáum á tónleikum í London um daginn (hann var reyndar frábær – og endaði tónleikana á McCartney laginu She´s Leaving Lesa meira

Hagstjórn

Hagstjórn

Eyjan
29.09.2007

Geir Haarde segir að það sé óábyrgt að tala krónuna niður. Á sama tíma eru margir að kalla eftir gengisfellingu krónunnar. Finnst hún alltof há. En kannski þarf þá ekkert að fella gengið, bara halda áfram að tala – og tala – hana niður. Gæti skilað sama árangri.

Mest lesið

Ekki missa af