fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024

Óflokkað

Biblían, bókstafurinn og bókmenntirnar

Biblían, bókstafurinn og bókmenntirnar

Eyjan
24.10.2007

Ef ekki er til eitthvað eitt kenningavald í kirkjunni – engin sérstök miðja eins og er smátt og smátt að verða raunin hér í mótmælendasið – breytir kannski engu þótt til séu margar útgáfur af Biblíunni. Gunnar í Krossinum getur haft sína útgáfu, Hjörtur Magni sína og Geir Waage sína. Femínistar geta haft sína Biblíu Lesa meira

Ítalskur skáldmæringur skrifar um Jörund hundadagakonung

Ítalskur skáldmæringur skrifar um Jörund hundadagakonung

Eyjan
23.10.2007

Sérstakur gestur í Kiljunni á miðvikudagskvöld er ítalski rithöfundurinn Claudio Magris. Magris, sem er fæddur 1939, var sterklega orðaður við Nóbelsverðlaunin í bókmenntum fyrr í mánuðinum. Hann er höfundur mikilla skáldverka, en í skáldsögunni Alla cieca sem kom út fyrir tveimur árum fjallar hann um persónu sem Íslendingum er afar hjartfólgin, ævintýramanninn Jörund hundadagakonung. Í Lesa meira

Regnbogi

Regnbogi

Eyjan
23.10.2007

Það gekk á með rosalegum skúrum í Reykjavík í dag. Ég lenti í einni á leiðinni út á bílastæði og varð holdvotur. Þegar rigningunni slotaði blasti við fegursti regnbogi sem hefur sést.

Leikfangafár

Leikfangafár

Eyjan
23.10.2007

Bestu leikföng sem Kári hefur fengið þetta haustið eru nokkrar spýtur sem gamall vinur minn, smiður, gaf okkur. Það eru ekki bara reknir naglar í þessar spýtur, heldur eru þær notaðar með ýmsum hugvitsamlegum hætti. Við vorum til dæmis að velta fyrir okkur um daginn hvort við gætum smíðað úr þeim geimflaug. Okkur sýnist nefnilega Lesa meira

Skaðræðismenn

Skaðræðismenn

Eyjan
22.10.2007

Þegar Kaczynski tvíburarnir pólsku voru litlir léku þeir í kvikmyndinni Drengirnir sem stálu tunglinu. Þeir voru litlir og sætir. Síðar urðu þeir skaðræðismenn. Það er sérstök landhreinsun að losna við Jaroslaw úr embætti forsætisráðherra í Póllandi. Bróðir hans Lech er ennþá forseti, en vonir standa til að meirihluti nýrrar ríkisstjórnar sé nógu mikill til að Lesa meira

Á toppnum

Á toppnum

Eyjan
22.10.2007

Ingvar Þórisson var pródúsent Silfurs Egils fyrstu árin, meðan það var á Skjá einum. Gamall skólabróðir úr Vesturbænum. Byrjaði seint að stunda fjallgöngur. Nú stendur hann á toppi Ama Dablam, frægs fjalls í Himalæja. Toppmaður.

Dapurlegar íþróttir

Dapurlegar íþróttir

Eyjan
22.10.2007

Þegar ég var lítill var ég sportidjót. Sex ára klippti ég út fréttir á íþróttasíðum og límdi inn í bók. Hef alltaf fylgst dálítið með íþróttum. Minna í seinni tíð. Hef varla úthald núorðið til að horfa á heilan fótboltaleik. Varnarleikurinn er orðinn alltof sterkur til að sé gaman að horfa; það eru takmörk fyrir Lesa meira

Ísland, Noregur og ESB

Ísland, Noregur og ESB

Eyjan
22.10.2007

Ég átti um daginn samtal við mann sem er miklu fróðari um Evrópumál en ég en tjáir sig sjaldan um þau opinberlega. Hann taldi að krónan og óstöðugleiki í íslenska hagkerfinu yrðu til þess að Íslendingar myndu ganga í Evrópusambandið. Sjávarútvegsstefnan væri ekki vandamál. Inngöngubeiðni Íslands yrði tekið fljótt og vel. Spurning væri hins vegar Lesa meira

A handbaaag?!

A handbaaag?!

Eyjan
21.10.2007

[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=9oWBdIx9IQE&mode=related&search=] Það er viðeigandi að eintak af frumútgáfu The Importance of Being Earnest finnist í gamalli tösku. Hér er atriði úr leikritinu, kannski einhver fyndnasta sena leikbókmenntanna, þar sem gömul handtaska er í veigamiklu hlutverki. Leikararnir eru ekki af verra taginu, Edith Evans sem Lady Bracknell og Michael Redgrave sem Jack/Earnest. „The line is immaterial!“

Vegur yfir á Álftanes og í Straumsvík

Vegur yfir á Álftanes og í Straumsvík

Eyjan
21.10.2007

Síðunni hefur borist þetta bréf um samgönguvandann á höfuðborgarsvæðinu: „Varð hugsi yfir færslu þinnar um hugmyndir Kristjáns Möller um uppbyggingu samgöngumiðstöðvar á Reykjavíkurflugvelli. Ég er íbúi í Garðabæ og hef því sjálfur upplifað síaukinn umferðarþunga frá Hafnarfirði/Garðabæ/Kópavogi til Reykjavíkur og stundum velt því fyrir mér hvernig þetta endar ef þróunin verður áfram sú að byggt Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af